Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 22
462 LÆKNAblaðið 2015/101 Y F I R L I T S G R E I N verið breytt í taugafrumur með því að snúa þeim fyrst yfir í iPS- frumur og þroska þær svo stig af stigi yfir í taugafrumur með það að markmiði að rannsaka frumulíffræði Alzheimer-sjúkdómsins.8 Einnig hafa á svipaðan hátt verið gerðar iPS-frumur einstaklinga með Parkinsons- og Huntingtons-veiki9, og svo mætti lengi telja. Nýting á frumuræktarkerfi fyrir kímfrumur yrði einkum tvíþætt. Annars vegar yrði mögulegt að rannsaka sameinda- og frumulíffræðilegar forsendur kímfrumuþroska og hvernig þær færu úrskeiðis með því að nýta til þess iPS-frumur úr einstakling- um með erfðagalla sem valda ófrjósemi. Hins vegar yrði mögulega unnt að nýmynda kynfrumur til glasafrjóvgunar út frá líkams- frumum einstaklinga með því að snúa þroska þeirra fyrst við með iPS-tækninni, og mynda svo fullþroskaðar kynfrumur. Þá mætti mögulega græða kím-stofnfrumur (germ-line stem cells) í einstak- linga, til dæmis eftir lyfjameðferðir sem valda tapi á kynfrumum (gonadotoxic treatments). Í dag er þetta enn fjarlægur möguleiki, sem þó þokast nær með nýjustu uppgötvunum.2 Nýlegar niðurstöður sem sýndu að hægt væri að sérhæfa mark- visst kímfrumur manna í rækt hafa því vakið vonir um að unnt verði á næstu árum að fylgja þessum niðurstöðum eftir og ná fram fullum þroska frumanna í rækt, frá sérhæfingu og endurstillingu umframerfðamarka (epigenetic marks) til framköllunar meiósu. Forsendur þessara nýju uppgötvana á ákvörðun mannakímfruma byggja fyrst og fremst á þekkingu okkar á frumkímfrumumynd- un músa og samanburði við eðli stofnfuma úr fósturvísum manna og músa.10 Í þessari yfirlitsgrein verður leitast við að varpa ljósi á þekkingu okkar á ákvörðun og sérhæfingu frumkímfruma manna með nýjustu uppgötvanir að leiðarljósi en mikilvægt er að styðjast við þekkingu okkar á frumkímfrumum annarra spendýra, eink- um músa og kanína. Sérhæfing og þroski frumkímfruma. Kímblaðra fósturvísa tekur sér bólfestu í legþekju á annarri viku fósturþroska manna og myndun utanfóstursvefja hefst áður en holfóstursmyndun er hafin. Á þriðju viku fósturþroska myndast tvílaga diskur fósturvísisins þar sem kímþekjan (epiblast), sem samanstendur af fjölhæfum frumum sem munu gefa af sér öll kímlög fóstursins ásamt kímlínunni, liggur á milli fruminnlags (hypoblast) og líknarbelgs (mynd 1). Við upphaf fjórðu viku má finna fyrstu greinanlegu kímfrumur fósturvísisins í frumuþeli blómabelgs (yolk sac) við upphafstað frumrákarinnar (primitive streak), þar sem unnt er að aðgreina þær frá öðrum frumum með virkni Alkaline fosfatasa.11 Frumkímfrumur eru því ákvarðaðar mjög snemma í fóstur- þroskanum, rétt fyrir holfóstursmyndun, samhliða fyrstu líkams- Mynd 1. Myndin sýnir fóstur á stigi hneppifósturs með alhæfum frumum sem síðan sérhæfast yfir í kím- blöðru með innri frumumassa í grunnástandfjölhæfi, fruminnlag (hypoblast) og næringarhýði (trophoblast). Eftir bólfestu er kímþekjan í kímlagsvöktu fjölhæfis- ástandi og frumkímfrumur sérhæfast út frá henni eftir BMP-boðefnavakningu. Spurningarmerkið gefur til kynna að ekki er vitað hvaða frumur seyta BMP-þátt- unum. Á 5. til 7. viku taka frumkímfrumur bólfestu í kynkömbum og kynákvörðun ásamt frekari kímfrumu- þroska hefst. Fram að kynákvörðun hafa frumkímfrumur undirliggjandi fjölhæfi þar sem þær geta myndað hEG (human embryonic germ cells) í rækt. Stofnfrumur úr fósturvísum manna eru ræktaðar út frá kímblöðru fyrir bólfestu. Þær verða kímlagsvaktar fósturvísastofnfrumur ef þær eru ræktaðar í FGF og Activin A, en ef þær eru ræktaðar í 4i (4 inhibitors) æti öðlast þær eiginleika grunnástandsfjölhæfis. Einnig er hægt að taka líkamsfrumur fullburða einstaklinga og rækta úr þeim fjölhæfar iPS-frumur (induced pluripo- tent stem cells) með því meðal annars að þvinga fram tjáningu fjölhæfisumritunarþáttar í þeim. iPS-frumur er svo hægt að rækta annaðhvort í 4i eða FGF og Activin A til þess að þær öðlist annað hvort grunnástands- eða kímlagsvakið fjölhæfi. Ef hES eða iPS frumur í 4i æti (sem eru þá grunn- ástandsfjölhæfar) eru meðhöndlaðar með FGF og Activin A í nokkra daga verða þær að kímþekjulíkum stofnfrumum (EpiLC) sem öðlast hæfi til þess að sérhæfast í frumkímfrumur. Kímþekjulíku stofnfrum- urnar eru þá ræktaðar í BMP2 eða BMP4 ásamt fleiri vaxtarþáttum sem hjálpa til við fjölgun og lifun frum- anna og sérhæfast þær þá í frumkímfrumur. Ef tjáning á umritunarþættinum Sox17 er þvinguð fram í kímþekju- líkum stofnfrumum, sérhæfast þær í frumkímfrumur án þess að þurfa til þess BMP-boðefni. Mynd: Erna Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.