Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 48
488 LÆKNAblaðið 2015/101 Vilhjálmur lúðvíksson efnaverkfræðingur, fyrrum formaður Garðyrkju- félags Íslands og fulltrúi GÍ í stjórn Urtagarðsins vilhjalmur.ludviksson@gmail.com Norski grasafræðingurinn Per Arvid Åsen svaraði spurningunni í fyrirsögninni ját- andi í fyrirlestrum á vegum Urtagarðsins í Nesi og á Norrænni ráðstefnu um sögu læknisfræðinnar í ágúst síðastliðnum. Per Arvid er sérfróður um sögu klausturjurta og hefur rannsakað minjar um 31 klaustur í Noregi og gaf nýlega út bók um niður- stöðurnar. Á síðari árum hefur hann tekið þátt í rannsóknum sem Steinunn J. Krist- jánsdóttir fornleifafræðingur hefur staðið fyrir á minjum um íslensk klaustur, meðal annars með uppgreftri á Skriðuklaustri og könnun á fleiri klausturstæðum. Þann 13. ágúst síðastliðinn var opnuð sýning í Urtagarðinum í Nesi á 25 plöntutegundum sem fundist hafa merki um í klausturrann- sóknum og gætu hafa verið ræktaðar hér á miðöldum (mynd 1). Á Íslandi eru til heimildir um stofnun 13-14 klaustra, það elsta (Bær í Borgar- firði) frá fyrri hluta 11. aldar, fyrir stofnun Skálholtsstóls. Sum þeirra, eins og Þing- eyraklaustur, voru starfrækt í meira en 400 ár, allt til siðaskipta um miðja 16. öld. Lítið er til skráð um það sem þar fór fram. Úr fornleifarannsóknum í Viðey og með uppgreftri Skriðuklausturs hefur þó komið nokkur vitneskja. Af rannsóknum á Skriðuklaustri er dregin sú ályktun að ís- lensk klaustur, sem mörg voru undir reglu heilags Ágústínusar, hafi verið skipulögð og starfrækt með sama hætti og fjölmörg slík klaustur í Evrópu sem meiri heimildir eru um. Stóð Skriðuklaustur þó einungis í 60 ár. Meðal annars er ljóst að þar var sjúkum líknað og ræktaður klausturgarð- ur þar sem matjurtir og lækningajurtir uxu. Fyrirlestrar Per Arvid Åsen fjölluðu um þær plöntur sem merki hafa fundist um hér á landi í grennd við hin ýmsu klausturstæði. Í Urtagarðinum í Nesi eru þær til sýnis eins og lifandi minjar þessa tíma og sögu ræktunar á Íslandi. Þá má geta þess að við uppgröft í Viðey fannst á sínum tíma lítil stytta af heilagri Dóróþeu sem er verndardýrlingur garðyrkjumanna og uppskeru. Garðyrkja hefur því verið samofin klausturhaldi. Klaustrin sem talið er að hafi verið starfrækt hér á landi eru sýnd á mynd 2. Rannsóknir á frjókornum og fræjum úr borkjarnasýnum sem tekin hafa verið við þessi klaustur og í uppgreftri við tvö þeirra, svo og athuganir á núverandi gróð- urfari umhverfis þau, leiða í ljós merki um margar þekktar tegundir úr klausturgörð- um erlendis, meðal annars nýlegum rann- sóknum Per Arvid Åsen í Noregi. Margar þeirra teljast reyndar til íslensku flórunnar í dag en sumar gætu hafa komið til lands- ins sem nytjaplöntur til matar eða lækn- inga, hvort sem er með landnámsmönnum eða á klausturtímanum. Meðal vel þekktra og nokkuð útbreiddra plantna í dag eru ætihvönn, vallhumall, kornsúra, mjaðurt, holurt (reiðingsgras), maðra (gulmaðra eða hvítmaðra) tágamura (gæsamura), einir, villilín, græðisúra, kúmen og Spánarkerfill sem nú breiðist hratt út eins og ætihvönn- in. Ýmsar þessar tegundir hafa þó án efa verið til í landinu fyrir landnám. Minna þekktar garðategundir eru ljóstvítönn, blóðkollur, mjaðarlyng, malurt, garða- brúða og hagabrúða, brenninetla og hin sérkennilega hjólkróna. Flestar þeirra eru án efa innfluttar af mönnum. Einnig má telja hér með villilauk sem vex útbreiddur á Bæ í Borgafirði og hefur breiðst nokkuð út með garðrækt. Villilaukurinn var snemma á tímum mikilvæg krydd- og lækningajurt og hefur líklega borist hing- að með mönnum snemma á öldum. Fræ af káltegund fannst á Skriðuklaustri og gæti hafa verið ræktað nokkuð víða. En sjaldgæfastar teljast þefjurtin (mynd 3) sem fannst fyrst við lok 19. aldar og vex á fáeinum stöðum við Eyjafjörð í grennd við meint klausturstæði (mynd 4), svo og klóajurtin sem sést hefur öðru hvoru frá 1929 í grennd við klausturstæðið á Þing- eyrum. Báðar þessar síðasttöldu jurtir hafa án efa flust til landsins með mönnum þótt ekki sé sannað hvernig. Þær eru einærar og háðar því að skilyrði myndist til að spíra, vaxa og bera fræ. Fræin virðast þó geta lifað langan aldur í jörð áður en þau spíra þegar tækifæri gefast, til dæmis við jarðrask. Óvæntasti fundurinn er þó eitt fræ af evrópska villieplinu sem fannst við uppgröftinn á Skriðuklaustri. Villieplið er vel þekkt matar- og heilsujurt frá fornu Voru lækningaplöntur ræktaðar á Íslandi á miðöldum? Mynd 2. Klaustur á Íslandi á miðöldum. Mynd: Steinunn J. Kristjánsdóttir. A Ð S E N T E F N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.