Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 51
LÆKNAblaðið 2015/101 491 Miðstöð lyfjaupplýsinga barst sú spurning frá svæfinga- og gjörgæslulækni hvort gögn í heimildum styddu það að ondanse- trón við ógleði og uppköstum eftir skurð- aðgerð gæti valdið garnastíflu (ileus). Spurningin var svohljóðandi: Eru til einhverjar upplýsingar í heimildum sem styðja það að ondansetrón við ógleði og uppköstum eftir aðgerð geti valdið garnastíflu í sjúklingum? Mælt er með notkun á ondansetróni við ógleði og uppköstum eftir aðgerð í klínískum leiðbeiningum. Hér á landi eru skurðlæknar tregir til að nota þetta lyf vegna hættu á garnastíflu. Frekar er valið lyfið metóklópramíð sem samkvæmt minni reynslu er ekki nægilega öflug meðferð og sjúklingar með stór skurðsár eru í aukinni hættu ef þeir engjast sundur og saman vegna uppkasta. Ógleði og uppköst eftir aðgerð (post- operative nausea and vomiting, PONV) eru algengar aukaverkanir svæfingar. Fyrir- byggjandi lyfjameðferð á meðan á svæf- ingu stendur eða lyfjameðferð eftir aðgerð dregur úr þessu og ondansetrón er eitt þeirra lyfja sem mælt er með í nýlegum klínískum leiðbeiningum. Mælt er með að gefa ondansetrón 4 mg í æð eða 8 mg um munn eftir aðgerð.1-4 Garnastífla eftir aðgerð (postoperative ileus, POI) er skilgreind sem tímabundin skerðing á þarmahreyfingum eftir aðgerð. Þetta getur valdið verkjum, ógleði og upp- köstum, töf á því að sjúklingur geti nærst um munn og fleiri þáttum sem tefja fyrir bata og lengir sjúkrahúsvist. Ondansetrón er öflugur og mjög sértækur serótónín (5HT3) viðtaka-blokki. Nákvæmur verkunarmáti lyfsins gegn ógleði og uppköstum er ekki að fullu þekktur. Talið er að losun serotóníns í smáþörmum hrindi af stað viðbragði sem leiðir til serótónínlosunar í heila. Talið er að ondansetrón komi í veg fyrir þetta við- bragð og hafi þannig áhrif bæði miðlægt í kveikjusvæði efnaviðtaka (chemoreceptor trigger zone) og í meltingarvegi. Algeng- ustu aukaverkanir ondansetróns eru höfuðverkur og hægðatregða.5 Ondansetrón getur dregið úr þarma- hreyfingum (peristalsis) og lengt flutnings- tíma ristilsins (large bowel transit time). 5HT3 -viðtaka er að finna í innri (intrinsic) og ytri (extrinsic) taugafrumum í görn og í vöðvahjúpsflækju (myenteric plexus). Ondansetrón blokkerar þessa viðtaka og getur þannig haft áhrif á hreyfingar ristils (colonic peristaltic reflex), dregið úr ristil- hreyfingum eftir máltíðir (postprandial colonic motility) og hægt þannig á flutningi um ristil. Þetta getur leitt til hægðatregðu. Í yfirlitsgrein þar sem meðal annars var fjallað um öryggi ondansetróns í PONV var fjöldi til skaða (number needed to harm), eftir stakan skammt af ondansetróni 1 mg í æð eða 4 mg um munn, metinn 23 fyrir hægðatregðu. Til samanburðar var fjöldi sem þurfti að meðhöndla (number needed to treat) metinn 5-6 fyrir ógleði.3 Í annarri yfirlitsgrein þar sem farið var yfir klíníska reynslu af notkun ondanse- tróns í PONV er hvorki talað um hægða- tregðu né garnastíflu.4 Í aukaverkanagagnagrunni evrópsku lyfjastofnunarinnar, Eudravigilance, er aðeins að finna 37 tilkynningar um hægðatregðu og 10 tilkynningar um ileus sem verður að teljast lág tala. Samantekt: Við leit í heimildum fundum við engar rannsóknir þar sem skoðaður er þáttur ondansetróns sérstaklega sem orsök eða áhættuþáttur í garnastíflu og hvergi minnst á hægðatregðu vegna ondanse- tróns sem áhættuþátt í meðferð á PONV. Í sérlyfjaskrártextum um lyfið í Evrópu er hins vegar viðvörun um að fylgjast skuli vel með sjúklingum sem hafa einkenni um meðalbráða (subacute) stíflu í meltingar- vegi og eru á ondansetróni eftir aðgerð, þar sem ondansetrón lengir þann tíma sem tekur innihald meltingarvegarins að fara um ristilinn.5 Í Bandaríkjunum er viðvörun um það sama en ástæðan er þar að ondansetrón geti falið einkenni garna- stíflunnar.6 Höfundar taka við athugasemdum við pistlana og gagnlegt væri að fá athuga­ semdir frá skurðlæknum við þessum skrifum. Heimildir 1. Counihan TC, Favuzza J. Fast track colorectal surgery. Clin Colon Rectal Surg 2009; 22: 60-72. 2. Gan TJ Diemunsch P, Habib AS, Kovac A, Kranke P, Meyer TA, et al. Consensus guidelines for the manage- ment of postoperative nausea and vomiting. Anesth Analg 2014; 118: 85-113. 3. Tramer MR, Reynolds JM, Moore A, McQuay HJ. Efficacy, dose-response, and safety of ondansetron in prevention of postoperative nausea and vomiting: a quantitative sys- tematic review of randomized placebo-controlled trials. Anesthesiology 1997; 12: 1277-89. 4. Christofaki M, Papioannou A. Ondansetron: a review of pharmacokinetics and clinical experience in postoperative nausea and vomiting. Expert Opin Drug Metab Toixcol 2014; 10: 437-44. 5. Zofran. serlyfjaskra.is – september 2015 6. Zofran. pdr.net - september 2015 l Y F J a S P U R n i n G i n Elín i. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspítala einarsb@landspitali.is Eru tengsl á milli notkunar á ondansetróni og garnastíflu eftir aðgerð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.