Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 2
Fegurðarsamkeppni frambjóðendanna, Ungfrú framboð 2009, var settur upp á netinu í gær. Birgir Þór Halldórs- son vefforitari setti vefinn upp sér til gamans þar sem hann var kominn með leið á kosningahjalinu. Tuttugu kvenkyns fram- bjóðendur keppa á vefnum og fær sigurvegarinn blómvönd í laun. Katrín Jakobsdóttir rokkar upp og niður listann og háir harða baráttu við systurdóttur sína, Álfrúnu Elsu Hallsdóttur. föstudagur 24. apríl 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni þáðu styrki frá baugi Á meðal þeirra 17 fram- bjóðenda sem fengu styrki frá Baugi árið 2006 eru þrír með áberandi hæsta styrki. Þingmannsefnin Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Val- dís Óskarsdóttir fengu tvær milljón- ir hvort og Björn Ingi Hrafnsson fékk sömu upphæð, væntanlega vegna borg- arstjórnar. Þessir sömu aðilar fengu sambærilega styrki frá FL Group. Á meðal þeirra sem fengu háa styrki er samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar sem fékk 900 þúsund frá Baugi í tveimur greiðslum árið 2006. Þetta kom fram þegar DV.is birti lista yfir styrkþega Baugs. risasmygl með skútu Sex karlmenn voru handteknir í tengslum við stórfellt fíkniefna- smygl á Austurlandi. Jónas Árni Lúðvíksson og Rúnar Þór Róbertsson eru í þeim hópi. Þeir hafa áður verið handteknir í tengslum við fíkniefnasmygl og ákærðir en voru þá sýknaðir. Lögregla telur að alls hafi verið smyglað 109 kílóum af fíkniefnum inn í íslenska landhelgi með skútu sem þremenningarnirfóru til móts við á slönguhraðbát og fluttu í land. Amfetamín, pillur, hass og marijúana voru haldlögð. Land- helgisgæslan þurfti að sigla eftir skútunni til að stöðva flótta þriggja manna í henni. gjörbreytt landslag Miðað við nýjar fylgiskannan- ir tapar Sjálfstæðisflokkurinn 25 þúsund atkvæðum frá kosn- ingunum 2007. Þetta jafngild- ir heilum Framsóknarflokki og nær öllum atkvæðum Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi að auki í síðustu þingkosningum. Fylgi flokksins getur hæg- lega orðið hið minnsta frá stofnun flokks- ins 1929. Þetta er ein þeirra breytinga sem hafa orðið á fylgi flokkanna á hamfaravetri hruns fjármálakerfis landsins og efna- hagslegra hremminga. Borgarahreyfingin virðist ætla að verða fyrsta nýja framboðið í áratug til að ná kjöri á þing og útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki stærsti flokkur landsins í fyrsta skipti í áratugi. 2 3 1 miðvikudagur 22. apríl 2009 3 Fréttir Gæti tapað heilum FramsóknarFlokki Gríðarlegar hræringar eru á fylgi allra flokka nema Framsóknar- flokksins eftir bankahrunið. Ef fram heldur sem horfir tapar Sjálf- stæðisflokkurinn allt að 14 pró- sentustigum af fylgi sínu í kosn- ingunum 2007, en þá hlaut hann tæplega 67 þúsund atkvæði, eða 36,6 prósenta fylgi. Nýjar fylgiskannanir Capacent, Fréttablaðsins og annarra benda allar til þess að fylgi flokksins verði á bilinu 22 til 26 prósent, en það er hlutfallslega minna fylgi en flokk- urinn hefur fengið allt frá stofnun árið 1929. Mótbyr Sjálfstæðisflokksins Miðað við kosningaþátttökuna árið 2007 eru um það bil 18 hundr- uð manns á bak við hvert pró- sentustig. Þannig blasir við að tapi Sjálfstæðisflokkurinn 10 pró- sentustigum frá síðustu þingkosn- ingum nemur það um 18 þúsund kjósendum. Verði tapið meira, eða allt að 14 prósentustig eins og sumar kannanir hafa gefið til kynna, tapar flokkurinn allt að 25 þúsund atkvæðum frá síð- ustu þingkosningum. Til samanburð- ar má geta þess að 21.350 kusu Framsóknar- flokkinn í kosn- ingunum 2007. Um 5.200 manns kusu Sjálfstæðis- flokkinn í Norðvest- urkjördæmi í síðustu kosn- ing- um. Fari allt á versta veg hjá Sjálfstæðisflokkn- um á laugardag gæti flokkurinn tapað sem nemur samanlögðum atkvæðafjölda Framsóknarflokks- ins að viðbættum nánast öllum þeim fjölda sem kaus Sjálfstæð- isflokkinn í Norðvesturkjördæmi það ár. Sem stendur er VG aftur á móti með um fjórðung fylgisins ef marka má kannanir að undan- förnu. Fylgi flokksins var 14,3 pró- sent í þingkosningunum 2007 og hann bætir við sig um 18 þúsund atkvæðum ef kosið yrði nú. Athygli vekur að Samfylkingin bætir aðeins við sig 7 til 8 þúsund atkvæðum frá síðustu kosning- um ef kosið yrði nú og fengi um eða yfir 56 þúsund atkvæði. Fram- sóknarflokkurinn hefur bætt við sig að undanförnu en er þó ekki kominn yfir kjörfylgi sitt í síðustu kosningum þegar aðeins eru þrír dagar til kosninga. Borgarahreyf- ingin mælist með 7 prósenta fylgi og gæti því fengið um þrettán þús- und atkvæði, eða svipað og Frjáls- lyndi flokkurinn hlaut vorið 2007. Hvert fara ESB-sinnar? Nær 10 þúsund manns hafa nú skráð sig á vefinn sammala.is en þar lýsa undirritaðir því yfir að þeir séu sammála um að sækja um aðild að Evrópusambandinu þótt þeir geti verið ósammála um margt annað. Gera má ráð fyrir að á listann riti nöfn sín fólk úr öllum flokkum. Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, er einn þeirra sem stendur að sammala.is. Hann segir að síð- astliðið haust hafi fylkingarnar með og á móti aðildarumsókn að Evrópusambandinu í Sjálfstæðis- flokknum verið æði jafnar. Nú aft- ur á móti séu fylgjendur aðildar- umsóknar aðeins um þriðjungur og jafnvel fjórðungur innan flokks- ins. Ástæðan sé sú að Evrópu- sinnar innan flokksins hafi snúið sér annað. Samkvæmt kenningu Benedikts gætu hæglega 10 þús- und manns hafa yfirgefið flokkinn vegna afstöðu hans til ESB-um- sóknar. Sjálfur ætlar hann ekki að fylgja þeim hópi. Borgarahreyfingin hreyfir línurnar Með því að Borgarahreyfingin kemst á blað, en fylgi hennar hef- ur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum, hafa jafnframt aukist líkur á að umsóknarsinnar; Sam- fylkingin, Framsóknarflokkur og Borgarahreyfingin, nái meirihluta á þingi eftir kosningar. „Sá meiri- hluti virðist mér að yrði knappur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Há- skóla Íslands. Hann bendir á að samanlagt fylgi VG og Samfylkingarinnar hafi að undanförnu verið 55 til 60 pró- sent. „Það þýðir að pólitísk meg- ináhrif hrunsins eru mjög sterk vinstrisveifla með samsvarandi fylgishruni Sjálfstæðisflokksins. Önnur áhrif eru útbreidd óánægja með stjórnmálin, að kjörnir full- trúar séu óhæfir og spilltir, en það endurspeglast í vaxandi fylgi Borgarahreyfingarinnar. Mögu- leikinn er sá að ef kjósendur eygja að Borgarahreyfingin nái sér á strik geti það tekið fylgi af VG. Um þetta ríkir nokkur óvissa þeg- ar þrír dagar eru til stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Baldur Þórhallsson, stjórn- málafræðingur og nú frambjóð- andi hjá Samfylkingunni, bendir á að smáflokkar hafi nær alltaf haft mann eða menn á þingi frá 1971. „Borgarahreyfingin virðist vera að ná sér á strik. Það yrðu ein mestu tíðindi stjórnmálasögunnar ef úr- slitin á laugardag verða þau sem kannanirnar gefa til kynna.“ Frá könnunuM til koSninga koSningar 2003 gallup 4.-5. maí Fréttablaðið 8. maí kosningar 10. maíFramsóknarflokkur 15,7% 16,7% 17,7%Sjálfstæðisflokkur 36,9% 32,7% 33,7%Frjálslyndi flokkurinn 8,9% 8,9% 7,4%Samfylkingin 26,6% 32,6% 31,0%Vinstrihreyfingin – grænt framboð 10,1% 8,0% 8,8% koSningar 2007 Fréttablaðið 5. maí Capacent 8. maí kosningar 12. maíFramsóknarflokkur 9,5% 9,8% 11,7%Sjálfstæðisflokkur 42,5% 38,4% 36,6%Frjálslyndi flokkurinn 5,4% 5,3% 7,3%Íslandshreyfingin 2,1% 2,9% 3,3%Samfylkingin 24,0% 27,1% 26,8%Vinstrihreyfingin - grænt framboð 16,0% 16,0% 14,4% JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is ?Fylgi SJálFStæðiSFlokkSinS Í þingkoSninguM Frá 1963 1963 2009 1987 1999 1974 Borgarahreyfingin Nái Borgara- heyfingin mönnum á þing gæti það aukið möguleika „umsóknarsinna“ á að ná meirihluta á þingi fyrir því að hraða umsókn um aðild að ESB. ungur formaður í mótbyr Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tvo virka daga til að koma í veg fyrir að flokkurinn fái verstu útreið frá stofnun flokksins 1929. BYrJunin dótturfélag Orku- veitu reykjavíkur, rEi, og geysir green En- ergy sameinast undir nafni hins fyrrnefnda. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður hins nýja sameinaða félags. Borgarráð reykjavíkur hafnar sam- runa rEi og geysis green. 2. októBEr 2007 1. nóVEMBEr 2007 mJöG pólitísk ákVörðun „Þetta var gríðarlega afdrifarík ákvörðun og mjög pólitísk því hún snérist ekki bara um að losa um það fjármagn sem ríkið hafði bundið í hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja heldur var tekin bein ákvörðun um það að opinberir aðilar mættu ekki kaupa hlutinn. Þar með var þetta orðinn pólitískur gerningur í átt að einkavæðingu orkugeirans; þarna byrjaði boltinn að rúlla í þá átt. Þetta var mikið óheillaskref og við þekkjum svo hvað gerðist í framhaldinu með rEi-málinu,“ segir Svandís Svavars- dóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna og frambjóðandi vg í komandi alþingiskosningum, um söluna á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna Jarðvarmavirkjun HS í Svartsengi Heimild var fyrir því í fjárlögum ársins 2006 og 2007 að selja 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Bréf sem Bjarni Ármannsson sendi einkavæðingar- nefnd virðist hafa ýtt söluferlinu af stað. glitnir varð síðan einn af stofnendum geysis green Energy sem keypti hlutinn. Stelpur á öllum aldri ath. Nú er búðin full af skvísufötum, stærðir frá S - 3X. Kjólar, mussur, skyrtur, toppar, peysur, leggings, úlpur, gallabuxur í miklu úrvali og margt fl. Ný föt í hverri viku, og lygilegt verð! Nýjar vörur á vefsíðu diddy.is Verið velkomnar, alltaf heitt á könnunni. Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Diddy.is Faxafeni 14 - S: 588 8400 Allt að 70% afsláttur Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI mánudagur 20. apríl 20092 Fréttir teknir Með slöngubát drekkhlaðinn af dópi Jónas Árni Lúðvíksson er einn þriggja sakborninga sem úrskurðað- ir hafa verið í gæsluvarðhald vegna eins stærsta fíkniefnasmygls sem upp hefur komið á Íslandi. Jónas Árni hefur áður verið handtekinn vegna fíkniefnasmygls en var sýkn- aður af þeim ákærum. Þá var Jónasi Árna gefið að sök að hafa aðstoðað annan mann við að smygla 3,8 kílóum af kókaíni til landsins í Mercedes Sprinter-pallbíl sem fluttur var inn frá Þýskalandi. Hann sat í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði áður en hann var sýknaður í júlí 2007. Þrír menn til viðbótar voru hand- teknir þegar varðskipinu Tý var siglt í veg fyrir skútuna og ferð hennar stöðvuð á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Hefur ekki játað Brynjar Níelsson er lögmaður Jónas- ar í málinu sem nú er komið upp. Aðspurður um afstöðu Jónasar til sakarefna segir Brynjar: „Hann hef- ur allavega ekki játað,“ og bendir á að aðeins hafi verið teknar frum- skýrslur í málinu. DV hafði í gær samband við móð- ur Jónasar Árna. Hún sagðist þá ekki vita hvort sonur hennar tengdist málinu og tók raunar fram að hann væri staddur á heimili hennar þeg- ar blaðamaður ræddi við hana. Þetta var á sama tíma og hinir handteknu voru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald. „Hann býr hérna hjá mér,“ sagði móðir hans við blaðamann og bætti við: „Hann er heima núna.“ Þeg- ar blaðamaður óskaði eftir því við móður Jónasar Árna að ræða við hann fyrst hann væri hjá henni, neitaði hún að sækja hann í símann og kvaddi með þeim orðum að hún vildi ekki ræða fjölskyldumál við blaðamenn. Dópkokteill Lögreglan handtók fyrst þrjá menn, tvo við Djúpavog en einn í grennd við Höfn í Hornafirði. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins með skútu. Mennirnir voru seinnipartinn í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um tugi kílóa af fíkniefn- um að ræða. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar hjá rannsóknar- deild lögreglunnar var um að ræða hvít efni, að öllum líkindum kóka- ín eða amfetamín, pillur, marijúana og hass. Friðrik Smári gat ekki staðfest heild- arþyngdina en sagði óhætt að fullyrða að málið væri með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Vanur skútumaður DV sagði frá því í sept- ember 2007 að Jónas Árni hefði siglt skútunni Ely að Höfn í Hornafirði. Grunur lék á að skútan væri stolin og síðar í sama mánuði var hún kyrrsett. Þá kom á daginn að um væri að ræða hollensku skútuna Elysee sem stolið hafði verið þar í landi nokkru áður. Í samtali við DV í fyrra sagðist Jónas Árni hafa alla pappíra og skjöl sem sönnuðu að hann hefði keypt hana á heiðarleg- an hátt. Skútan reyndist hins vegar stolin þegar Jónas Árni keypti hana og var henni skil- að til eiganda síns í Hollandi. Skútan stöðvuð Í gær upphófst eltingaleikur varð- skips Landhelgisgæslunnar við skút- una sem talin er hafa verið notuð til að flytja til landsins þau fíkniefni sem gerð voru upptæk, og voru sérsveitarmenn þar um borð. Skútan var stöðvuð í gær- kvöldi og þrír menn um borð voru handteknir. Þremenningarnir sem voru úrk- skurðaðir í gæsluvarðhald í gær komu á Djúpavog í síðustu viku með slönguhraðbát sem þeir sögðu heimamönnum að þeir ætluðu sér að nota við köfun. Slöngubátinn nýttu mennirnir hins vegar til að sigla til móts við skútuna og ná í efnin. Grunlausir heimamenn Björn Hafþór Guðmundsson, sveit- arstjóri á Djúpavogi, segir heima- menn hafa verið grunlausa um mál- ið. „Við urðum ekki vör við neitt. Ég held að menn hafi verið gjörsam- lega blindir á þetta.“ Hann telur íbúa Djúpavogs ekki hafa orðið vara við auknar mannaferðir undanfarna daga sem gætu gefið til kynna að stóratburðir væru í uppsiglingu, hvað þá að upp kæmist um tuga kílóa fíkniefnasmygl. Björn Hafþór rifjar upp að í gær- morgun var hann við bryggjuna á tali við nokkra menn. „Þá segir einn, Innlendar fréttIr ritstjorn@dv.is mánudag ur 21. júlí 2008 8 fréttir Tugmilljón a skúTa í óski lum „Ég hef ei ginlega ek kert um m ál- ið að seg ja,“ segir Sigríður K rist- insdóttir, l ögmaður bæjarfélag sins Hafnar í Hornafirð i, um skú tuna Ely sem h efur legið við brygg ju í höfninni s íðan í fyrra haust. Enginn he fur gert kr öfu í skút- una en e igandinn skuldar m ikla fjármuni í hafnargjö ld. Lögreg lan á Höfn he fur, líkt og fleiri stofn anir ríkisins, re ynt að fin na eigand ann en ekkert fundið. G runur leik ur á að eigand inn sé er lendur. Sk út- an Ely er af nýrri ge rð sem ko star rúmar 20 milljónir k róna að sö gn fróðra ma nna. Engin svör Málið er a llt í vinns lu og eng - ar upplýs ingar lágu fyrir. Hv orki frá tollin um, ríkis lögreglust jóra, lögreglunn i á Höfn, lögreglunn i í Reykjavík eða tollinu m á Eskifi rði. Bentu þei r aðilar se m DV leita ði til allir hver á annan. „Ég veit e kkert um það,“ segi r Sigríður, lögmaðu r bæjarfé lags- ins Hafna r í Hornaf irði, um h vort leitað haf i verið að fíkniefnu m í skútunni. Ely kom h ingað til la nds skömmu eftir að ön nur skúta full af fíkniefn um lagðis t að brygg ju í Fáskrúðsf irði. Slúðrað um fíkniefni Sakbornin gar í Pólst jörnumál- inu játuð u að hafa komið m eð 40 kíló a f fíkniefn um hinga ð til lands. 24 kíló af am fetamíni, tæp 14 kíló af e-töfludu fti og rúm lega 1.700 e-tö flur. Lögre glan var h ins vegar við öllu búi n þegar s kút- an lagðist að brygg ju og han dtók mennina. Skútan Ely hefur len gi legið við hafnarbak kann á H öfn. Kvis ast hefur út s á orðrómu r að fíknie fni hafi verið flutt hin gað til la nds með henn i en það he fur ekki fe ng- ist staðfes t. Skömm u eftir að s kút- an lagðist að brygg ju komu f jórir menn, klæ ddir svör tum göllu m, og leituðu í skipinu . Enginn v ildi þó kanna st við þa ð hjá nok kru embætti þ egar eftir því var lei tað. Skútan E ly er fal legur bát - ur. Svo fa llegur að ferðamen n og aðrir sem koma í b æinn taka vel eftir henn i. Hún er ný og að s ögn fróðra ma nna um skútur ko star hún rúma r 20 milljó nir króna. BEnEdikt Bó aS hinRikSS on blaðamaður skr ifar: ben ni@dv.is Ely hver á skú tuna? Skút an Ely kom til Haf nar síðastli ðið haust. 20 milljóna króna tæk i Skútan Ely er ný sk úta sem ko star hartnær 20 milljónir kr óna. Eigandinn skuldar ha fnargjöld Skútan Ely hefur verið bundin við landfestar síðan síðas tliðið haust og skuldar eigandinn töluverða upphæð í h afnargjöld. ók á 116 yfir hámarkshra ða Þrír ökum enn voru s töðvað- ir fyrir ofsa akstur á h öfuðborg- arsvæðinu í gærkvöld i. Um hálf ellefu var ökumaður mótorhjó ls stöðvaður á 196 kíló metra hra ða á Hafnarfj arðarvegi þar sem er 80 kílóm etra háma rkshraði. Mun hann missa öku réttindi sín að sögn lö greglu. Um ellefu leytið var síðan annar öku maður mó torhjóls stöðvaður á Kringlu mýrarbrau t á 152 km h raða þar s em er 80 km hámar kshraði. Og það va r síðan klu kkan eitt eftir m iðnætti se m þriðji ökumaður inn var stö ðvaður á bíl sínum á Hafnarfj arðarvegi á 152 km hr aða. Sá mu n hafa ver ið undir áhri fum áfeng is. Farandsali í farbanni Lögreglan á Vestfjör ðum handtók s íðastliðið þriðju- dagskvöld farandsöl umann á Ísafirði sem hafði veri ð á ferð á norðanv erðum Ves tfjörðum og víðar. H ann hafði gengið í hús og bo ðið til sölu olíumál- verk og an nan varnin g. Maðurinn er grunað ur um að hafa flu tt varningi nn ólög- lega til lan dsins og s korti leyfi til sölume nnskunna r. Talið er að atferli m annsins sé meðal annars bro t á tollalög um, lögum um atvinnuré ttindi út- lendinga o g lögum u m versl- unaratvin nu. Jökullinn senn í flöskurnar Mjöður í S tykkishólm i tappar á fy rstu bjórflö skur sínar í byr jun næsta mán- aðar. Fyrst a lögunin er nú í bjórtönku m í bruggh úsi fyr- irtækisins að Hamra endum og bíður þ ess nú að v erða til- búin. Þetta kemur fra m á vef Skessuhor ns þar sem haft er eftir Gissu ri Tryggva syni, ein- um eigand a Mjaðar, a ð hann geri ráð fyr ir að framl eiðslan nemi 300 þ úsund lítru m á ári fyrst um si nn. Bjórinn ve rður fyrst u m sinn aðein s hægt að kaupa í tveimur ví nbúðum e n annars staðar verð ur að sérp anta Bara síminn með allt í lag i Síminn er eina fyrirtæ kið sem selur hring itóna og sk jámyndir í farsíma ge gnum neti ð sem upp - fyllir lög og reglur um viðskipta- hætti á he imasíðu si nni. Neytendas tofa kanna ði hversu vel síður þar sem boð- ið er upp á aukaþjón ustu fyrir farsíma up pfylla lögin . Kom þá í ljós að á v efsíðum d 3 miðla, huga.is, Ic on, Nova, Stjörnu- spekistöðv arinnar, Ta ls og Voda - fone skort i upplýsin gar um sel j- anda. Lög um samkv æmt verðu r seljandi að gefa upp a llar helstu upplýsing ar um sig á vefsíðu sinni. „Þá segir einn, í hálf- kæringi vil ég meina, að þessi hraðskreiði bát- ur yrði hentugur þeg- ar skúturnar færu að koma.“ erla HlynSDóttir oG SiGurður mikael jónSSon blaðamenn skrifa: erla@dv.is og mikael@dv.is Dularfulla skútan Jónas árni sagðist hafa keypt skútuna Elysee í Hollandi árið 2007. Hún lá kyrrsett mánuðum saman við Höfn í Hornafirði áður en ljóst var að hún var stolin. Jónas skilaði henni þá til réttmætra eigenda. annarlegri tilgangur Talið er að sakborningarnir hafi nýtt slöngubátinn til að ferja fíkniefnin til lands úr skútunni. Þeir sögðu heimamönnum að þeir hefðu ætlað að nota hann við köfun. 21. júlí 2008 dularfulla skútan á Höfn í Hornafirði vakti athygli eftir umfjöllun dV. mánudagur 20. apríl 2009 3 Fréttir DEILT UM ÓKLÁRAÐA LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ Minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar er ósáttur við stöðuna á hálfkláraðri líkamsræktarstöð sem stendur við hliðina á sundlauginni á Akureyri en framtíð byggingarinnar hefur verið í óvissu síðustu mánuði. Byggingin er í eigu Vaxtarræktarinnar á Akureyri sem kraftajötunninn Sigurður Gests- son á og rekur. Verktakafyrirtæki Páls Alfreðssonar hefur unnið að bygg- ingu hússins. Engin vinna hefur verið við bygg- inguna frá bankahruninu í haust þegar Landsbankinn skrúfaði fyr- ir lánveitingar til eigendanna, seg- ir Sigurður Gestsson. „Við ætluðum að opna í haust; um það leyti sem Ísland hrundi. Þá fór auðvitað allt til fjandans. Við höfum verið í biðstöðu síðan,“ segir Sigurður. Deilur um húsið frá byrjun Nokkur styr hefur staðið um bygg- ingu líkamsræktarstöðvarinnar á Ak- ureyri frá því leyfi var veitt fyrir henni fyrir þremur árum. Margir Akureyr- ingar voru ósáttir við byggingu lík- amsræktarstöðvarinnar á lóðinni, sem er ein besta byggingarlóð bæj- arins, segir Jóhannes G. Bjarnason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. Jóhannes segir að um 1.500 Akureyringar hafi skrifað und- ir undirskriftalista og lýst sig andvíga byggingunni. „Þetta er hálfgerð sorg- arsaga. Þetta er hús sem mjög marg- ir voru á móti að væri byggt og nú er óljóst hvort það verður klárað. Nú stendur þetta hús hálfkarað þarna,“ segir Jóhannes og bætir því við að lóðin hafi verið hugsuð sem framtíð- arbyggingarsvæði fyrir sundlaugina á Akureyri. Kristján Þór heimilaði bygging- una Bæjarfulltrúinn var á móti byggingu hússins frá upphafi en Akureyrar- bær gerði samning um byggingu þess skömmu fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar árið 2006 þegar Kristján Þór Júlíusson þingmaður var bæjarstjóri. „Það sem er athuga- vert við þetta er að þáverandi bæj- arstjóri, Kristján Þór Júlíusson, gekk frá samningnum um að líkamsrækt- arstöðin yrði byggð nokkrum dög- um fyrir síðustu kosningar og úthlut- aði lóðinni til þess án þess að hafa samráð við þáverandi samstarfsflokk sinn í bæjarstjórn. Auðvitað vakna margar spurningar upp vegna þess,“ segir Jóhannes en Sigurður Gestsson og Kristján Þór eru aldavinir og veiði- félagar samkvæmt heimildum. Unnið er að heildarúttekt á bygg- ingu hússins á bæjarstjórnarskrift- ofum Akureyrarbæjar um þess- ar mundir, segir Jóhannes. Búist er við að úttektinni verði lokið á næstu tveimur til þrem- ur vikum. Framtíð bygg- ingarinnar óljós Jóhannes segir þó að vonandi náist að klára bygginguna því margfalt dýrara sé að gera það ekki. „Ég vil ekk- ert heitar en að Sigurður og Páll nái að klára bygging- una því þeir eru hálfgerðir þolendur í þessu máli, jafnvel þó ég hafi verið á móti því að byggja húsið þarna á sínum tíma. En það veltur auðvitað allt á því hvernig Lands- bankinn snýr sér í þessu máli,“ segir Jóhannes. Sigurður Gestsson segist vera von- góður um að ná að tryggja sér lána- fyrirgreiðslu fljótlega svo hægt verði að ljúka byggingu hússins. Hann seg- ir að ef það tekst geti verið hægt að ljúka við bygginguna á einum mán- uði. „Þetta lítur allt miklu betur út núna og ég er nokkuð bjartsýnn. Það er komin ákveðin staða upp sem mér sýnist vera vænleg,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður að Lands- bankinn muni áfram veita lánafyrir- greiðslu til byggingar hússins en að hann geti ekki veitt frekari upplýs- ingar um lendinguna í mál- inu að svo stöddu en að málið muni skýr- ast á næstu dög- um. Hann segir að ef vel gengur vonist hann til þess að hægt verði að opna líkams- ræktarstöð- ina næsta haust. Kristján Þór Júlíusson „Þetta er hálfgerð sorg- arsaga. Þetta er hús sem mjög margir voru á móti að væri byggt og nú er óljóst hvort það verður klárað.“ IngI F. VIlhJálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is líkamsræktarstöðin umdeilda Eig- andi líkamsræktarstöðvarinnar, Sigurður gestsson, segist vera vongóður um að ná að tryggja sér lánafyrirgreiðslu svo hægt verði að ljúka við byggingu hússins. hrikalegur á Ítalíu Sigurður gestsson, margfaldur íslandsmeistari í vaxtarrækt, er eigandi líkamsræktarstöðvarinnar ókláruðu á akureyri. Fyrirgreiðslu skort- ir til að halda áfram með bygginguna. Sigurður sést hér í glæsilegri pósu á Sikiley fyrir nokkrum árum. Deilur um húsið frá byrjun um 1500 akureyringar mótmæltu byggingu líkamsræktarstöðvarinnar árið 2006 en Kristján Þór Júlíusson, þingmaður og fyrrverandi bæjarstjóri, gerði samninga um byggingu hennar fyrir hönd bæjarins skömmu áður en hann lét af störfum. U ÁT DÓ I í hálfkæringi vil ég meina, að þessi hraðskreiði bátur yrði hentugur þegar skúturnar færu að koma,“ segir hann og á þar við slöngu- bátinn sem smyglararnir notuðu til að sækja fíkniefnin í skútuna á hafi úti. ný tegund af farfuglum „Eftir á að hyggja hafa menn kannski kveikt á ákveðnum hlut- um en það var ekkert sem lá í loft- inu um að þetta væri að gerast,“ segir Björn Hafþór. Hann játar því að vissulega sé það áfall að komast að því að smygl á tugum kílóa fíkniefna hafi verið skipulagt frá höfninni. „Það er óhætt að segja það. En þetta virðist geta gerst hvar sem er. Þetta er eins og með farfugl- ana. Þeir koma hingað upp að suðausturströndinni. Þetta er kannski bara ný tegund af farfugl- um,“ segir Björn Hafþór. Í gæsluvarðhald Þremenn- ingarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Þeir voru leiddir fyrir Héraðsdóm reykjavíkur í gær. mynDIr róbert „Maður kveikir ekki á sjónvarpinu án þess að fá eitthvað framan í sig um kosningar. Þess vegna spratt þetta upp. Af hverju ekki bara Ungfrú framboð? Það náðist ekki tími til að búa þetta til fyrir karlana. Annars hefði líka verið Herra framboð-keppni. Kannski ætti ég að drífa það af í kvöld og setja hana upp. Verðum við ekki að gæta jafnræð- is í þessu? En það fór aðeins meiri tími í að setja þetta upp en ég bjóst við,“ segir Birgir Þór Halldórsson vefforitari. Hann setti upp keppnina Ungfrú fram- boð á vefnum herraisland.is/ungfru/ frambod/ ásamt félögum sínum og sér einnig um vefina leikhus.is og tveir- fyrireinn.is. Vefinn setti hópurinn upp vegna þess að þeir voru komnir með leið á öllu kosningatalinu. Umdeildur á Facebook Birgir ítrekar að vefur félaganna sé ein- ungis létt grín og hvetur fólk til að taka þessu framtaki með brosi á vör. „Af hverju ekki bara að líta á þetta öðrum augum? Keppnin er líka háð á útlitsdýrkunina sem er alls staðar. Þetta er gaman ef fólk er tilbúið til að brosa. Ég er reyndar í smá rifrildi við fólk á Facebook sem hefur greinilega ekki húmor fyrir þessu. Fólk er óánægt með skírskotun í útlitsdýrkunina og ein skrifar á Facebook-ið hjá mér: „Ég hef lítið gaman af nautgripasýning- um.“ En er ekki allt umdeilt sem við- kemur útliti?“ Sigurvegarinn fær blómvönd Vefurinn var opnaður klukkan þrjú í gær og um klukkan sex var búið að greiða 2.500 atkvæði. Birgir hafði ekki nákvæma tölu á einstaklingum sem voru búnir að kjósa enda geta allir kos- ið alla og einnig strikað út keppendur. Vefurinn er hýstur á vefsvæðinu herraisland.is sem tengist ekki keppn- inni Herra Ísland heldur er þetta lén sem Birgir á. „Ég er búinn að eiga þetta lén í þrjú ár og hef aldrei gert neitt meira við það. Mig langaði bara að fá viður- nefnið herra Ísland,“ segir Birgir á létt- um nótum og stefnir á að heiðra sigur- vegarann sérstaklega. „Ég er að hugsa um að reyna að fara með blómvönd á kosningavöku hjá þeirri sem verður í efsta sæti um tíuleytið á laugardagskvöldið. Ef það gengur ekki færi ég henni vöndinn á sunnudaginn.“ „Þetta er ekki gott“ Katrín Jakobsdóttir, sem skipar 1. sæt- ið í Reykjavík norður hjá vinstri-græn- um, myndi taka við blómvendinum fegins hendi. „Ég býð hann velkominn á kosn- ingaskrifstofuna ef svo ólíklega færi að ég bæri sigur úr býtum. Fólk verður að hafa leyfi til að skemmta sér. Ég sé ekki mikla kosningabaráttu fyrir mig á þessum vettvangi en ég kippi mér ekki upp við það að fólk sé að leika sér. En mér finnst mikilvægt að meta fólk út frá öðru en útliti.“ Þegar síðan var opnuð í gær var Katrín lengi vel í fyrsta sæti en um sjö- leytið í gær rokkaði hún frá því sjöunda niður í það níunda. „Mér finnst dálítið slæmt að hafa hrapað um átta sæti á einum degi. Þetta er ekki gott. Ég held að það séu einhverjir sem eru að plotta gegn mér þarna,“ segir Katrín en þegar DV talaði við hana í gærkvöldi var Álfrún Elsa Hallsdóttir í fyrsta sæti. „Hún er systurdóttir mín. Ég sé nú ekki annað en fjölskyldan eigi þennan lista. Þetta sýnir að einhver hefur mjög góðan smekk.“ Katrín er enginn sérstakur tals- maður fegurðarsamkeppna þótt hún hafi skipulagt eina slíka. „Fegurðarsamkeppnir snúast um ákveðna hlutgervingu kvenna og fólk verður að taka það með í reikning- inn. En ég hef hins vegar staðið fyr- ir fegurðarsamkeppni á sínum tíma í menntaskóla. Ég vann hana aldrei. Þannig að ég get reynt að vera í smá baráttu í þessari.“ Ég skráði mig ekki í keppnina Inga Vigdís Guðmundsdóttir skipar 10. sæti í Reykjavík suður á lista Borg- arahreyfingarinnar og kom af fjöllum þegar DV tilkynnti henni um fegurðar- samkeppnina á netinu. „Vá, ég er bara í sjokki. Ég hafði ekki hugmynd um þessa keppni. Ég skráði mig ekki í neina svona keppni,“ segir Inga Vigdís. Um kvöldmatarleytið í gær var Inga Vigdís í fimmta sæti í keppninni en var lengi vel í 2. sæti eftir að vefurinn fór í loftið klukkan þrjú í gær. „Þetta er náttúrlega bara húmor. Ég lít þetta ekki alvarlegum augum. Mér finnst fegurðarsamkeppnir vera bull og ég veit ekki hvort ég gæti tek- ið þátt í þeim. Ég er pönkari þannig að ég væri örugglega ekki vel liðin í þess- um heimi. En ég gæti kannski hugsað mér að taka þátt þótt ég vilji frekar vera hinum megin við myndavélina,“ segir Inga Vigdís sem var samt sem áður mjög spennt fyrir keppninni og myndi taka við sigurverðlaunum með bros á vör ef til þess kæmi. FEGURÐARSAM- KEPPNI FRAM- BJÓÐENDA „Mér finnst dálítið slæmt að hafa hrapað um átta sæti á einum degi. Þetta er ekki gott.“ Rokkar á milli sæta Katrín var í fyrsta sæti lengi vel eftir að vefurinn var opnaður en hefur hrapað niður um þó nokkur sæti. Keppir við Þorgerði Katrín og Þorgerður Katrín voru hnífjafnar um sjöleytið í gær. lilJa KatRín gUnnaRSdóttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.