Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 52
492 LÆKNAblaðið 2015/101 Jón Finsen (1826-1885) lauk læknaprófi við Hafnarháskóla 1855. Talið er víst að hann hafi kynnst svæfingum í Kaupmannahöfn og haft með sér klóróform til Íslands. Í Þjóðskjalasafninu eru varðveittar hand- skrifaðar ársskýrslur frá embættistíð Jóns á Akureyri. Í þeirri fyrstu (1856) getur hann fyrstu svæfingar á Íslandi; „ ... anvendte jeg Indaanding af Chloroform főr Operationerne, hvilket efter Sigende ikke skal være blevet anvendt tidligere her i Landet.“ Ekkert bendir til þess að neitt annað svæfingalyf en klóróform hafi verið notað hér á landi á 19. öld. Vilmundur Jónsson landlæknir spurðist fyrir um reynslu lækna af svæfingum í lok 19. aldar. Einn svaraði meðal annars svo: „Sjúklingurinn var svo svæfður með kloroformi, önnur svæf- ingarmeðul voru ekki notuð.“ Matthías Einarsson hóf læknanám í Hafnarháskóla 1898-1900 en útskrifaðist frá Læknaskólanum í Reykjavík 1904. Í ársskýrslu Landakotsspítala 1934 skrifaði hann grein um svæfingar og deyfingar fyrstu áratugi aldarinnar en þar stendur: „Fram yfir aldamótin síðustu var chloroform- svæfing og chloretyl-frysting að heita mátti einustu deyfingar-aðferðirnar, er notaðar voru nokkuð að mun.“ Skurðaðgerðum og þar með svæfingum á Íslandi fjölgaði mjög eftir að Landakotsspítalinn tók til starfa 1902. Klóróform var eina svæfingalyfið sem var notað þar fyrstu árin en ætla má að eter hafi verið tekinn í notkun 1906. Í áðurnefndri grein Matthíasar stendur: „Var uppúr því smátt og smátt farið að nota æther til svæfinga hér og frá árunum 1906- 1907 má telja að hann hafi verið aðal svæfinga- lyfið. – Þessi breyting var mjög til bóta. ... Má heita að síðan hafi óblandað chloroform ekki verið notað til svæfinga á Landakotsspítala. En við stuttar svæfingar og vímur hefir verið og er oft notuð chloroform-æther-blanda.“ Í þessari grein má segja að Matthías kveðji klóróformið sem svæfingalyf við stærri aðgerðir með því að skrifa: „Chloroform- svæfing var hættuleg og því miklu vandameiri og eftirköstin fyrir veikluð líffæri, og vanlíðan sjúklingsins eftir svefninn, miklu meiri en eftir æthersvæfingu, ef um langa svæfingu var að ræða.“ Klóróform var þó áfram notað við styttri aðgerðir og við fæðingar. Í grein Steingríms Matthíassonar í Læknablaðinu 1918 um Narkosis obstetricia stendur: „Þarf ekki nema fáeina dropa á undan hríð, til að deyfa sársaukann, stundum reyndar meira.“ Guðmundur Thoroddsen skrifaði svo í Læknablaðið 1922: „Við narc. obst. hefir chloroform verið langmest notað, en ýms önnur svæfingarmeðul hafa líka verið reynd og notuð, einkum aether. Eg hefi reynt hann nokkuð, en ekki getist nærri því eins vel að honum eins og chloroformi. Munurinn er aðallega sá, að aetherinn verkar ekki nærri eins fljótt.“ Árið 1935 óskaði stjórn Ljósmæðra- félagsins eftir áliti Vilmundar landlæknis á mikilli notkun nokkurra ljósmæðra á klóróformi við fæðingar í heimahúsum í Reykjavík. Landlæknir skrifaði meðal annars í áliti sínu: „Og hitt er víst, að ef ljósmóðir iðkar slíkar aðgerðir upp á eigið eins- dæmi og án þess að læknir sé viðstaddur, er það með öllu óheimilt og stórlega vítavert.“ Landspítalinn tók til starfa í lok árs 1930. Klóróform-eter blanda var smávegis notuð til aðgerða fyrstu árin eftir opnun hans, en hins vegar var klóróform eitt sér í daglegri notkun vegna fæðinga á spítalanum fram til 1951 þegar tríklór- Ö l D U n G a D E i l D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jóhann Gunnar Þorbergsson, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Jón Sigurðsson svæfingalæknir Klóróform á Íslandi – meira en 100 ára saga Klóróform var fyrst framleitt nær samtímis af þremur efnafræðingum, hverjum í sínu landi 1831. Fyrstur til að nýta sér klóróform til svæfinga var Sir James Young Simpson í Edinborg haustið 1847, ári eftir að notkun eters hófst með formlegum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.