Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 15
 LÆKNAblaðið 2015/101 455 R A N N S Ó K N á yngri árum hafi frekar valist í afreksíþróttir.26 Hlutfall bein- massa hjá körlum, sem æfðu meira en 6 stundir á viku reyndist marktækt hærra en hjá þeim sem æfðu minna. Sama gilti ekki um kvennahópana sem höfðu þó tilhneigingu í sömu átt. Líklegt er að kynbundinn munur á hormónabúskap þar sem testósteron spilar lykilhlutverk í uppbyggingu vöðva- og beinmassa hjá körlum27 ráði einhverju um þær niðurstöður. Við samanburð á iðkunarhóp- unum kom í ljós að fituhlutfall reyndist betri mælikvarði á holda- far en líkamsþyngdarstuðull. Fituhlutfall í hópi þeirra sem æfðu meira var marktækt lægra en ekki var marktækur munur á BMI. Munur á holdafarsmælingunum kemur einnig fram í rannsókn28 á tengslum holdafars og íþróttameiðsla í neðri útlim. Of þung börn, samkvæmt fituhlutfalli, voru 34% líklegri til þess að meiðast en börn í kjörþyngd. Hins vegar voru tengslin ekki marktæk þegar BMI var notað sem mælikvarði á ofþyngd. Hátt algengi íþróttameiðsla hjá ungmennum í þessari rann- sókn er samhljóma niðurstöðum úr fyrri rannsóknum.4,5,10,11 Ef niðurstöður okkar eru bornar saman við hóprannsóknir sem nota sambærilegar mæliaðferðir og skilgreiningu á meiðslum, má sjá 42% algengi hjá unglingum 12-15 ára4, 48% hjá 15-19 ára5 en 51% hjá ungmennum í okkar rannsókn. Hér var algengið hæst á meðal þeirra sem æfðu svo til á hverjum degi, eða 68% sem er svipað hlutfall og í hópi 14-19 ára kanadískra unglinga (63,8%)29 sem æfðu 16 klukkustundir á viku eða meira. Þessar háu tölur, sem gætu hugsanlega verið hærri hér en erlendis, eru verulegt áhyggjuefni en óþægindi og verkir sem fylgja íþróttameiðslum eru líkleg til þess að stuðla að neikvæðu viðhorfi gagnvart hreyfingu. Einnig má búast við því að sá sem hefur hlotið varanlegan áverka sé ekki eins líklegur til þess að lifa virkum lífsstíl og sá sem gengur heill til skógar. Samkvæmt niðurstöðum gátu íþróttameiðsli verið megin- ástæða þess að börn og ungmenni hættu að stunda íþróttir en 37 af þeim 277 sem voru hættir, hættu fyrir fullt og allt vegna íþrótta- meiðsla. Meðal norskra ungmenna var hlutfallið heldur lægra þar sem 10% þeirra sem hættu í íþrótt, hættu vegna íþróttameiðsla.30 Hlutföllin eru þó ekki alveg sambærileg því ekki var vitað hvort norsku unglingarnir hefðu haldið áfram í annarri íþróttagrein. Í okkar rannsókn var kynjamunur á brottfalli vegna meiðsla ekki marktækur, en hlutfallslega höfðu fleiri konur hætt í íþróttum af þeim sökum. Vitað er um hærra nýgengishlutfall alvarlegra hné- meiðsla hjá konum í fótbolta, körfubolta13 og fimleikum12 en vís- bendingar eru um að stúlkur eigi frekar á hættu að lenda í slíkum meiðslum í greinum sem fela í sér mikið af stefnubreytingum, hoppi og sprettum.5 Þrátt fyrir þessa hættu á alvarlegum hné- meiðslum höfðu marktækt fleiri stúlkur aldrei verið fjarverandi vegna íþróttameiðsla. Stúlkur eru taldar líklegri til að lenda í álagsmeiðslum, en strákar í bráðum meiðslum18, sem gæti skýrt að einhverju leyti þennan kynjamun. Álagsmeiðsli geta valdið langvarandi eða endurteknum verkjum sem koma ekki endilega í veg fyrir iðkun en eru líklegir til þess að skerða hæfni og breyta ánægju af ástundun íþróttanna í kvöð. Í ljós kom að stór hluti (58,4%) þeirra ungmenna sem hafði einhvern tímann æft íþróttir sagðist hafa átt í íþróttameiðslum sem ollu fjarveru frá iðkun og brottfalli einhvern tímann á ferl- inum. Hátt algengi (68%) þeirra sem þurftu að leita sér læknis- fræðilegrar aðstoðar síðastliðið ár meðal þeirra sem æfðu svo til á hverjum degi, gefur tilefni til þess að ætla að mikið æfinga- og keppnisálag geti verið orsök meiðsla í mörgum tilvikum. Því er hugsanlegt að vel ígrundaðar skipulagsbreytingar á íþróttastarfi, sem hefðu að markmiði að minnka álag, gætu fækkað meiðslum. Ekki er augljóst hvernig best væri að minnka álag en hafa verður í huga í því sambandi að íþróttameiðsli ungmenna eru um það bil þrisvar sinnum líklegri við keppni en æfingar.12,13,17 Því getur ekki talist heppilegt fyrir iðkendur að keppa bæði með sínum flokki og þeim næsta fyrir ofan. Einnig má benda á að heilbrigðismenntaðir starfsmenn eru í fæstum tilfellum starfandi á vegum íþróttafélaga fyrr en komið er upp í efstu deildir. Með aukinni aðkomu sjúkra- þjálfara að íþróttastarfi barna og unglinga væri mögulega hægt að bæta endurhæfingu eftir bráð meiðsli, fyrirbyggja framgang álagseinkenna á fyrstu stigum og koma með því í veg fyrir endur- tekna verki og keðjuverkandi meiðslaframgang. Helstu gallar þessarar rannsóknar eru sjálfsskráðar aftur- skyggnar mælingar á reglubundinni hreyfingu þátttakenda sem var þá hugsanlega ofmetin. Afturskyggnir spurningalistar geta einnig haft í för með sér óáreiðanlegar niðurstöður vegna gleymsku en brottfall úr íþrótt vegna meiðsla og þjónusta fagaðila í heilbrigðisþjónustu eru þó líkleg atriði til þess að vera í fersku minni. Einnig er ljóst að niðurstöður þversniðsrannsóknar sem þessarar er ekki hægt að yfirfæra á þýði eða aðra hópa en voru í þessari rannsókn. Til helstu kosta rannsóknarinnar má nefna fjölda þátttakenda sem gerði tölfræðilegt afl nægjanlegt fyrir þá tölfræðigreiningu sem var fyrirhuguð í upphafi. DXA-mælingar á líkamssamsetningu og holdafari í svo fjölmennum hópi gefur þessari rannsókn einnig aukið vægi. Þá telst gott að þátttakendur höfðu búsetu víðs vegar um landið en algengi meiddra ræðst að nokkru leyti af því hvaða íþróttir eru í boði á hverju svæði fyrir sig. Ályktun Á heimsvísu skortir rannsóknir á íþróttameiðslum barna og ung- linga en þær fáu rannsóknir sem til eru benda til þess að algengið sé hátt. Staðan meðal íslenskra ungmenna virðist síst betri og í sumum tilfellum valda meiðsli brottfalli úr íþróttum. Því er nauð- synlegt að efla íslenskar rannsóknir til þess að fá vitneskju um hvort íþróttameiðsli séu algengari hér á landi en annars staðar. Einnig þarf að rannsaka betur orsakir íþróttameiðsla svo hægt verði að efla forvarnir, koma í veg fyrir brottfall og tryggja þjálfun sem byggir á gagnreyndum aðferðum. Þörf er á kynjaskiptum rannsóknum á almennu brottfalli úr íþróttum en fyrir liggja vís- bendingar um hærra brottfall meðal stúlkna. Þakkir Þakkir fá ungmennin sem tóku þátt í rannsókninni, samstarfs- menn frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, ásamt þeim mörgu sem voru hjálplegir þar sem mælingar fóru fram. Jóhanna Eyrún Torfadóttir lýðheilsufræðingur fær einnig þakkir fyrir góð ráð við tölfræðiúrvinnslu. Rannsóknin var styrkt af Rannís, Lýð- heilsusjóði, Embætti landlæknis, Íþróttasjóði Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis, Rannsóknarsjóði HÍ, Hjartavernd, Lands- bankanum, Símanum, Icepharma og Bílaleigu Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.