Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 40
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 480 LÆKNAblaðið 2015/101 lítum á nemendur á sama hátt og klíníska hliðin lítur á sjúklinga og allt sem við gerum miðast að því að auka gæði mennt- unar nemendanna vegna. Menntun snýst fyrst og síðast um nemendur og að þeir fái bestu menntun sem hægt er að fá meðan á námstíma stendur. Það má aldrei gleymast að það eru ekki við kennarar eða stjórnendur sem þurfum að lifa með þá menntun sem við bjóðum heldur eru það nemendurnir, þess vegna er það áríðandi að greina þeirra þarfir og hvernig mennt- unin sem við bjóðum búi þá undir að starfa á sviði sem breytist mjög ört.“ Katrín dregur upp skema sem hún kallar Logic Model og kveðst nota þegar hún er að útskýra hvað felst í mati. „Þetta skema notum við mikið í öllum skólum Mayo og undanfarið hef ég verið að hjálpa stjórnendum í grunnáminu í læknis- fræðinni að skilgreina inntak námsins með þessari aðferð. Þetta eru fimm stig sem þar sem hvert þeirra er skilgreint mjög nákvæmlega. Við byrjum á að vinna með síðasta stigið sem er Áhrif (impact). Hvernig nemendur viltu að útskrifist úr læknadeild? Ekki bara sem almennir læknar heldur hversu margir ættu að stunda rannsóknir? Hversu margir kennslu? Hversu margir í stjórnun? Ef þú vilt hafa áhrif á þetta þarftu að hugsa þetta fyrirfram. Önnur stig á skemanu er Input, Activities, Output og Outcome. Það er mjög algengt að fólk einblíni á Activities- stigið. Hversu mörg námskeið eru í boði? Hversu margir nemendur? Hversu margir kennarar? Hversu margar stöður? Hvernig húsnæði? En námið snýst ekki um þetta. Það snýst um hvaða áhrif viltu að þeir sem útskrifast frá þér hafi þegar þeir hafa lokið náminu? Hvað gera þau við menntunina þegar þau eru útskrifuð? Þetta er dýrt nám og hugsunin þarf að vera alveg skýr um hver áhrifin eiga að vera. Læknanámið er alltof langt í mörgum skilningi og starfsaldurinn er ekki svo ýkja langur. Eitt af því sem við þurfum að velta fyrir okkur er hvort ástæða sé til að stytta námið og hefja sérhæfinguna fyrr. Annað sem mikið hefur verið rætt meðal þeirra sem skipu- leggja læknanám í Bandaríkjunum er að kenna læknanemum hvað hlutirnir kosta. Auka kostnaðarvitund þeirra gagnvart alls kyns rannsóknum innan heilbrigðis- kerfisins og þetta kallast á ensku Science of Health Care Delivery þar sem Systems Thinking er grunnurinn. Ég kenni þetta eina viku á ári í Harvard Macy Institute sem er innan Harvard Medical School og læknadeildir víða um Bandaríkin eru að taka þetta upp í náminu. Að fá nemendur til að hugsa í samhengi hvaða áhrif það hefur í kerfinu að panta tiltekna rannsókn; það getur haft snjóboltaáhrif í kostnaði innan kerfisins. Þetta snýst ekki um að draga úr þjónustu heldur að skilja hvernig kerfið virkar. Vissulega er markmiðið að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið og það er hægt að gera án þess að þjónustan minnki eða versni. Það þarf hins vegar að kenna þetta ef við viljum sjá það gerast,“ segir Katrín Frímannsdóttir að lokum. & Victoza (líraglútíð) leiðir til allt að:1 1,5% lækkunar á HbA1c frá 8,4 % HbA1c til 6,9 % HbA1c 3,7 kg þyngdartaps Magi Victoza seinkar magatæmingu og veitir því aukna mettunartilnningu. 2,3 Briskirtill Victoza virkjar betafrumurnar sem losa insúlín þegar blóðsykur er hár. 2,3 Lifur Victoza hamlar seytingu glúkagons og dregur úr útskilnaði glúkósa frá lifur. 2,3 Matarlyst Victoza dregur úr matarlyst, sem leiðir til minnkaðrar fæðuneyslu. 2 líraglútíð Sykursýki tegund 2 IS /L R/ 04 14 /0 17 9 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Betmiga 25 mg og 50 mg forðatöflur. Astellas Pharma Europe B.V., Holland.. ATC flokkur: G04BD12 Samantekt á eiginleikum lyfs – Styttur texti SPC Heiti lyfs: Betmiga 25 mg og 50 mg forðatöflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af mirabegroni. Ábendingar: Meðferð við einkennum, þ.e. bráðaþörf, aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðaþvagleka sem geta komið fyrir hjá fullorðnum sjúklingum með heilkenni ofvirkrar þvagblöðru. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir (þ.m.t. aldraðir sjúklingar): Ráðlagður skammtur er 50 mg einu sinni á sólarhring, með eða án matar. Skert nýrna- og lifrarstarfsemi: Betmiga hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi (GFR < 15 ml/mín./1,73 m2 eða sjúklingum á blóðskilun) eða verulega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur C) og því er ekki mælt með notkun þess hjá þessum sjúklingahópum. Hér á eftir eru gefnir upp ráðlagðir skammtar fyrir einstaklinga með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi, með og án samhliða notkunar öflugra CYP3A hemla. Skerðing á nýrnastarfsemi (væg: GFR 60 til 89 ml/mín./1,73 m2; í meðallagi: GFR 30 til 59 ml/mín./1,73 m2; veruleg: GFR 15 til 29 ml/mín./1,73 m2): Minnka skal skammt í 25 mg hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi, sem eru á samhliða meðferð með öflugum CYP3A hemlum, er notkun Betmiga ekki ráðlögð. Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi er skammtur 50 mg. Minnka skal skammt í 25 mg hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi, sem eru á samhliða meðferð með öflugum CYP3A hemlum. Skert lifrarstarfsemi (væg: Child-Pugh flokkur A; í meðallagi: Child-Pugh flokkur B): Ekki mælt með notkun Betmiga hjá sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi, sem eru á samhliða meðferð með öflugum CYP3A hemlum. Minnka skal skammt í 25 mg hjá sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi, án hemils. Hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi er skammtur 50 mg. Minnka skal skammt í 25 mg hjá þeim sjúklingum sem eru með vægt skerta lifrarstarfsemi og eru á samhliða meðferð með öflugum CYP3A hemlum. Kyn: Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta með tilliti til kynferðis. Börn: Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun mirabegrons hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Töfluna á að taka einu sinni á sólarhring, með vökva. Töfluna á að gleypa heila og hana má ekki tyggja, kljúfa eða mylja. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi: Astellas Pharma Europe B.V., Sylviusweg 62, 2333 BE Leiden, Holland. Dagsetning síðustu samþykktar SPC sem þessi stytti texti byggir á: 18. mars 2015. Pakkningastærðir og leyfilegt hámarksverð í smásölu í september 2015: Forðatöflur, þynnupakkning 30 stk: 25mg kr. 8.663, 50mg kr. 8.663; 90 stk: 25mg kr. 22.888, 50mg kr. 22.888. Forðatöflur, glas 90 stk: 50 mg kr. 22.888. Ávísunarheimild og afgreiðsluflokkar: R Greiðsluþátttaka: G. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, Sími: 535-7000. Ath. textinn er styttur. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni: www.serlyfjaskra.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.