Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2015/101 461 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Frumkímfrumur eru forverar kynfruma í fósturþroska og þroskast að lokum yfir í egg og sáðfrumur. Frum- kímfrumur eru því sérhæfðar frumur sem bera með sér erfða- og umframerfðaupplýsingar (epigenetic inform- ation) frá foreldri til afkvæmis. Þær eru hinn ævarandi hlekkur á milli kynslóða sem er nauðsynlegur afkomu tegundanna. Frumkímfrumur manna eru óaðgengilegar til rann- sókna og því hefur vitneskja okkar á ákvörðun þeirra og þroska þróast mjög hægt síðan þeim var fyrst lýst fyrir rétt rúmum 100 árum.1 Meginþorri þekkingar okkar á mannakímfrumum hefur því verið leidd af rann- sóknum á ákvörðun og þroska frumkímfruma í öðrum spendýrum. Erfðafræðitilraunir á músum síðustu tvo áratugi hafa afhjúpað erfðaþætti sem nauðsynlegir eru fyrir ákvörðun kímfruma og hafa flestar þær niður- stöður, en þó ekki allar, leitt af sér hliðstæða þekkingu á mannakímfrumum. Einnig hafa frumulíffræðitilraunir á fósturvísum músa og stofnfrumum úr fósturvísum bæði manna og músa verið mikilsverður bakgrunnur þekkingaröflunar á mannakímfrumum, tilurð þeirra og þroska. Rannsóknir á kímfrumum og forverum þeirra eru forsenda framfara í æxlunarlæknisfræði (reproductive medicine). Ófrjósemi eða „undirfrjósemi“ (sub-fertility) hrjáir um 10% allra para á Vesturlöndum og eru með- ferðarúrræði að mestu takmörkuð við glasafrjóvgun.2 Forsenda nýrra meðferða við ófrjósemi er að rannsaka til hlítar sérhæfingu og þroskun kímfruma og skapa þannig betri þekkingargrundvöll til uppbyggingar meðferðarúrræða. Kímfrumur eru forverar egg- og sáðfruma í mönnum, sem bera erfða- upplýsingar á milli kynslóða. Vegna þess að kímfrumur sérhæfast snemma á fósturskeiði, rétt við bólfestu fósturvísis í legslímhúð, eru þær óaðgengilegar til rannsókna. Þekking okkar á tilurð þeirra hefur því til þessa verið afar takmörkuð og að mestu byggð á rannsóknum á dýra- módelum eins og músum og kanínum. Í kjölfar rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum og eiginleikum þeirra hefur nú tekist að sérhæfa frumkím- frumur (primordial germ cells) manna á skilvirkan hátt í vefjarækt út frá stofnfrumum fósturvísa. Samhliða hefur tekist að sérhæfa frumkímfrumur úr iPS-frumum (induced pluripotent stem cells) manna sem eru mynd- aðar við afsérhæfingu líkamsfruma. Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir stöðu þekkingar okkar á frumkímfrumum manna og rannsókna á fjölhæfi stofnfruma úr fósturvísum manna og músa, ásamt því að ræða mögulega nýtingu frumuræktarkerfis fyrir frumfrjófrumur í rannsóknum og meðferð á ófrjósemi og öðrum kímfrumutengdum sjúkdómum. ÁgrIp Eitt helsta markmið núverandi rannsókna kím- frumum manna miðar að því að unnt verði á skilvirkan hátt að búa til fullþroska kímfrumur á rannsóknarstofu með sérhæfingu stofnfruma. Nýlega urðu straumhvörf í þessum rannsóknum þar sem tókst að sérhæfa frumkím- frumur manna í rækt úr stofnfrumum fósturvísa annars vegar og „induced pluripotent“ stofnfrumum (iPS) hins vegar.3-5 Að hafa stjórn á öllum skrefum í þroskaferi kím- fruma í tilraunaglasi, frá ákvörðun þeirra til myndunar kynfruma af báðum kynjum, myndi efla rannsóknir á eðlilegri kynfrumumyndun. Einnig myndi ný þekking skapast á þeim ferlum sem fara úrskeiðis í þroskun kyn- fruma og valda til dæmis ófrjósemi eða æxlisvexti. Slíkt rækturnarkerfi yrði undirstaða framfara í hjálparaðferð- um við frjóvgun (assisted reproductive technologies). Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2012 voru veitt Sir John Gurdon og Shinya Yamanaka, en þeir eru frum- kvöðlar á sviði dýraklónunar og hugmynda um frumu- sérhæfingu annars vegar og iPS-frumutækninnar hins vegar.6,7 iPS-frumutæknin hefur vakið vonir um einstak- lingsbundin meðferðarúrræði við sjúkdómum sem til þessa hafa reynst ill- eða ólæknanlegir. Með þessari tækni má taka líkamsfrumur [feitletruð orð vísa til orðalista á bls. 464] einstaklinga, eins og til dæmis húðfrumur, og snúa sérhæfingu þeirra við þannig að þær öðlist að flestu eða öllu leyti sömu eiginleika og stofnfrumur fósturvísa. Þær öðlast því eiginleika fjölhæfis og geta þroskast yfir í allar frumutegundir mannslíkamans. iPS-tæknin er ómetanleg þegar kemur að því að búa til líkön til rannsókna á ákveðnum sjúkdómum. Þannig hefur húðfrumum einstaklinga með þrístæðan litning 21 Greinin barst 1. apríl 2015, samþykkt til birtingar 15. september 2015. Höfundur hefur útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Kímfrumur manna – framfarir í frumurækt og vonir um meðferðarúrræði Erna Magnúsdóttir1 líffræðingur 1Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir: Erna Magnúsdóttir erna@hi.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.10.47 Lægra lyfjaverð fyrir þig Við erum Mylan Eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi M YL150901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.