Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 36
476 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Bengt Lindström er finnskur barna­ læknir sem hefur sérhæft sig í kenning­ um félagsfræðingsins Arons Antonovsky um Salutogenesis þar sem við meðferð sjúklings er horft til styrkleika hans fremur en veikleika, á hvaða sviðum heilsa sjúklings er góð og hvernig best er að virkja hann til þátttöku í bataferlinu. Lindström er prófessor við læknadeild Há- skólans í Þrándheimi en þar hefur verið stofnuð prófessorsstaða í Salutogenesis sem mun vera sú eina í heiminum. Lind- ström var gestur heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri í byrjun september og hélt þar tvo fyrirlestra um Salutogenesis. „Ég kynntist Antonovsky í byrjun tíunda áratugarins þegar hann var í heim- sókn í Svíþjóð og hreifst af hugmyndum hans strax í upphafi,“ segir Bengt Lind- ström. „Ég ætlaði að hitta hann til frekari ráðagerða þegar hann lést skyndilega og fyrrum samstarfsmenn hans óskuðu eftir því að ég tæki við keflinu og leiddi rann- sóknir á þessu sviði. Þannig varð miðstöð rannsókna Salutogenesis í Svíþjóð og nú í Noregi. Ég stýri nú alþjóðlegu rann- sóknarverkefni á þessu sviði þar sem 15 rannsóknarsetrum hefur verið komið á fót víðs vegar í heiminum,“ bætir hann við. Pétur Heimisson heilsugæslulæknir á Egilsstöðum hefur kynnt sér kenningar Antonovskys og varð góðfúslega við því að upplýsa frekar um efnið. „Aron Antonovsky (1923-1994) var bandarískur gyðingur og starfaði sem fé- lagsfræðingur á heilbrigðissviði. Snemma á ferli sínum byggði hann rannsóknir sín- ar á meinafræðilegri nálgun og rannsakaði meðal annars konur sem lifðu af helförina og sumar hverjar fangabúðir nasista. Hann staldraði við þann minnihluta sem hélt heilsu og gat lifað góðu lifi eftir stríðslok og spurði hvers vegna þær héldu heilsu. Upp frá því helgaði hann sig viðlíka rann- sóknarspurningum, leitaði svara og síðan samnefnara í þeim til að greina uppruna heilsu og vellíðunar. Antonovsky leit á heilsu og heilbrigði sem línulegt ferli allt frá mjög lítilli heilsu til mjög mikillar eða góðrar heilsu, í stað þess að sjá bara heilsu eða sjúkdóm. Á grundvelli rannsókna sinna setti hann fram hugmyndafræði á áttunda áratug síðustu aldar og kallaði Salutogenesis,“ segir Pétur. Vilja sjá gagnreyndar niðurstöður fyrst Lindström segir kenningar Antonovskys stundum setja lækna í varnarstöðu, þeir vilji sjá gagnreyndar rannsóknarniður- stöður áður en þeir fallist á gagnsemina. „Það er mjög eðlilegt og sjálfur er ég barnalæknir og tek engum hugmyndum eða kenningum án þess að klárar sannanir séu fyrir gagnsemi þeirra. Nú höfum við skýrar rannsóknarniðurstöður sem sýna svo ekki verður um villst að þessi nálgun bætir líðan og heilsu sjúklinga sem þjást af langvinnum ósmitandi sjúkdómum. Þetta snýst um breytt hugarfar og afstöðu til þess hvernig þú meðhöndlar sjúklinginn og byggir að talsverðu leyti á persónulegri reynslu sjúklingsins af sjúkdómum, áföllum og heilbrigði. Það er raunverulega hægt að beita þessu til að bæta líðan sjúklinga, sérstaklega fólks með langvinna sjúkdóma og geðræn vandamál.“ „Salutogenesis er samsett úr salus (heilsa) og genesis (uppruni) og þýðir bók- staflega uppruni heilsunnar,“ segir Pétur. „Spurt er um styrkleika, möguleika og líðan einstaklings í stað veikleika hans, takmarkana og sjúkdóma. Hvers vegna sá haldi heilsu sem verður fyrir áreiti sem gerir svo marga aðra sjúka. Leitað er þeirra styrkleika sem búa í einstaklingn- um, umhverfi hans og aðstæðum og ekki síður hæfileikum og möguleikum hans til að nýta þá til bættrar líðunar og heilsu. Antonovsky var viss um að þessi nýja sýn hefði hagnýtt gildi, nokkuð sem tals- vert af rannsóknum rennir stoðum undir í dag. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á að hugmyndafræði hans hvorki gæti né mætti koma í stað þeirra meinafræðilegu, Virkur þátttakandi í eigin bata – þegar byggt er á Salutogenesis ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.