Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2015/101 475 því marki brennd að telja óþarft að eltast við smáatriði í öllum greinum. Bretarnir eru ekki sama sinnis og vilja hafa allt á hreinu og þeir hafa lýst yfir ánægju með handbókina okkar eins og hún liggur fyrir núna þó henni sé ekki lokið.“ geta aðrar sérgreinar nýtt sér uppbygginguna á lyflækningasviði? Þeir Friðbjörn og Tómas svara þeirri spurningu tvímælalaust játandi. Þeir segja að öll þessi endurskipulagning og nýbreytni við fyrirkomulag sérnámsins í lyflækningum reki upphaf sitt til þess að námið hrundi bókstaflega fyrir tveimur árum. En menn nýttu sér það sem aðrir hafa sagt: „Það á aldrei að klúðra góðri kreppu.“ Aðsókn að náminu var engin og þetta stærsta svið Landspítalans sem reiðir sig að miklu leyti á vinnuframlag náms- lækna og deildarlækna var bókstaflega í uppnámi. „Ástæður þessa eru flóknar en efnahagshrunið árið 2008 átti þar stærstan þátt og fjárhagsþrengingar spítalans sem fylgdu í kjölfarið komu niður á sérnáminu í lyflækningunum með þeim hætti að námslæknar voru gjörnýttir til að leysa að- steðjandi vanda og námið varð hreinlega útundan við þessar aðstæður. Ennfremur hefur álag á lyflækningadeild spítalans aukist jafnt og þétt undanfarin ár þar sem öldruðum sjúklingum og sjúklingum með margþætta langvinna sjúkdóma fer fjölgandi án þess að skilningur yfirvalda á þörf sviðsins fyrir aukið fjármagn og meiri mönnun sé til staðar.“ Vonandi þurfa önnur svið ekki að fara í gegnum viðlíka kreppu og lyflækningar til að umbætur geti hafist. Þeir Friðbjörn og Tómas vonast til að sú vinna sem hefur farið fram í lyflækningum geti nýst öðrum greinum eftir því sem þurfa þykir. „Við héldum nýlega fund með kennslustjórum allra sérnámsgreinanna sem kenndar eru hér á Íslandi þar sem núverandi staða í framhaldsmenntunarmálum var kynnt og rædd,“ segir Friðbjörn. „Fundurinn var mjög gagnlegur en það kom í ljós að grein- arnar eru mjög misjafnlega staddar hvað útgáfu marklýsingar varðar. Eitt af því sem við ræddum var hvort ástæða væri til að sérnámið í öllum greinum hæfist á sama tíma. Það gæti verið kostur, bæði fyrir námslæknana og deildirnar. Sérnám hæfist þá seinni part sumars, til dæmis 15. ágúst. Þá geta sérgreinar samnýtt vissa hluti í umgjörð sérnámsins og var kallað eftir því á fundinum að það yrði undir handleiðslu framkvæmdastjóra lækninga, sem samkvæmt títtnefndri reglugerð ber ábyrgð á sérnámi lækna á stofnuninni. Breytingar á lyflækningasviði hafa einnig smitast yfir á aðrar faggreinar. Nú er undirbúningur að sérnámi í klínískri lyfjafræði langt kominn. Þar var notast við forskriftina frá sérnáminu í lyflækningum, en námið þar verður samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala, Royal Pharmaceutical Society og Lyfjafræðinga- félag Íslands. Stefnt er að því að sérnámið hér hefjist næsta haust.“ Eru þá öll mál leyst er varða sérnám lækna á Íslandi? Friðbjörn og Tómas telja svo alls ekki vera. „Það eru viss atriði sem valda þeim sérstökum áhyggjum. Framhaldsnám í lækningum kostar umtalsverða fjármuni. Ekki virðist sem gert hafi verið ráð fyrir því í áðurnefndri reglugerð. Mats- og hæfisnefnd er ólaunuð nefnd, þrátt fyrir að ljóst sé að störf hennar verði afar mikil, allavega fyrst í stað. Mats- og hæfisnefnd verður staðsett á Landspítala. Eðlilegra er að skapa viðeigandi umgjörð um þessa mikilvægu nefnd með sérstakri skrifstofu hjá Embætti landlæknis eða í heilbrigðis- ráðuneytinu. Eini skipaði starfsmaður nefndarinnar er nú þegar í fullu starfi og óljóst hvernig hann á að anna þessu. Einnig þarf að gera ráð fyrir að utanum- hald og uppbygging svona metnaðarfulls sérnáms kosti bæði tíma og fjármuni. Þá þarf að skýra vissa hluti varðandi stjórnun sérnámsins, það er þátt heilbrigðisráðu- neytisins og landlæknis.“ Þeir Friðbjörn og Tómas slá á léttari strengi í lok samtalsins og segja sérstak- lega ánægjulegt í ljósi allrar umræðunnar undanfarin misseri um landflótta íslenskra lækna, ekki síst til Norðurlanda, að Land- spítalanum hafi nú nýlega borist umsókn frá unglækni í Noregi um að hefja fram- haldsnám í lyflækningum. „Það hljóta að teljast nokkur tíðindi.“ Það er glæsilegur hópur námslækna sem hefur sérnám í lyflækningum samkvæmt hinu nýja skipulagi. Hér eru þau í Hannesarholti ásamt leiðbeinendum sínum. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.