Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 42
482 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Vinir og velunnarar Vilhjálms Rafns­ sonar prófessors í lýðheilsufræðum og fyrrverandi ritstjóra Læknablaðsins efndu til málþings á dögunum í tilefni af sjötugsafmæli hans og starfslokum við Háskóla Íslands. Málþingið var haldið í sal Þjóðminjasafns- ins og var þétt setinn bekkurinn og fjöl- breytt dagskrá í boði, með fræðilegu efni í bland í við léttara efni og spaug. Fundar- stjóri var Andri Steinþór Björnsson og hélt hann röggsamlega utan um málþingið og gætti þess vandlega að enginn ræðu- manna færi yfir tilskilin tímamörk. Var gerður góður rómur að fundarstjórninni. Af þessu tilefni kom einnig út bók til heiðurs Vilhjálmi undir titlinum Af lífi og í hana rita ýmsir samstarfsmenn, vinir og fjölskyldumeðlimir greinar um fræðasvið er Vilhjálmur hefur tengst og starfað við, einnig frásagnir af áhugamálum og ferða- lögum og upprifjun barna hans á uppvexti undir handleiðslu hans. Erindin sem flutt voru á málþinginu er öll að finna í bókinni auk nokkurra greina til viðbótar og er það allt hin fróðlegasta lesning. Dætur Vilhjálms, Þrúður og Linda, fluttu hugleiðingu um æsku sína og skreyttu með myndum úr fjölskyldu- albúminu. Þar var dregin upp persónuleg mynd af Vilhjálmi en sýndi vel að sam- hliða löngu námi og erilsömu starfi hefur fjölskyldan ávallt skipað mikilvægan sess í lífi hans. Guðmundur Þorgeirsson flutti fróðlegt erindi undir yfirskriftinni Yfirlit um æðaþel og hlutverk þess í æðasjúkdómum og síðan tók Tómas Zoëga við og ræddi um geð- rannsóknir og sakhæfi. Reynir Tómas Geirsson tíundaði merkt framlag Vilhjálms til fræðilegra skrifa í hlutverki hans sem ritstjóri Læknablaðsins um 12 ára skeið og Haraldur Briem ræddi framlag Vilhjálms til lýðheilsufræða og hversu stóran þátt hann átti í að stofna Miðstöð í lýðheilsu- vísindum við Háskóla Íslands. Unnur Anna Valdimarsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum ræddi um faraldsfræðilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum ögurstunda í lífi fólks á heilsufar þess. Slíkar ögurstundir geta til að mynda verið ástvinamissir, alvarleg sjúkdómsgreining og veikindi, hamfarir og ofbeldi. Unnur nefndi erindi sitt Þegar einn faraldsfræðingur hittir annan og lýsti af mikilli hlýju móttökunum sem hún fékk hjá Vilhjálmi þegar hún hóf störf við Háskóla Íslands. „Vilhjálmur tók á móti mér með sínu góðlátlega og virðu- lega yfirbragði, húmor og stjórnlausri vinnugleði. […] Við Villi urðum semsagt vinir og hófum þar með órjúfanlega akademíska sambúð. […] Við kenndum saman, ræddum og leystum fræðilegar og akademískar flækjur og unnum hlið við hlið að framþróun vísindanna.“ Pétur Pétursson flutti gagnmerkan fyr- irlestur um húmor og sagði hann skiptast í tvo meginþætti, áreitnishúmor og spektar- húmor, og munurinn væri fólginn í því að í fyrra tilfellinu væri hlegið að öðrum en í því síðara væri hlegið með öðrum. Óttar Guðmundsson tók við skemmtikeflinu af Pétri og rifjaði upp heimsókn Vilhjálms til sín á námsárum í Stokkhólmi er Vilhjálm- ur hrópaði í dyrasíma tilvitnun í Illuga Ásmundsson í Grettissögu: „Knýr Hösmagi hurð, bróðir.“ Óttar ræddi tengsl sín og Vilhjálms við ýmsa kappa Íslendingasagna og kvaðst eftir mikla yfirlegu og rann- sóknir vera kominn að þeirri niðurstöðu að Vilhjálmur væri líkastur þeim bræðrum Gretti og Illuga Ásmundsonum en ekki síður hrútnum Hösmaga, þeim er Grettir átti, en hrúturinn sá var vitur skepna sem, með orðum Óttars, knýr í sífellu dyra, rekinn áfram af forvitni og þrá eftir hinu óþekkta. Þannig nálguðust fyrirlesarar merkt vísinda- og rannsóknastarf Vil- hjálms Rafnssonar úr ýmsum áttum en komust þó að einni og sömu niðurstöðu. Húmor og vinnugleði einkenna Vilhjálm Rafnsson Vilhjálmur Rafnsson í hópi vina og velunnara á málþingi honum til heiðurs. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). NÝTT LYF Lymecycline Actavis 300 mg Lymecycline Actavis 300 mg (Hvert hylki inniheldur 408 mg af lymecýklíni sem jafngildir 300 mg af tetracýklíni.) Lymecycline Actavis 300  mg, hart hylki. Virkt innihaldsefni: Hvert hylki inniheldur 408  mg af lymecýklíni sem jafngildir 300  mg af tetracýklíni. Ábendingar: Lymecýklín er ætlað til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Venjulegur skammtur við langtímameðferð gegn miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum er 1 hylki á dag tekið með a.m.k. hálfu glasi af vatni í uppréttri stöðu. Hylkið skal taka með léttri máltíð án mjólkurafurða. Meðferð skal haldið áfram í a.m.k. 8 vikur til 12 vikur, en hins vegar er mikilvægt að takmarka notkun sýklalyfja við eins stutt tímabil og hægt er og hætta notkun þeirra þegar frekari bati er ólíklegur. Meðferð skal ekki haldið áfram í meira en 6 mánuði. Aldraðir: Eins og á við um önnur tetracýklín er ekki þörf á sértækri skammtaaðlögun.Börn: Notkun er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 12 ára. Börnum eldri en 12 ára má gefa fullorðinsskammt. Skert nýrnastarfsemi: Útskilnaðarhraði tetracýklíns minnkar þegar um skerta nýrnastarfsemi er að ræða og geta venjulegir skammtar þannig valdið uppsöfnun. Ef um skerta nýrnastarfsemi er að ræða er ráðlagt að minnka skammtinn og hugsanlega að hafa eftirlit með þéttni í sermi. Frábendingar: Lymecycline Actavis má ekki nota þegar um er að ræða ofnæmi fyrir lymecýklíni eða öðrum tetracýklínum eða einhverju hjálparefnanna, sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi, börn yngri en 12 ára, meðgöngu og brjóstagjöf, samhliðameðferð með retínóíðum til inntöku og notkun er tengist altækum retínóíðum. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (september 2015): 300 mg, 100 stk: 7.366 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 10. febrúar 2015. September 2015. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 5 1 9 0 1 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.