Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 58

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 58
498 LÆKNAblaðið 2015/101 Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum Betmiga. 2. Khullar et al. European Urology 63;(2013)283 - 295. 3. Nitti et al. J Urol 2013;189: 1388 - 1395. 4. Samantekt á eiginleikum Detrusitol SR (tolterodin). 5. Samantekt á eiginleikum Emslex (darifenacin). 6. Samantekt á eigin- leikum Oxybutynin. 7. Samantekt á eiginleikum Toviaz (fesoterodin). 8. Samantekt á eiginleikum Vesicare (solifenacin). Vistor hf. | Hörgatúni 2 | 210 Garðabæ | Sími 535 7000 | www.vistor.is Munurinn er staðreynd. BETMIGA® (MIRABEGRON) Er munnþurrkur vandamál vegna meðferðar við einkennum ofvirkrar þvagblöðru? Munnþurrkur í tengslum við meðferð við einkennum ofvirkrar þvagblöðru er algengari hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með andmúskarínlyfjum en þeim sem meðhöndlaðir eru með Betmiga.1,2 Meðal þeirra sem fengu ß3-örvann Betmiga var hlutfallið 2,8%. 2,3 Meðal þeirra sem fengu andmúskarínlyf var hlutfallið á milli 11 og 35%.4-8 IS BET-152400 07.2015 Fyrsti ß3-örvinn við ofvirkri þvagblöðru Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu. 2,3 Heila- og taugaskurðlæknafélag Íslands Sérgreinin taugaskurðlækningar, öðru nafni heila- og taugaskurðlækningar, er að nafninu til ekki ýkja gömul. Borholur í höfuðkúpu voru gerðar fyrir hina ýmsu kvilla á tímum Grikkjaveldis. Bæði Hippó- krates og Galen lýstu þeim aðgerðum. Greinin fór þó ekki að þróast að ráði fyrr en eftir aldamótin 1900. Án þess að halla á neinn eru flestir sammála um að Harvey Cushing frá Bandaríkjunum sé sá sem geti talist faðir sérgreinarinnar. Á sama tíma voru þó nokkrir aðrir frumkvöðlar í heim- inum sem eiga stóran þátt í frumbernsku sérgreinarinnar. Fyrstu íslensku læknarnir sem hlutu sérfræðiviðurkenningu í taugaskurðlækn- ingum og voru frumkvöðlar á Íslandi voru Bjarni Hannesson og Kristinn R.G. Guð- mundsson. Þeir hófu störf á Íslandi 1971. Fyrir þann tíma voru þó stöku skurðað- gerðir á höfði og mænugöngum gerðar á Íslandi. Þær voru þá framkvæmdar af almennum skurðlæknum o g bæklunar- læknum. Auk þess voru sjúklingar sendir utan, fyrst og fremst til Kaupmannahafnar til skurðaðgerða á heila og mænugöngum. Heila- og taugaskurðdeildin á Íslandi var stofnuð 1. janúar 1982, á Borgarspítalanum (Landspítala Fossvogi). Hún hefur verið þar allar götur síðan. Kristinn og Bjarni störfuðu tveir til ársins 1987 en þá fjölgaði taugaskurðlæknum í þrjá og 1988 voru þeir orðnir fjórir. Síðan þá hafa þrír-fjórir taugaskurðlæknar starfað við deildina á Landspítala. Þegar þetta er ritað eru þrír starfandi sérfræðingar á spítalanum en til stendur að ráða fjórða sérfræðinginn á næstu misserum. Starfsemi taugaskurðlækn- ingadeildarinnar er öflug. Síðustu árin hafa verið framkvæmdar milli 700-800 skurðaðgerðir á deildinni á ári. Göngu- deild heila og taugaskurðdeildar er rekin á Landspítala í Fossvogi og eru komur þangað um það bil 2500 á ári. Tveir aðrir sérfræðingar eru starfandi á Íslandi með sérfræðiviðurkenningu í taugaskurðlækn- ingum. Þess má til gamans geta að fyrstu smásjáraðgerðir við brjósklos í lendhrygg (microdiscectomy) voru framkvæmdar á Íslandi 1982 og voru þar íslenskir tauga- skurðlæknar fyrstir á Norðurlöndunum til að framkvæma þær á þann hátt. Heila- og taugaskurðlæknafélag Íslands er aðili að Norðurlandafélagi heila- og taugaskurðlækna. Ársþing Norðurlanda- félagsins hafa verið haldin fimm sinnum á Íslandi. Síðasta þing var haldið 2013 og var metþátttaka á því þingi enda dagskrá metnaðarfull og hefur Ísland mikið að- dráttarafl. Eins og í allri læknisfræði hafa orðið stórstígar framfarir í taugaskurðlækn- ingum undanfarna áratugi. Þekking á sjúkdómum og meðferð þeirra hefur gjörbreyst til hins betra. Tækniframfarir við myndrannsóknir á heila og mænu- göngum, gæði smásjáa, taugavaka (neu- romonitor) og tilkoma staðsetningatækja (neuronavigation) hafa gert aðgerðir mun hættuminni og árangursríkari á tauga- kerfinu. Framþróunin heldur áfram og bendir allt til þess að til viðbótar við hefð- bundnar aðgerðir verði hlutverk tauga- skurðlækna að koma fyrir ögnum, efnum og frumum á rétta staði í taugakerfinu til að lagfæra virkni og breyta boðskiptum milli taugafruma í hinum ýmsu sjúkdóm- um sem herja á taugakerfið. Við getum ekki kvartað undan nýliðun í okkar fagi. Hlutfallslega, miðað við stærð sérgreinarinnar, eru margir ís- lenskir taugaskurðlæknar erlendis sem eru með sérfræðiréttindi eða eru í námi í sérgreininni. Telst mér til að um það bil 20 starfandi íslenskir læknar séu sér- fræðingar eða í námi í greininni. Eru Ís- lendingar bæði vestan- og austanhafs. Það kæmi því á óvart ef ekki takist að manna sérfræðistöður næsta áratuginn. Auðvitað dugir ekki fjöldinn heldur verður að vera eftirsóknarvert að starfa á Íslandi. Það hefur verið keppikefli þeirra sem starfa við taugaskurðlækningar á Íslandi að vekja áhuga læknanema og ungra lækna á sérgreininni. Á þann hátt hefur vel tekist til við að fá lækna til að sérmennta sig í taugaskurðlækningum. Framtíðin er björt og með nýjan Landspítala í sjónmáli eru spennandi tímar framundan í heila- og taugaskurðlækningum hér á landi. Fortíð, nútíð og framtíð ingvar Hákon Ólafsson heila og taugaskurðlæknir Landspítala ingvarh@landspitali.is Merki Heila- og taugaskurðlæknafélags Íslands.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.