Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 54
föstudagur 24. apríl 200954 Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is
Berglind Bjarnadóttir
kennari og bókari í Hafnarfirði
Berglind
fæddist í
Reykjavík
en ólst upp í
Hafnarfirði.
Hún var í Víði-
staðaskóla,
stundaði nám
við Kvenna-
skólann,
lauk stúdentsprófi frá VMA 1999,
stundaði nám við KHÍ og lauk
þaðan kennaraprófi 2004.
Berglind vann í Selinu á Skútu-
stöðum í Mývatnssveit og á Hótel
Reynihlíð á sumrin með skóla, var
eitt sumar í Danmörku og annað í
Noregi. Hún starfaði við leikskól-
ann Hvamm í Hafnarfirði 2005-
2006 og hefur síðan verið bókari
við eigið fyrirtæki.
Fjölskylda
Eiginmaður Berglindar er Jón
Andrés Valberg, f. 1.3. 1976, fram-
kvæmdastjóri og flugþjónn.
Börn Berglindar og Jóns Andr-
ésar eru Gústaf Bjarni Valberg, f.
28.6. 2000; Emil Gauti Valberg, f.
12.3. 2003; Jana María Valberg, f.
9.3. 2009.
Bræður Berglindar eru Bjarni
Þór Bjarnason, f. 10.2. 1972, tölvu-
og kerfisfræðingur í Reykjavík;
Kristinn Ásgeir Bjarnason, f. 27.10.
1973, búsettur í Hafnarfirði.
Foreldrar Berglindar: Bjarni
Pétursson, f. 10.2. 1947, d. 5.4.
2008, bifvélavirki, og Þórunn S.
Kristinsdóttir, f. 12.8. 1948, leik-
skólakennari.
Foreldrar Bjarna voru Pétur
Gauti Pétursson, b. á Gautlöndum
í Mývatnssveit, og Gíslíana Bjarn-
veig Bjarnadóttir húsfreyja.
Foreldrar Þórunnar voru Krist-
inn Ásgeir Kristjánsson, sem starf-
rækti netaverkstæði í Hafnarfirði,
og Dagbjört Lára Einarsdóttir hús-
freyja.
30 ára á föstudag 85 ára á föstudag
Jón Ísberg
fyrrv. sýslumaður í Húnavatnssýslu
Jón fæddist á Möðrufelli í Eyjafirði.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1946, embættisprófi í lögfræði við HÍ
1950 og stundaði nám í alþjóðarétti
við Lundúnaháskóla 1950-51.
Jón var fulltrúi sýslumanns
Húnavatnssýslu 1951 og sýslumað-
ur Húnavatnssýslu 1960-94. Sam-
hliða embættisrekstri stundaði Jón
búskap í Laxholti, einkum hrossabú-
skap, til 1983. Eftir að hann hætti bú-
skap hefur hann stundað skógrækt í
Laxholti.
Jón sat í stjórn Vöku 1947-49, í
stúdentaráði HÍ 1947-48, var formað-
ur Orators 1948-49, meðal stofnenda
skátafélagsins Bjarma á Blönduósi
1938, flokks- og ylfingaforingi til 1943
og félagsforingi Skátafélags Blöndu-
óss 1958-74.
Jón var oddviti Húnavatnssýslu
1960-88 er sýslufélögin voru lögð nið-
ur í þáverandi mynd, var formaður
jarðhitanefndar Vestur-Húnavatns-
sýslu, formaður stjórnar Héraðs-
sambands Austur-Húnavatnssýslu,
formaður náttúruverndarnefndar,
formaður stjórnar Héraðsskjalasafns
Austur-Húnavatnssýslu, formað-
ur byggingarnefnda um bókhlöðu
á Blönduósi, um félagsheimili þar
og heilbrigðisstofnanir á Blönduósi
og Skagaströnd, sat í undirbúnings-
nefnd fyrir byggingu Húnavallaskóla,
sat í hreppsnefnd Blönduóshrepps
1958-82, var oddviti Blönduóshrepps
1965-66 og 1970-78, formaður skóla-
nefndar, hafnarnefndar, byggingar-
nefndar hitaveitu Blönduóss, í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
1977-78, átti sæti í stjórn Fjórðungs-
sambands Norðlendinga og var for-
maður þess 1977-78, safnaðarfull-
trúi Blönduóssóknar 1965, í stjórn
Skógræktarfélags Austur-Húnvetn-
inga 1960-71 og formaður 1965-71,
stofnandi Lionsklúbbs Blönduóss
1959 og fjöl-umdæmisstjóri 1983-84,
formaður stjórnar Sýslumannafé-
lags Íslands, formaður Jörundar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í Aust-
ur-Húnavatnssýslu 1952-56, í stjórn
Varðar, félags sjálfstæðismanna í
Austur-Húnavatnssýslu 1960-67,
vþm. 1967, í iðnþróunarnefnd fyrir
Norðurland vestra 1977-78, í ráðgjaf-
arnefnd um almenningsbókasöfn
1978. Hann var stjórnarformað-
ur m.a. fyrirtækjanna Pólarprjóns
hf., Trefjaplasts hf., Verslunarfélags
Austur-Húnavatnssýslu hf. og stjórn-
arformaður Veiðifélags Laxár í Ásum
1972.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er Þórhildur Guð-
jónsdóttir, f. 1.12. 1925, héraðs-
skjalavörður. Hún er dóttir Guð-
jóns Hallgrímssonar bónda og Rósu
Ívarsdóttur húsmóður
Börn Jóns og Þórhildar eru Arn-
grímur, f. 10.5. 1952, héraðsdómari,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Mari-
ettu Ísberg kennara og eiga þau þrjú
börn; Eggert Þór, f. 18.6. 1953, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Sigrúnu Árnadóttur sjúkra-
liða og eiga þau tvö börn; Guðbrand-
ur Magnús, f. 10.5. 1955, prentari í
Kópavogi; Guðjón, f. 14.2. 1957, hag-
fræðingur í Danmörku; Jón Ólafur, f.
20.2. 1958, sagnfræðingur í Reykja-
vík, kvæntur Oddnýju Ingvadóttur
yfirkennara og eiga þau þrjár dætur;
Nína Rós, f. 17.2. 1964, mannfræð-
ingur og sérkennari, búsett í Reykja-
vík.
Systkin Jóns: Gerður Ólöf, f. 20.3.
1921, nú látin, húsmóðir í Reykja-
vík; Guðrún Lilja, f. 28.9. 1922, nú
látin, hárgreiðslumeistari í Reykja-
vík; Ari Guðbrandur, f. 16.9. 1925,
lögfræðingur í Reykjavík; Ásta
Ingifríður, f. 6.3. 1927, hárgreiðslu-
meistari; Nína Sigurlína, f. 22.11.
1929, fyrrv. ritari; Ævar Hrafn, f.
30.4. 1931, fyrrv. vararíkisskatt-
stjóri, búsettur í Kópavogi; Arn-
grímur Óttar, f. 31.5. 1937, kennari.
Foreldrar Jóns voru Guðbrand-
ur Magnússon Ísberg, f. 28.5. 1893,
d. 13.1. 1984, sýslumaður, og Árn-
ína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg, f.
27.1. 1898, d. 3.10. 1941, húsmóð-
ir.
Svanhildur Guðbjörg fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp í Vestur-
bænum. Hún lauk skólaskyldu í
Laugarnesskóla.
Svanhildur var m.a. starfskona á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
í fimmtán ár og starfaði við ræsting-
ar í Vogaskóla. Lengst af hefur hún
þó verið heimavinnandi.
Fjölskylda
Svanhildur giftist 19.10. 1957 Kristni
Marinó Gunnarssyni, f. 23.8. 1934,
d. 17.6. 1979, bifvélavirkja í Reykja-
vík. Hann var sonur Gunnars Ferd-
inands Guðmundssonar, f. 12.6.
1912, d. 28.5. 1987, bifvélavirkja,
búsettur í Kópavogi, og f.k.h., Sigur-
jónu Kristinsdóttur, f. 28.10. 1905,
d. 22.9. 2000, húsmóður.
Börn Svanhildar og Kristins
Marinós eru Jón Gunnar Kristins-
son, f. 12.11. 1958, verslunarmaður í
Reykjavík en kona hans er Steinunn
Skúladóttir og eiga þau fjögur börn;
Þuríður Ósk Kristinsdóttir, f. 10.10.
1959, talsímavörður í Reykjavík en
maður hennar er Theodór Gunn-
arsson og eiga þau fjögur börn; Sig-
urjóna Kristinsdóttir, f. 28.10. 1960,
húsmóðir í Reykjavík og á hún fimm
börn; Kristinn Bragi Kristinsson, f.
8.12. 1961, bifvélavirki í Reykjavík,
en kona hans er Bryndís Olsen og
eiga þau fjögur börn; Brynjar Krist-
insson, f. 9.3. 1963, d. 24.3. 1996,
hárgreiðslumeistari á Englandi;
María Hafdís Kristinsdóttir, f. 17.8.
1965, prentsmiður í Reykjavík, en
maður hennar er Birkir Þór Fossdal
og eiga þau tvö börn; Bryndís Hug-
rún Kristinsdóttir, f. 21.3. 1972, hús-
móðir í Reykjavík, en maður henn-
ar er Guðbjartur Óli Kristjánsson og
eiga þau þrjú börn.
Svanhildur giftist 31.12. 1993
seinni manni sínum, Rafni Reyni
Bjarnasyni, f. 16.10. 1936, verktaka
í Reykjavík. Rafn Reynir er son-
ur Bjarna Guðmundssonar, skipa-
smiðs í Reykjavík, og k.h., Gestfríð-
ar Ólafsdóttur húsmóður.
Hálfsystkini Svanhildar, sam-
feðra, eru Svanhildur Jónsdótt-
ir, lést tíu ára; Svava Hansdóttir, f.
28.12. 1921, búsett á Suðureyri við
Súgandafjörð; Bragi Marteinn Jóns-
son, f. 29.1. 1927, d. 1960.
Foreldrar Svanhildar voru Jón
Kristján Einarsson, f. 25.4. 1902, d.
25.2. 1972, sjómaður í Reykjavík, og
k.h., Ósk Þuríður Guðbjartsdóttir, f.
28.4. 1898, d. 31.10. 1951, húsmóð-
ir.
Svanhildur verður með kaffi-
samsæti að heimili sínu í Hafnar-
firði, sunnudaginn 26.4. kl. 15.00.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra íslendinga. lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is.
70 ára á mánudag
Svanhildur G. Jónsdóttir
Húsmóðir
Katrín Heiða Jónsdóttir
íþróttafræðingur í Reykjavík
Katrín fæddist
á Egilsstöðum
en ólst upp
á Breiðdals-
vík. Hún var
í Grunnskóla
Breiðdals-
hrepps, stund-
aði nám við
Fjölbrauta-
skólann í Ármúla og lauk þaðan
stúdentsprófi 2000, lauk BS-prófi í
íþróttafræðum frá Íþróttakennara-
háskólanum á Laugarvatni 2006 og
stundar nú MS-nám í íþrótta- og
heilsufræðum við HÍ.
Katrín vann í fiski á Breiðdals-
vík á unglingsárunum. Hún þjálf-
aði knattspyrnu og frjálsar íþróttir
á Breiðdalsvík um skeið og hefur
verið einkaþjálfari í Árbæjarþreki
frá 2005.
Katrín hóf ung að æfa og keppa
í knattspyrnu og lék með Leikni,
Fáskrúðsfirði, og síðan með Val í
Reykjavík en þar lék hún með meist-
araflokki 1998-2005. Hún hefur
tvisvar orðið bikarmeistari með Val.
Fjölskylda
Unnusti Katrínar er Bergþór Ólafs-
son, f. 29.5. 1971, íþróttafræðingur
og framkvæmdastjóri.
Sonur Katrínar og Bergþórs er
Fannar Bergþórsson, f. 24.8. 2008.
Dóttir Bergþórs er Andrea Berg-
þórsdóttir, f. 2.11. 1994.
Bróðir Katrínar er Birkir Þór
Jónsson, f. 15.9. 1991, nemi.
Foreldrar Katrínar eru Jón Elfar
Þórðarson, f. 18.7. 1960, verkstjóri
hjá Breiðdalshreppi, og Þórdís Ein-
arsdóttir, f. 25.6. 1959, leikskóla-
kennari á Breiðdalsvík.
30 ára á föstudag
Halldór Ingi Kárason
framHaldsskólakennari við ví
Halldór fæddist á Akureyri og
ólst þar upp til tvítugs. Hann var í
Lundarskóla, Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar og lauk stúdentsprófi frá
MA árið 2000. Hann lauk síðan BS-
prófi í tölvunarfræði frá HR 2005
og M.Ed.-prófi í stærðfræði frá HR
2007.
Halldór starfaði hjá Rafveitu Ak-
ureyrar í mörg sumur með námi,
vann við pitsubakstur á Akureyri,
starfaði hjá Flugfélagi Íslands um
skeið, var tæknimaður á Útvarpi
Sögu 2004-2005, var tæknimaður
í Sóltúni 2005-2006 og hefur kennt
tölvunotkun, forritun og stærð-
fræði við VÍ frá 2006.
Halldór æfði og keppti í blaki
með KA á unglingsárunum, hefur
keppt í blaki með meistaraflokki
Þróttar frá 2004 og er nýbakaður
Íslandsmeistari með félaginu. Þá
varð hann Íslandsmeistari með 2.
flokki KA 1998. Hann hefur setið
í stjórn blakdeildar Þróttar í fimm
ár.
Fjölskylda
Unnusta Halldórs er Guðrún Sig-
ríður Pálsdóttir, f. 26.9. 1985, nemi
í íþróttafræði við HR.
Sonur Halldórs og Guðrúnar
Sigríðar er Arnar Páll Halldórsson,
f. 11.7. 2007.
Hálfsystkini Halldórs: Guðný
Lára Bragadóttir, f. 3.8. 1986, nemi
í hagfræði við HÍ; Brynjar Smári
Bragason, f. 20.6. 1990, nemi við
VÍ; Arnór Kárason, f. 25.3. 1987,
starfsmaður Akureyrarbæjar.
Foreldrar Halldórs eru Kári
Gíslason, f. 22.11. 1956, sjómaður
á Ólafsfirði, og Hafdís M. Magnús-
dóttir, f. 1.6. 1961, leikskólakennari
í Reykjavík.
30 ára á laugardag