Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 32
472 LÆKNAblaðið 2015/101
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Nokkur vandi blasti við lyflækninga
sviði Landspítala fyrir um tveimur árum.
Þá ríkti ófremdarástand, erfiðlega gekk
að fá námslækna, álag var óviðunandi
og vaxandi áhyggjur voru af öryggi
sjúklinga. Með samstilltu átaki lyflækna
á Landspítala, stjórnenda spítalans
og ráðherra heilbrigðismála var hafin
uppbygging á lyflækningasviði, fram
haldsnámið sett í forgang og það endur
skipulagt. Undirstöður hafa verið lagðar
til að tryggja framhaldsnáminu styrkan
sess og sviðið hefur skýra framtíðarsýn
varðandi námið. Námslæknum þykir
aftur eftirsóknarvert að fá námsstöðu
í lyflækningum, og berast nú fleiri
umsóknir um námsstöður en hægt er að
sinna.
Fyrr á þessu ári setti ráðherra heilbrigðis-
mála reglugerð um sérnám í lækningum.
Þar eru gerðar mun meiri kröfur til
sérnáms en áður. Sérstök nefnd metur
hæfi heilbrigðisstofnunar til að öðlast
viðurkenningu sem kennslustofnun til að
annast sérnám. Sérstaklega er tekið fram
að leita skuli alþjóðlegrar ráðgjafar við
gerð marklýsinga og að skipulagi sérnáms
skuli þannig háttað að alþjóðlegum gæða-
viðmiðum sé mætt.
Við endurskipulagningu sérnáms í lyf-
lækningum ákvað lyflækningasvið Land-
spítala að leita til The Federation of the
Royal College of Physicians (RCP) í Bret-
landi um ráðgjöf og samstarf. Sú stofnun
er án efa ein sú virtasta í heimi á þessu
sviði. Hún var stofnuð árið 1508 af Hinriki
VIII og hefur verið leiðandi í menntun og
gæðakröfum til lyflækna síðan. Samstarfið
felur í sér að Íslendingar nýta sér mark-
lýsingar Bretanna, námsefni, skilgreindar
námskröfur, rafrænt skráningarkerfi og
handleiðslu við uppbyggingu og skipulag
námsins. Sérnámslæknar munu taka
skriflegu hluta MRCP-prófa hér á landi
en verklegan hluta þeirra í Bretlandi. Í
framhaldi mun RCP gera formlega úttekt á
árangri samstarfsins sem leiða mun til al-
þjóðlegrar vottunar framhaldsnámsins.
Sjúkrahúsið á Akureyri mun verða í
samvinnu við Landspítala um framhalds-
námið og hafa því námslæknar tækifæri
til að sinna námi sínu á báðum sjúkra-
húsunum. Fyrir utan þjálfun í almennum
lyflækningum og undirsérgreinum þeirra
munu námslæknar í lyflækningum einnig
fá þjálfun á bráðamóttöku Landspítala í
gjörgæslulækningum og í taugalækning-
um. Nú er boðið upp á þriggja ára sérnám
á Íslandi, en frekari sérfræðimenntun
verður enn sem komið er erlendis.
Umgjörð framhaldsnámsins í lyflækningum
Friðbjörn Sigurðsson er framhaldsmennt-
unarstjóri lyflækninga á Landspítalanum
og Tómas Þór Ágústsson, lyflæknir og
innkirtlalæknir, er einn af kennslustjórum
lyflækninga. Þeir hafa ásamt fjölda
annarra komið að endurskipulagningu
sérnámsins. Kennslustjórar eru auk þeirra
Anna Björg Jónsdóttir, Inga Sif Ólafsdóttir,
Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir og Kjartan
Örvar. Þeim til fulltingis er framhalds-
menntunarnefnd. Þar sitja ýmsir forkólfar
í menntamálum lækna, Guðmundur Þor-
geirsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir,
Kristján Erlendsson, Rafn Benediktsson,
Runólfur Pálsson, Sigurður Guðmunds-
son, Sigríður Þ. Valtýsdóttir, Steinn Jóns-
son og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir. Auk
þeirra hafa fjölmargir aðrir lyflæknar,
bráðalæknar og taugalæknar komið að
uppbyggingu námsins. Yfirstjórn sviðsins
og framkvæmdastjórn spítalans hefur
stutt dyggilega við verkefnið. Þó má segja
að námslæknarnir sjálfir hafi átt stærstan
hlut í að mál hafa þróast á þann veg sem
þau eru í dag. Án áhuga þeirra og metn-
aðar væri ekkert af þessu mögulegt. Þeir
Friðbjörn og Tómas eru einnig sérlega
ánægðir með að sviðið hafi fengið afar öfl-
ugan læknaritara, Gerði Helgadóttur, sem
skrifstofustjóra.
Ný reglugerð um sérnám lækna.
Reglugerð um menntun, réttindi og
skyldur lækna og skilyrði til að hljóta
almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi
tók gildi síðastliðið vor. Hún hafði verið
lengi í smíðum, enda vandað til hennar að
mati Friðbjarnar og Tómasar. Reglugerðin
tekur mun skýrar fram en áður hvernig
sérnámi skuli háttað. Þar er gerð krafa
um marklýsingar, skipulag og inntöku í
sérnám, innihald, fyrirkomulag og lengd
sérnámsins og einstakra námshluta, gæða-
kröfur, handleiðslu og hæfismat þarf að
vera skilgreint.
Samkvæmt reglugerðinni skipar heil-
brigðisráðherra mats- og hæfisnefnd sem
metur hæfi heilbrigðisstofnunar til að
öðlast viðurkenningu sem kennslustofnun
til að annast sérnám. Þá á nefndin að meta
Sérnám í lyflækningum
á Íslandi tekur á sig nýja mynd
Nokkrir af skipuleggjendum sérnáms í lyflækningum á Landspítalanum. Aftasta röð frá vinstri: David Parry, Rafn
Benediktsson, Kjartan Örvar, Friðbjörn Sigurðsson. Miðröð: Anna Björg Jónsdóttir, Tómas Þór Ágústsson, David
Black og Hlíf Steingrímsdóttir. Fremsta röð: Inga Sif Ólafsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Rachel O´Flynn, Winnie
Wade og Gerður Helgadóttir.