Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Síða 51

Læknablaðið - 01.10.2015, Síða 51
LÆKNAblaðið 2015/101 491 Miðstöð lyfjaupplýsinga barst sú spurning frá svæfinga- og gjörgæslulækni hvort gögn í heimildum styddu það að ondanse- trón við ógleði og uppköstum eftir skurð- aðgerð gæti valdið garnastíflu (ileus). Spurningin var svohljóðandi: Eru til einhverjar upplýsingar í heimildum sem styðja það að ondansetrón við ógleði og uppköstum eftir aðgerð geti valdið garnastíflu í sjúklingum? Mælt er með notkun á ondansetróni við ógleði og uppköstum eftir aðgerð í klínískum leiðbeiningum. Hér á landi eru skurðlæknar tregir til að nota þetta lyf vegna hættu á garnastíflu. Frekar er valið lyfið metóklópramíð sem samkvæmt minni reynslu er ekki nægilega öflug meðferð og sjúklingar með stór skurðsár eru í aukinni hættu ef þeir engjast sundur og saman vegna uppkasta. Ógleði og uppköst eftir aðgerð (post- operative nausea and vomiting, PONV) eru algengar aukaverkanir svæfingar. Fyrir- byggjandi lyfjameðferð á meðan á svæf- ingu stendur eða lyfjameðferð eftir aðgerð dregur úr þessu og ondansetrón er eitt þeirra lyfja sem mælt er með í nýlegum klínískum leiðbeiningum. Mælt er með að gefa ondansetrón 4 mg í æð eða 8 mg um munn eftir aðgerð.1-4 Garnastífla eftir aðgerð (postoperative ileus, POI) er skilgreind sem tímabundin skerðing á þarmahreyfingum eftir aðgerð. Þetta getur valdið verkjum, ógleði og upp- köstum, töf á því að sjúklingur geti nærst um munn og fleiri þáttum sem tefja fyrir bata og lengir sjúkrahúsvist. Ondansetrón er öflugur og mjög sértækur serótónín (5HT3) viðtaka-blokki. Nákvæmur verkunarmáti lyfsins gegn ógleði og uppköstum er ekki að fullu þekktur. Talið er að losun serotóníns í smáþörmum hrindi af stað viðbragði sem leiðir til serótónínlosunar í heila. Talið er að ondansetrón komi í veg fyrir þetta við- bragð og hafi þannig áhrif bæði miðlægt í kveikjusvæði efnaviðtaka (chemoreceptor trigger zone) og í meltingarvegi. Algeng- ustu aukaverkanir ondansetróns eru höfuðverkur og hægðatregða.5 Ondansetrón getur dregið úr þarma- hreyfingum (peristalsis) og lengt flutnings- tíma ristilsins (large bowel transit time). 5HT3 -viðtaka er að finna í innri (intrinsic) og ytri (extrinsic) taugafrumum í görn og í vöðvahjúpsflækju (myenteric plexus). Ondansetrón blokkerar þessa viðtaka og getur þannig haft áhrif á hreyfingar ristils (colonic peristaltic reflex), dregið úr ristil- hreyfingum eftir máltíðir (postprandial colonic motility) og hægt þannig á flutningi um ristil. Þetta getur leitt til hægðatregðu. Í yfirlitsgrein þar sem meðal annars var fjallað um öryggi ondansetróns í PONV var fjöldi til skaða (number needed to harm), eftir stakan skammt af ondansetróni 1 mg í æð eða 4 mg um munn, metinn 23 fyrir hægðatregðu. Til samanburðar var fjöldi sem þurfti að meðhöndla (number needed to treat) metinn 5-6 fyrir ógleði.3 Í annarri yfirlitsgrein þar sem farið var yfir klíníska reynslu af notkun ondanse- tróns í PONV er hvorki talað um hægða- tregðu né garnastíflu.4 Í aukaverkanagagnagrunni evrópsku lyfjastofnunarinnar, Eudravigilance, er aðeins að finna 37 tilkynningar um hægðatregðu og 10 tilkynningar um ileus sem verður að teljast lág tala. Samantekt: Við leit í heimildum fundum við engar rannsóknir þar sem skoðaður er þáttur ondansetróns sérstaklega sem orsök eða áhættuþáttur í garnastíflu og hvergi minnst á hægðatregðu vegna ondanse- tróns sem áhættuþátt í meðferð á PONV. Í sérlyfjaskrártextum um lyfið í Evrópu er hins vegar viðvörun um að fylgjast skuli vel með sjúklingum sem hafa einkenni um meðalbráða (subacute) stíflu í meltingar- vegi og eru á ondansetróni eftir aðgerð, þar sem ondansetrón lengir þann tíma sem tekur innihald meltingarvegarins að fara um ristilinn.5 Í Bandaríkjunum er viðvörun um það sama en ástæðan er þar að ondansetrón geti falið einkenni garna- stíflunnar.6 Höfundar taka við athugasemdum við pistlana og gagnlegt væri að fá athuga­ semdir frá skurðlæknum við þessum skrifum. Heimildir 1. Counihan TC, Favuzza J. Fast track colorectal surgery. Clin Colon Rectal Surg 2009; 22: 60-72. 2. Gan TJ Diemunsch P, Habib AS, Kovac A, Kranke P, Meyer TA, et al. Consensus guidelines for the manage- ment of postoperative nausea and vomiting. Anesth Analg 2014; 118: 85-113. 3. Tramer MR, Reynolds JM, Moore A, McQuay HJ. Efficacy, dose-response, and safety of ondansetron in prevention of postoperative nausea and vomiting: a quantitative sys- tematic review of randomized placebo-controlled trials. Anesthesiology 1997; 12: 1277-89. 4. Christofaki M, Papioannou A. Ondansetron: a review of pharmacokinetics and clinical experience in postoperative nausea and vomiting. Expert Opin Drug Metab Toixcol 2014; 10: 437-44. 5. Zofran. serlyfjaskra.is – september 2015 6. Zofran. pdr.net - september 2015 l Y F J a S P U R n i n G i n Elín i. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspítala einarsb@landspitali.is Eru tengsl á milli notkunar á ondansetróni og garnastíflu eftir aðgerð?

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.