Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2015/101 493
Vísinda- og þróunarstyrkir
Úthlutun 2015-2016
Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkjum til vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu einu
sinni á ári. Lögð er áhersla á að styrkja rannsóknir í heimilislækningum, um heimilislækningar og á forsendum heimilislækning-
anna sjálfra.
Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu.
Umsóknir um úthlutun fyrir styrkárið 2015-2016 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. október næstkomandi. Umsóknir sem berast
eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur (magga@lis.is) hjá Læknafélagi Íslands, Hlíðasmára 8, 201
Kópavogi, ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða.
Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu Læknafélagsins, lis.is, undir Tenglar.
Starfsstyrkir geta verið allt frá einum til 12 mánaða í senn. Upphæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til
dagvinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum
yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins
til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að forsvarsmenn stofnunarinnar sjái til þess að
styrkþegi haldi áfram starfi sínu, óbreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að sinna rannsóknarstörfum á
dagvinnutíma. Sjóðurinn veitir að jafnaði starfsstyrki til verkefna sem krefjast minnst tveggja mánaða vinnu eða meira.
Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða
er einnig lögð áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla Íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í
heimilislækningum.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Sigurðsson ( johsig@hi.is)
Stjórn Vísindasjóðs FÍH
Jón Finsen (1826-
1885) beitti fyrstur
manna svæfingu við
skurðaðgerð hér á landi
1856 og notaði til þess
klóróform.
etýlen kom til sögunnar. Óblandað
klóróform hvarf smám saman úr notkun
vegna skurðaðgerða á Íslandi á fjórða
og fimmta áratug liðinnar aldar, en
var þó á einstaka stað notað við stuttar
aðgerðir, jafnvel fram yfir 1960. Í viðtali
við Læknablaðið 2007 sagði Höskuldur
Baldursson (cand. med. 1961) frá starfi
sínu á Landakoti 1959. Þar kom fram að
öll börn og unglingar hefðu verið svæfð
með opnum maska. „Vírgrind vafin með
grisjum var látin yfir vit sjúklingsins og síðan
var hellt á grisjurnar, fyrst klóróformi sem er
hraðvirkt en hættulegt svo það var bara notað
til að ná sjúklingnum niður. Síðan var svæft
með eter og það var einfaldlega gert á þann
hátt að eternum var dreypt á maskann meðan
á aðgerðinni stóð.“ Klóróform var notað
við fæðingar í heimahúsum í Reykjavík
og víða úti á landsbyggðinni að minnsta
kosti fram á sjöunda áratuginn. Lauk þar
með rúmlega hundrað ára sögu klóró-
formsins á Íslandi.
Í bókinni Svæfingar á Íslandi í 150 ár
1856-2006 (Jón Sigurðsson 2010) má sjá
ítarlega heimildaskrá.