Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 58
498 LÆKNAblaðið 2015/101 Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum Betmiga. 2. Khullar et al. European Urology 63;(2013)283 - 295. 3. Nitti et al. J Urol 2013;189: 1388 - 1395. 4. Samantekt á eiginleikum Detrusitol SR (tolterodin). 5. Samantekt á eiginleikum Emslex (darifenacin). 6. Samantekt á eigin- leikum Oxybutynin. 7. Samantekt á eiginleikum Toviaz (fesoterodin). 8. Samantekt á eiginleikum Vesicare (solifenacin). Vistor hf. | Hörgatúni 2 | 210 Garðabæ | Sími 535 7000 | www.vistor.is Munurinn er staðreynd. BETMIGA® (MIRABEGRON) Er munnþurrkur vandamál vegna meðferðar við einkennum ofvirkrar þvagblöðru? Munnþurrkur í tengslum við meðferð við einkennum ofvirkrar þvagblöðru er algengari hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með andmúskarínlyfjum en þeim sem meðhöndlaðir eru með Betmiga.1,2 Meðal þeirra sem fengu ß3-örvann Betmiga var hlutfallið 2,8%. 2,3 Meðal þeirra sem fengu andmúskarínlyf var hlutfallið á milli 11 og 35%.4-8 IS BET-152400 07.2015 Fyrsti ß3-örvinn við ofvirkri þvagblöðru Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu. 2,3 Heila- og taugaskurðlæknafélag Íslands Sérgreinin taugaskurðlækningar, öðru nafni heila- og taugaskurðlækningar, er að nafninu til ekki ýkja gömul. Borholur í höfuðkúpu voru gerðar fyrir hina ýmsu kvilla á tímum Grikkjaveldis. Bæði Hippó- krates og Galen lýstu þeim aðgerðum. Greinin fór þó ekki að þróast að ráði fyrr en eftir aldamótin 1900. Án þess að halla á neinn eru flestir sammála um að Harvey Cushing frá Bandaríkjunum sé sá sem geti talist faðir sérgreinarinnar. Á sama tíma voru þó nokkrir aðrir frumkvöðlar í heim- inum sem eiga stóran þátt í frumbernsku sérgreinarinnar. Fyrstu íslensku læknarnir sem hlutu sérfræðiviðurkenningu í taugaskurðlækn- ingum og voru frumkvöðlar á Íslandi voru Bjarni Hannesson og Kristinn R.G. Guð- mundsson. Þeir hófu störf á Íslandi 1971. Fyrir þann tíma voru þó stöku skurðað- gerðir á höfði og mænugöngum gerðar á Íslandi. Þær voru þá framkvæmdar af almennum skurðlæknum o g bæklunar- læknum. Auk þess voru sjúklingar sendir utan, fyrst og fremst til Kaupmannahafnar til skurðaðgerða á heila og mænugöngum. Heila- og taugaskurðdeildin á Íslandi var stofnuð 1. janúar 1982, á Borgarspítalanum (Landspítala Fossvogi). Hún hefur verið þar allar götur síðan. Kristinn og Bjarni störfuðu tveir til ársins 1987 en þá fjölgaði taugaskurðlæknum í þrjá og 1988 voru þeir orðnir fjórir. Síðan þá hafa þrír-fjórir taugaskurðlæknar starfað við deildina á Landspítala. Þegar þetta er ritað eru þrír starfandi sérfræðingar á spítalanum en til stendur að ráða fjórða sérfræðinginn á næstu misserum. Starfsemi taugaskurðlækn- ingadeildarinnar er öflug. Síðustu árin hafa verið framkvæmdar milli 700-800 skurðaðgerðir á deildinni á ári. Göngu- deild heila og taugaskurðdeildar er rekin á Landspítala í Fossvogi og eru komur þangað um það bil 2500 á ári. Tveir aðrir sérfræðingar eru starfandi á Íslandi með sérfræðiviðurkenningu í taugaskurðlækn- ingum. Þess má til gamans geta að fyrstu smásjáraðgerðir við brjósklos í lendhrygg (microdiscectomy) voru framkvæmdar á Íslandi 1982 og voru þar íslenskir tauga- skurðlæknar fyrstir á Norðurlöndunum til að framkvæma þær á þann hátt. Heila- og taugaskurðlæknafélag Íslands er aðili að Norðurlandafélagi heila- og taugaskurðlækna. Ársþing Norðurlanda- félagsins hafa verið haldin fimm sinnum á Íslandi. Síðasta þing var haldið 2013 og var metþátttaka á því þingi enda dagskrá metnaðarfull og hefur Ísland mikið að- dráttarafl. Eins og í allri læknisfræði hafa orðið stórstígar framfarir í taugaskurðlækn- ingum undanfarna áratugi. Þekking á sjúkdómum og meðferð þeirra hefur gjörbreyst til hins betra. Tækniframfarir við myndrannsóknir á heila og mænu- göngum, gæði smásjáa, taugavaka (neu- romonitor) og tilkoma staðsetningatækja (neuronavigation) hafa gert aðgerðir mun hættuminni og árangursríkari á tauga- kerfinu. Framþróunin heldur áfram og bendir allt til þess að til viðbótar við hefð- bundnar aðgerðir verði hlutverk tauga- skurðlækna að koma fyrir ögnum, efnum og frumum á rétta staði í taugakerfinu til að lagfæra virkni og breyta boðskiptum milli taugafruma í hinum ýmsu sjúkdóm- um sem herja á taugakerfið. Við getum ekki kvartað undan nýliðun í okkar fagi. Hlutfallslega, miðað við stærð sérgreinarinnar, eru margir ís- lenskir taugaskurðlæknar erlendis sem eru með sérfræðiréttindi eða eru í námi í sérgreininni. Telst mér til að um það bil 20 starfandi íslenskir læknar séu sér- fræðingar eða í námi í greininni. Eru Ís- lendingar bæði vestan- og austanhafs. Það kæmi því á óvart ef ekki takist að manna sérfræðistöður næsta áratuginn. Auðvitað dugir ekki fjöldinn heldur verður að vera eftirsóknarvert að starfa á Íslandi. Það hefur verið keppikefli þeirra sem starfa við taugaskurðlækningar á Íslandi að vekja áhuga læknanema og ungra lækna á sérgreininni. Á þann hátt hefur vel tekist til við að fá lækna til að sérmennta sig í taugaskurðlækningum. Framtíðin er björt og með nýjan Landspítala í sjónmáli eru spennandi tímar framundan í heila- og taugaskurðlækningum hér á landi. Fortíð, nútíð og framtíð ingvar Hákon Ólafsson heila og taugaskurðlæknir Landspítala ingvarh@landspitali.is Merki Heila- og taugaskurðlæknafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.