Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 34
474 LÆKNAblaðið 2015/101
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Bretlandi. Þessu fylgir vissulega mikil við-
urkenning, en er einnig mjög mikilvægt
fyrir áframhaldandi framþróun og gæða-
eftirlit námsins á Íslandi. Þetta þýðir í
rauninni að sérnámið hérna er jafngilt því
breska og við tökum fullan þátt í að móta
það og þróa. Þetta er gríðarlegt sóknarfæri
fyrir okkur og veitir námslæknunum
okkar mikilvæga viðurkenningu á sínu
námi á Íslandi.“
Verða próf hluti af sérnámi lækna?
Um nokkurra ára skeið hefur íslenskum
sérnámslæknum í lyflækningum staðið
til boða að taka amerískt stöðupróf. Það
gefur vísbendingu um hvar íslenskir sér-
námslæknar standa í samanburði við
bandaríska námslækna auk þess að gefa
skipuleggjendum framhaldsnámsins tæki-
færi til að sjá hvað þurfi að bæta. Annað
gildi hefur þetta próf ekki.
Til margra áratuga hafa þeir sem
hafa lokið sérnámi í Bandaríkjunum
haft möguleika á að taka sérfræðipróf.
Það sama má segja um Bretland og ýmis
Evrópulönd. Í Bretlandi eru próf á mis-
munandi stigum sérnámsins. „Það sem
okkar námslæknum stendur nú til boða
er að taka bresku MRCP-prófin. Þetta eru
reyndar ekki sérfræðipróf, því sérnámi
er ekki lokið, en gefur vottun um að
ákveðnum hluta sérnáms sé lokið. Þetta
eru tvö skrifleg próf, og verður boðið upp
á að halda þau í Háskóla Íslands. Þá er eitt
verklegt próf í lokin en það verður að taka
í Bretlandi.“ Ef námslæknir stenst öll þrjú
bresku prófin fær hann inngöngu í RCP og
fær titilinn MRCP (Member of the Royal
College of Physicians) sem er alþjóðlega
þekktur og viðurkenndur. Nú eru hátt í
20 námslæknar í lyflækningum að undir-
búa sig undir að taka fyrra skriflega prófið
þann 12. janúar næstkomandi. Hér, eins
og annars staðar, þurfa námslæknar sjálfir
að standa straum af próftökugjaldi, sem er
um 100.000 krónur fyrir hvert próf.
„Það er engin spurning að þessi
viðurkenning að loknu sérnáminu hér
mun auðvelda okkar fólki að komast inn á
góða staði í framhaldsnám þar sem MRCP
er þekkt um allan heim og alveg skýrt
hvað það stendur fyrir. Markmið okkar er
að veita námslæknunum sem allra besta
menntun þann tíma sem þeir eru hér,“
segir Tómas Þór.
Hefur uppbygging sérnámsins einhver
önnur áhrif á þjónustu sjúkrahúsa?
Þeir Friðbjörn og Tómas segja að með því
að leggja svo mikla áherslu á skipulag
og gæði sérnámsins skapist tækifæri til
breytinga á verklagi og verkferlum sem
snerti nær alla þætti læknisþjónustu á
sviðinu. „Með því að leggja þessa áherslu
á sérnámið er hægt að taka á ýmsum
hlutum, ýmsum inngrónum vandamálum,
og nota tækifærið til að lagfæra og breyta
ýmsu. Margt af því kemur til vegna at-
hugasemda Bretanna og skilyrða þeirra
um verkferla til að námið standist þeirra
kröfur. Nefna má vaktaskipti og inn-
lagnaferli sjúklinga þar sem kröfur RCP
eru að sérfræðingur sjái sjúklinginn mun
fyrr en tíðkast hefur. Þetta snýst í rauninni
um gæði læknisþjónustunnar og þegar
kröfurnar eru orðnar alveg skýrar um
verklag námslæknanna gilda sömu kröfur
um sérfræðilæknana. Þannig verður þetta
lyftistöng fyrir fagmennskuna á sviðinu í
heild. Sem dæmi má nefna að með fram-
haldsnámið í huga var form stofugangs
endurskipulagt. Það hefur víðtæk áhrif
og hefur meðal annars eflt vinnu hjúkr-
unarfræðinga, enda hafa þeir tekið mjög
jákvætt í breytingarnar.
Það fylgja þessu meiri kröfur til sér-
fræðilæknanna um formlegri handleiðslu
og endurgjöf til námslæknanna og við
höfum nú, undir stjórn Bretanna, þegar
þjálfað 70 sérfræðinga á sviðinu í því að
veita námslæknum handleiðslu.“
Tómas Þór dregur þetta saman með
þeim orðum að til þess að geta veitt gott
og vel skipulagt framhaldsnám verði spít-
alinn að veita góða og örugga þjónustu.
„Við erum að kenna námslæknunum að
veita góða þjónustu og þannig má segja að
með því að skipuleggja framhaldsnámið
séum við að bæta gæðin og auka öryggið í
læknisþjónustunni við sjúklingana okkar.“
Friðbjörn segir Bretana mjög vandvirka
í öllum sínum verkum og gera stífar
kröfur um skriflegar og verklegar leið-
beiningar. „Breska landlæknisembættið
gefur út svokallaðan Gold Guide sem er
nákvæm og yfirgripsmikil lýsing sérnáms
í læknisfræði í Bretlandi. Sambærilegt
rit fyrirfinnst ekki hér á landi. Bretarnir
sögðust ekki geta aðstoðað okkur án þess
að skrifleg lýsing lægi fyrir hver uppbygg-
ingin væri hérlendis, hvernig tekið væri á
málum sem upp geta komið, hverjir ferl-
arnir væru og hver fjallaði um hvað, hvert
ætti að snúa sér og hver tæki ákvarðanir
og bæri ábyrgð á öllum viðkomandi stig-
um. Niðurstaðan varð því sú að við höfum
unnið að því undanfarið ár að skrifa hand-
bók um sérnám í lyflækningum á Íslandi á
ensku. Við höfum nýtt okkur hinn breska
Gold Guide en allt íslenska skipulagið og
reglugerðarverkið urðum við að sjálfsögðu
að skrifa upp, enda frábrugðið því breska
að ýmsu leyti. Þessi vinna hefur dregið
upp á yfirborðið ýmislegt sem þarf að
skýra betur og jafnvel lagfæra. Við erum
Helstu forkólfar Háskólans og heilbrigðiskerfisins voru
mættir í hátíðasal Háskóla Íslands til að fagna sam-
starfi við Royal College of Physicians um sérnám í
lyflækningum.
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R