Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 50
490 LÆKNAblaðið 2015/101
Hugsanlegar klausturgarðajurtir frá miðöldum, nytjar þeirra og fundin ummerki
Klóajurt
Asperuga procumbens
Matar- og lækningajurt (heilandi og hreinsandi áhrif) Þingeyraklaustur - plantan vex
Laukur (villilaukur)
Allium sp (oleraceum)
Máttug matar-, lækninga- og heilsujurt á miðöldum - átrúnaður fylgdi Skriðuklaustur - frjókorn fundið. Vex á Bæ í
Borgarfirði (klaustur á 11. öld)
Ljósatvítönn
Lamium album
Nýtt til matar (grænmeti), lækninga (tíðastillandi; við kornsveppaeitrun, brjóstverkjum,
hjartasjúkdómum, flogaveiki og höfuðverkjum)
Reynistaðaklaustur - plantan vex
Desurt, þefjurt
Descurainia sophia
Lækningajurt. Fræin talin draga úr blæðingum. (Gamalt nafn Sophia chirurgorum = bartskeraklækir,
þ.e. græðir sár)
Saurbæjarklaustur - plantan vex
Spánarkerfill
Myrris odorata
Til matar (grænmeti og krydd) og lækninga (við skordýrabiti, léttir tíðir kvenna, rekur út fylgju eftir
fæðingu, við lungnasjúkdómum. Útbreidd krydd- og lækningajurt og ilmjurt á miðöldum
Vex á fimm klausturstæðum
Kúmen
Carum carvi
Til matar (grænmeti og krydd), lækninga (magameðal, m.a. uppþembu). Útbreidd krydd- og
lækningajurt á miðöldum
Vex á fimm klausturstæðum og frjó fundið við
Mývatn í jarðvegslagi frá 11. öld
Vallhumall
Achillea millefolium
Kryddjurt í öl og te, lækningajurt (m.a. þvagdrífandi, sáragræðandi, við tannpínu, magaverk og
kveisusting (kolikk) og innyflaormum)
Skriðuklaustur og Viðey - frjókorn fundið og
plantan vex
Ætihvönn
Angelica archangelica
Grænmeti með lækningamátt og fyrirbyggjandi áhrif, m.a. við skyrbjúg, drepsóttum og kóleru. Talin
meðal töfrajurta fyrir lækningamátt sinn á miðöldum
Á mörgum klausturstæðum fundin frjókorn
Malurt
Artemisia sp.
Kryddjurt í áfenga drykki og styrkjandi meðöl, lystaukandi, varnir gegn mölflugu og óværu. Margar
tegundir af ættinni nýttar til matargerðar og í læknislyf á miðöldum
Viðeyjarklaustur - fundin frjókorn
Græðisúra
Plantago major
Alhliða lækningajurt (í sárasmyrsl, við brunasárum, stilla blæðingar, við höggorms- og hundsbiti,
brjóstsárum, gegn munnholsbólgum, eyrnaverk og innvortis gegn innyflaormum)
Skriðuklaustur og Viðey - frjókorn fundin og
plantan vex
Mjaðurt
Filipendula ulmaria
Í ölkrydd og til lækninga (við sárum, deyfandi og bólgueyðandi, sótthreinsandi). Mikið notuð sem
krydd til öl- og matargerðar og í læknislyf á miðöldum
Ekki fundin á klausturstæðum en vex víða
um land
Hagabrúða
Valeriana sambucifolia
Taugameðal, róandi, við þunglyndi og er þvagdrífandi Plantan fundin á fjórum klausturstæðum
Garðabrúða
Valeriana officinalis
Taugameðal, róandi, við þunglyndi og þvagdrífandi Frjókorn af Valeriana fundin í Viðey en ekki
tegundagreind
Einir
Juniperus communis
Heilagt tré. Vernd gegn göldrum (sjá krossmerkið á einiberinu). Alhliða lækningajurt (sótthreinsandi,
við brjóst-, nýrna- og magasjúkdómum, tannpínu og augnveiki; við drepsóttum, svo sem
svartadauða og kóleru, útbrotum og kýlum; við kvensjúkdómum). Krydd í áfenga drykki, öl og
tedrykki
Skriðuklaustur og Viðey - frjókorn fundin og
plantan vex
Hjólkróna
Borago officinalis
Krydd- og lækningajurt (blóðhreinsandi, við sjúkdómum í hjarta, lungum, brjósti og hálsi og við gulu) Skriðuklaustur - frjókorn fundin en plantan vex
ekki í dag
Villilín
Linum catharticum
Lækningajurt (hægðalosandi) Skriðuklaustur - frjókorn fundin og plantan vex
Blóðkollur
Sanguisorba officinalis
Lækningajurt. Notuð við meltingarsjúkdómum, innvortis blæðingum, verkjastillandi á
meltingarveginn; örvandi, hjartastyrkjandi, vörn gegn sýkingum og umgangspestum, sáragræðandi
og stillir blæðingar, bólgueyðandi
Viðeyjarklaustur - frjókorn
Kornsúra
Bistorta vivipara
Til matar. Rót og blómhnappar Viðeyjarklaustur - frjókorn fundin og plantan
vex
Horblaðka
Menianthes trifoliata
Kryddjurt og til matar á tímum hungurs. Krydd í öl og áfenga drykki, hressandi te; við langvarandi
sjúkdómum í móðurlífi; blandað í augnskol gegn sjóndepurð
Viðeyjarklaustur - frjókorn fundin og plantan
vex
Maðra (gulmaðra og /
eða hvítmaðra)
Galium sp. (verum,
normanii)
Mikilvæg nytjajurt. Litunarplanta, ilmjurt, galdrajurt, lækningajurt, m.a. blönduð í vín gegn
landfarsóttum
Skriðuklaustur - frjókorn fundin og plantan vex
Kál
Brassica sp.
Matjurtir með víðtæk heilsubætandi áhrif, m.a. vörn gegn skyrbjúg Skriðuklaustur - fræ fundið - ræktuð í dag
Mjaðarlyng
Myrica gale
Kryddjurt til ölgerðar og lækningajurt (við innvortis blæðingum og á sár, við eyrnaverk og
blóðnösum)
Viðeyjarklaustur - frjókorn fundin. Vex ekki í
dag
Tágamura
Argentina anserina
Klausturjurt? - Til lækninga og heilsubóta á miðöldum. Rótin til matar á sultartímum Viðeyjarklaustur - frjó fundið og vex í dag
Brenninetla
Urtica urens, Urtica
dioica
Útbreidd nytjaplanta til lækninga (þvagdrífandi, tannpína, blóðnasir, höfuðverkur og innyflaormar),
matar (grænmeti) og almennrar heilsubótar og til fatagerðar (spuna textílþráða í fína dúka)
Skriðuklaustur og Viðey - fræ og frjókorn
fundin. Vex ekki á þessum stöðum
Villiepli
Malus sylvestris
Ávextir til matar, lækninga og heilsubótar á miðöldum. Við skyrbjúg og talin verkjastillandi og
hressandi. Villieplið var nýtt sem ágræðslurót fyrir bragðgóð garðepli (Malus domestica)
Skriðuklaustur - fræ fundið, vex ekki í dag -
óvíst hvort var ræktað
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R