Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2015/101 479 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Mayo bað mig að gera hið sama fyrir allt menntakerfi stofnunarinnar. Það var fyrir tæpum tveimur árum síðan svo þetta er í fullum gangi núna.“ Katrín tekur skýrt fram að þótt hún noti orðið kerfi yfir matið sem hún hefur skipulagt er ekki um hugbúnað eða reiknikúnstir að ræða. „Ég er að tala um verkferla, notkun á gögnum til gagns og að kenna öllum í kringum mig hvernig á safna gögnum, vinna úr þeim og ræða niðurstöður, nemendum, kennurunum og okkur til sem mests gagns. Mat er ekki bara ferli með byrjun og endi, það er það stundum en alls ekki alltaf, heldur getur það verið stjórnunartæki til að fylgjast með framgangi og þróun starfsins. Ég lít svo á að mitt hlutverk sé að kenna þeim sem ég starfa með hvernig eigi að meta gæði náms og með því geri ég sjálfa mig smám saman í rauninni óþarfa en það er hluti af verkefninu. Ég vinn mikið með svokölluð mælaborð (dashboards) þar sem öll gögn eru sýnileg og fylgst mjög grannt með námsframvindunni. Við setjum upp margar vörður í náminu svo tryggt sé að nemandi sem útskrifast eftir fjögur ár hafi örugglega tileinkað sér þá þekkingu sem ætlast er til að hann búi yfir eftir námið. Sem dæmi snýst meistaranámið sem við bjóðum uppá að miklu leyti um aðferða- fræði, læknar sem vilja læra að gera rann- sóknir sækja í þetta nám. Það eru margir sem halda að læknar læri í grunnnámi læknisfræði að gera rannsóknir. Það er misskilningur. Fæstir þeirra gera það. Við kennum þeim öll grundvallaratriði rann- sókna, ekki bara aðferðafræðina heldur almenna þekkingu á rannsóknum eins og hvernig undirbýrðu rannsókn, hvernig gerirðu rannsóknaráætlun, hvernig ger- irðu kostnaðaráætlun, hvernig vinnurðu úr gögnunum, hvernig skrifarðu fræði- grein og hvernig kynnirðu niðurstöður. Við erum einnig með áætlanir fyrir hverja deild og fylgjum þeim áætlunum eftir með reglulegum fundum þar sem endurgjöf ( feedback loop) er afar mikilvæg. Eitt af því sem mér hefur reynst hvað mikilvægast að kenna er hvernig túlka eigi gögn og hvernig best sé að nota þau.“ Læknanámið er of langt „Einn af hornsteinum alls starfs á Mayo Clinic er „Þarfir sjúklingsins eru í fyrir- rúmi“ (The needs of the patient come first) og þetta er leiðarljós sem við, allir starfs- menn Mayo Clinic, vinnum með alla daga. Þetta eru ekki bara fín orð uppá vegg og notuð á tyllidögum heldur er þetta það sem leiðir allt okkar starf og allar ákvarð- anir sem teknar eru. Við á menntasviðinu „Ég lít svo á að mitt hlut- verk sé að kenna þeim sem ég starfa með hvernig eigi að meta gæði náms og með því geri ég sjálfa mig smám saman í rauninni óþarfa en það er hluti af verkefninu,“ segir Katrín Frímannsdóttir yfirmaður námsmatsviðs á Mayo Clinic í Minnesota í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.