Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 25

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 25
LÆKNAblaðið 2015/101 465 Y F I R L I T S G R E I N Tilbrigði við fjölhæfi: hæfnissvið kímfrumusérhæfingar Forsendur þess að unnt var að sérhæfa frumkímfrumur manna í rækt var það innsæi sem fengist hefur á rannsóknum á eigin- leikum fjölhæfra fruma í fósturvísum músa og mismunandi stofn- fruma sem hafa verið ræktaðar úr þeim. Hér verður þessi innsýn í fjölhæfiseiginleika þessara mismunandi fruma útskýrð nánar. Í fósturþroska er fjölhæfi skammvinnt ástand sem fylgir í kjöl- farið á alhæfi okfrumunnar. Rannsóknir á mynstrum genatján- ingar fjölhæfra fruma hafa leitt í ljós að mörg mismunandi stig fjölhæfis eru til og virðist fjölhæfið rúma samfellu af mismunandi genatjáningu.38,39 Okfruman hefur hæfi til þess að sérhæfast í allar frumugerðir lífverunnar, hvort sem um er að ræða líkamsfrumur, kímfrumur eða utanfósturvefi þá er mynda fylgjuna og aðra stoðvefi fósturs- ins og telst hún því vera alhæf. Við fyrstu frumusérhæfingu fóst- urþroskans verða til tvennskonar frumur, innri frumumassinn og næringarhýði. Innri frumumassinn er þyrping fjölhæfra fruma sem hafa hæfileika til þess að þroskast yfir í öll fósturlögin og eru hinar eiginlegu forverafrumur allra líkamsvefja auk kímlínunnar. Næringarhýðið leggur hins vegar engar frumur af mörkum til sjálfs fóstursins en umlykur innri frumumassann og styður hann og þroskast í utanfóstursvefi. Við bólfestu fóstursins skiptist innri frumumassinn í kímþekju (primitive ectoderm/epiblast) og innlagskím (hypoblast) og í sömu andrá nær kímþekjan svokölluðu grunnástandsfjölhæfi sem ein- kennist af tjáningu á fjölhæfisumritunarþættinum NANOG ásamt OCT4, SOX2 og PRDM14, ásamt því að báðir X-litningar kvenkyns fóstra eru virkir. Við bólfestu fósturvísisins þróast fjölhæfi kím- þekjunnar yfir í kímlagsvakið fjölhæfi sem er mjög skamm- vinnt ástand þar sem frumurnar bera enn þann eiginleika að geta þroskast í hvaða fósturlag sem er og byrja að þokast í átt að frekari þroska.40 Á þessu stigi öðlast frumur hæfileikann til sérhæfingar frumkímfruma, en á fyrri stigum fjölhæfis virðist þær skorta þann eiginleika.16,26 Stofnfrumur úr fósturvísum bæði manna og músa verða til þegar fósturvísir á kímblöðrustigi fyrir bólfestu fósturvísisins er settur í rækt. Munurinn á stofnfrumum úr fósturvísum músa og manna er þó sá að stofnfrumur músa líkjast frumum í grunn- ástandi fjölhæfis en mannafrumum svipar til kímlagsvakins fjöl- hæfisástands.39 Stofnfrumur fósturvísa músa svara boðefninu LIF til viðhalds fjölhæfisins og stofnfrumur fósturvísa manna svara þáttunum FGF og Activin. Vegna þess að stofnfrumur úr fósturvísum músa tjá fjölhæfis- þættina OCT4, SOX2 og NANOG, en vantar kímlínuþættina BLIMP1 og AP2γ, var talið að þvinguð tjáning þeirra síðarnefndu í stofnfrumum myndi ræsa kímlínusérhæfingu þeirra. Þá kom í ljós að frumurnar þoldu ekki tjáningu á BLIMP1 og dóu.34,35 Frumurnar svöruðu heldur ekki BMP-boðefnum með frumkímfrumusérhæf- ingu. Hæfnisástand forvera frumkímfruma var því enn ófundið. Lykillinn reyndist vera að ná fram eiginleikum kímlagsvakins fjölhæfis í stofnfrumum úr fósturvísum músa með tímabundinni rækt í FGF og Activin og líkja þannig eftir fósturþroskanum. Eftir það svöruðu músafrumurnar BMP4 annars vegar eða tjáningu á BLIMP1, AP2γ og PRDM14 hins vegar með frumkímfrumusérhæf- ingu.16,34,35 Með því að bæta boðefnunum LIF, Epidermal growth factor (EGF), Stem cell factor (SCF) og BMP8b fékkst skilvirk sér- hæfing þar sem yfir 70% frumanna urðu að kímfrumum og há- mörkun varð á afkomu frumanna17. Þessar rannsóknir á músum juku bjartsýni á að unnt yrði að ná fram skilvirkri þroskun mannakímfruma í rækt með sömu boðefnum og umritunarþáttum. Það var þó ekki eins auðsótt og búist var við í fyrstu. Helsta ljónið í veginum var munurinn á sam- eindafræðilegu eðli fjölhæfis stofnfruma úr fósturvísum músa og manna. Þótt stofnfrumum fósturvísa manna svipi mjög til forvera- fruma frumkímfruma (mynd 1) svara þær ekki BMP4 eða tjáningu umritunarþáttanna þriggja á sama hátt og músafrumurnar. Við ræktun í BMP4 sérhæfast þær þó í frumkímfrumur, en á mjög óskilvirkan hátt, þar sem innan við 1% frumanna sérhæfast. Þetta gefur til kynna að aðeins hluti frumanna sé inni á hæfnissviði sérhæfingar í frumkímfrumur. Við sérhæfingu kímfruma músa var mikilvægt að rækta stofn- frumurnar í blöndu boðefnahindra sem kölluð er 2i „2 inhibitors“ til þess að tryggja einsleitni ræktanna og staðsetningu þeirra í grunnástandsfjölhæfi áður en kímlagsvakið fjölhæfi var framkall- að.16,40 Þar sem grunnástandsfjölhæfi stofnfruma úr fósturvísum manna hafði fram að þessu aðeins verið þvingað með tjáningu umritunarþátta var ekki mögulegt að beita sömu aðferð fyrr en nokkru síðar þegar aðferð til framköllunar grunnástandsfjölhæfis í stofnfrumum úr fósturvísum manna var þróuð41–43. Tímamót urðu í sérhæfingu frumkímfruma manna í rækt þegar unnt varð að framkalla kímlagsvakið fjölhæfi með ræktun grunnástandsfjölhæfra stofnfruma úr fósturvísum manna í FGF og Activin í tvo daga og gera þær þannig „kímþekjulíkar“ (Epi- blast like cells –EpiLCs).3 Eftir þá meðferð svöruðu frumurnar á skilvirkan hátt boðefnunum BMP2 og BMP4 með því að mynda frumkímfrumur í rækt. Fyrsti björninn var unninn, því kerfis- bundin og skilvirk sérhæfing frumkímfruma manna hafði tekist. Aðrir vísindamenn hafa síðan náð að þroska forvera miðlags úr hefðbundnum ræktum fósturvísafruma og tekist að ræsa frum- kímfrumusérhæfingu eftir það4,5. Jafnframt tókst að meðhöndla iPS-frumur manna á sama hátt og kalla fram sérhæfingu þeirra í frumkímfrumur. Nýting frumkímfrumurækta til rannsókna á sjúkdómum Brýn þörf er á að auka þekkingu okkar á þroska kynfruma. Rækt- unarkerfi fyrir kímfrumur þar sem mögulegt er að hafa stjórn á öll- um skrefum þroskaferilsins, frá sérhæfingu frumanna þar til þær fara í gegnum meiósu og kynfrumumyndun, myndi opna mögu- leika á því að svara rannsóknarspurningum sem snúa að mörgum eiginleikum kynkerfisins. Til dæmis myndi slíkt kerfi auðvelda til muna rannsóknir á ferlum kynákvörðunar, kynfrumuþrosk- unar og svo tilurð kímfrumukrabbameina og furðuæxla.44,45 Við rannsóknir á ófrjósemi yrði hægt að meðhöndla frumurnar í rækt, annað hvort með lyfjum eða gera erfðabreytingar á frumunum og skoða áhrif meðferðarinnar á þroskun frumanna í rækt. Þannig væri til dæmis mögulegt að skima fyrir efnum sem örva síðari stig kynfrumuþroska og líklegt væri að hefðu áhrif á frjósemi á fullorðinsárum. Einnig yrði mögulegt að gera erfðaskimanir fyrir þáttum sem hafa áhrif á kynfrumuþroskun.2

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.