Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2015/101 473 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R marklýsingar fyrir sérnám að fenginni umsögn fjögurra aðila. Þessir aðilar eru viðkomandi sérgreinafélag, heilbrigðis- stofnunin, forstöðumaður fræðasviðs og Embætti landlæknis. „Þessir fjórir aðilar eiga því að taka marklýsinguna sem við erum búin að skrifa fyrir sérnámið í lyf- lækningum og skila áliti til nefndarinnar sem síðan tekur sína ákvörðun um vottun í kjölfarið. Mats- og hæfisnefndin var hins vegar ekki skipuð fyrr en í lok ágúst og hefur því enn ekki haft möguleika á að taka út okkar sérnám. Við teljum okkur þó vera komna á það stig með sérnámið í lyflækningum að það sé hæft til úttektar og höfum við þegar átt fund með Reyni Tómasi Geirssyni, formanni mats- og hæfisnefndar. Í rauninni hefur engin sjúkrastofnun á landinu fengið viðurkenningu sem kennslustofnun samkvæmt nýju reglu- gerðinni. Í reglugerðinni segir að þeir sem hefji sérnám eftir gildistöku hennar skuli haga sérnámi samkvæmt ákvæðum hennar. Því höfum við af því áhyggjur að einhverjar sérgreinar sem ætla sér að bjóða upp á sérnám séu ekki tilbúnar með sínar marklýsingar.“ Þeir Friðbjörn og Tómas segja það vera alvarlega stöðu ef náms- læknar fái námið sitt ekki metið. Því ættu samtök lækna og heilbrigðisstofnanir að leggja alla áherslu að marklýsingar verði gerðar sem allra fyrst svo námstími náms- lækna sem eru að hefja nám í haust fáist metinn. Þeir spyrja hvort þetta sé ekki eitthvað sem Félag almennra lækna ætti sérstaklega að beita sér fyrir. Friðbjörn segir tvö atriði til viðbótar í reglugerðinni mikilvæg. „Tekið er fram að við gerð marklýsingar skuli leita al- þjóðlegrar ráðgjafar og að við skipulag sérnáms skuli þess gætt að alþjóðlegum gæðaviðmiðum sé mætt. Þessi nýja reglugerð er gríðarlega mikilvægur áfangi í að sérnám í læknis- fræði standist alþjóðlegar kröfur og bætir íslenska heilbrigðiskerfið þegar frá líður. Þar er ennfremur skýrt betur en áður hver stjórnar og ber ábyrgð á framhalds- náminu við heilbrigðisstofnunina, en það er framkvæmdastjóri lækninga sem síðan skipar kennslustjóra. Það er hins vegar ekki alveg ljóst hver ber ábyrgð á því ef eitthvað fer úrskeiðis í kennslunni og upp kæmu kvartanir og kærur. Þarna þarf að okkar mati alveg skýra boðleið.“ Samstarf við royal College of physicians Aðspurðir um hvernig samstarf lyflækn- ingasviðsins og RCP í Bretlandi hafi komið til, segja þeir að það hafi verið niður- staðan eftir að fyrirkomulag sérnáms víða erlendis hafi verið skoðað. „Kannað var vandlega hvernig þessu er háttað í Banda- ríkjunum, Hollandi, Svíþjóð og Danmörku og var niðurstaðan að Bretland yrði fýsi- legast fyrir okkur. Í Bretlandi er kandí- datsár tvö ár og kallast þau „Foundation years“. Síðan er framhaldsnám sem nefnist „Core Medical Training“. Það er því góð samsvörun við okkar eina kandídatsár og þriggja ára fyrrihlutanám í lyflækningum. Héðan fór síðan sendinefnd í nóvember í fyrra á fund RCP og var okkur mjög vel tekið og var strax ákveðið að hefja þetta samstarf. Við höfum síðan átt mánaðarlega símafundi með Bretunum og tvívegis hafa sérfræðingar þeirra komið hingað, fyrst í mars og svo núna í lok ágúst, og unnið með okkur í viku í hvort skipti. Málin standa nú þannig að við höfum fengið afnot af þeirra marklýsingu og skráningar- kerfi sem eru samtengd. Marklýsingin hefur síðan verið aðlöguð að þeim þörfum sem skipta okkur máli. RCP mun veita okkur áframhaldandi ráðgjöf, gera úttekt á sérnáminu og veita því vottun þegar öllum skilyrðum þeirra er fullnægt. Stóru tíðindin eru svo þau að upphaf- lega var gert ráð fyrir að vottunin fengist að tveimur árum liðnum, en David Black, yfirlæknir The Joint Royal Colleges of Physicians Training Board, sagði í erindi sínu, þegar samstarfið var formgert þann 3. september í hátíðasal Háskóla Íslands, að stefnt væri að vottun á næsta ári. Það er ári fyrr en upphaflega var áætlað. Í þessu felst mikil viðurkenning fyrir okkur og þá vinnu sem nú þegar hefur verið unnin en um leið kallar það á mikla vinnu til við- bótar af okkar hálfu ef þetta á að ganga upp.“ Í kjölfar þeirrar uppbyggingar og sam- vinnu sem nú þegar hefur átt sér stað hefur Íslendingum nú verið boðin seta í kennslustjórn „Core Medical Training Advisory Committee“ í Bretlandi. Tómas Þór hefur verið valinn til að taka þar sæti. „Við höfum því nú þegar öðlast umsagnar- rétt og hlutverk í skipulagi námsins í heild til jafns við önnur sambærileg prógrömm í Tómas Þór Ágústsson og Friðbjörn Sigurðsson hafa leitt vinnuna við endur- skipulagningu sérnáms í lyflækningum á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.