Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 54
föstudagur 24. apríl 200954 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Berglind Bjarnadóttir kennari og bókari í Hafnarfirði Berglind fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún var í Víði- staðaskóla, stundaði nám við Kvenna- skólann, lauk stúdentsprófi frá VMA 1999, stundaði nám við KHÍ og lauk þaðan kennaraprófi 2004. Berglind vann í Selinu á Skútu- stöðum í Mývatnssveit og á Hótel Reynihlíð á sumrin með skóla, var eitt sumar í Danmörku og annað í Noregi. Hún starfaði við leikskól- ann Hvamm í Hafnarfirði 2005- 2006 og hefur síðan verið bókari við eigið fyrirtæki. Fjölskylda Eiginmaður Berglindar er Jón Andrés Valberg, f. 1.3. 1976, fram- kvæmdastjóri og flugþjónn. Börn Berglindar og Jóns Andr- ésar eru Gústaf Bjarni Valberg, f. 28.6. 2000; Emil Gauti Valberg, f. 12.3. 2003; Jana María Valberg, f. 9.3. 2009. Bræður Berglindar eru Bjarni Þór Bjarnason, f. 10.2. 1972, tölvu- og kerfisfræðingur í Reykjavík; Kristinn Ásgeir Bjarnason, f. 27.10. 1973, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Berglindar: Bjarni Pétursson, f. 10.2. 1947, d. 5.4. 2008, bifvélavirki, og Þórunn S. Kristinsdóttir, f. 12.8. 1948, leik- skólakennari. Foreldrar Bjarna voru Pétur Gauti Pétursson, b. á Gautlöndum í Mývatnssveit, og Gíslíana Bjarn- veig Bjarnadóttir húsfreyja. Foreldrar Þórunnar voru Krist- inn Ásgeir Kristjánsson, sem starf- rækti netaverkstæði í Hafnarfirði, og Dagbjört Lára Einarsdóttir hús- freyja. 30 ára á föstudag 85 ára á föstudag Jón Ísberg fyrrv. sýslumaður í Húnavatnssýslu Jón fæddist á Möðrufelli í Eyjafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1946, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1950 og stundaði nám í alþjóðarétti við Lundúnaháskóla 1950-51. Jón var fulltrúi sýslumanns Húnavatnssýslu 1951 og sýslumað- ur Húnavatnssýslu 1960-94. Sam- hliða embættisrekstri stundaði Jón búskap í Laxholti, einkum hrossabú- skap, til 1983. Eftir að hann hætti bú- skap hefur hann stundað skógrækt í Laxholti. Jón sat í stjórn Vöku 1947-49, í stúdentaráði HÍ 1947-48, var formað- ur Orators 1948-49, meðal stofnenda skátafélagsins Bjarma á Blönduósi 1938, flokks- og ylfingaforingi til 1943 og félagsforingi Skátafélags Blöndu- óss 1958-74. Jón var oddviti Húnavatnssýslu 1960-88 er sýslufélögin voru lögð nið- ur í þáverandi mynd, var formaður jarðhitanefndar Vestur-Húnavatns- sýslu, formaður stjórnar Héraðs- sambands Austur-Húnavatnssýslu, formaður náttúruverndarnefndar, formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austur-Húnavatnssýslu, formað- ur byggingarnefnda um bókhlöðu á Blönduósi, um félagsheimili þar og heilbrigðisstofnanir á Blönduósi og Skagaströnd, sat í undirbúnings- nefnd fyrir byggingu Húnavallaskóla, sat í hreppsnefnd Blönduóshrepps 1958-82, var oddviti Blönduóshrepps 1965-66 og 1970-78, formaður skóla- nefndar, hafnarnefndar, byggingar- nefndar hitaveitu Blönduóss, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1977-78, átti sæti í stjórn Fjórðungs- sambands Norðlendinga og var for- maður þess 1977-78, safnaðarfull- trúi Blönduóssóknar 1965, í stjórn Skógræktarfélags Austur-Húnvetn- inga 1960-71 og formaður 1965-71, stofnandi Lionsklúbbs Blönduóss 1959 og fjöl-umdæmisstjóri 1983-84, formaður stjórnar Sýslumannafé- lags Íslands, formaður Jörundar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Aust- ur-Húnavatnssýslu 1952-56, í stjórn Varðar, félags sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu 1960-67, vþm. 1967, í iðnþróunarnefnd fyrir Norðurland vestra 1977-78, í ráðgjaf- arnefnd um almenningsbókasöfn 1978. Hann var stjórnarformað- ur m.a. fyrirtækjanna Pólarprjóns hf., Trefjaplasts hf., Verslunarfélags Austur-Húnavatnssýslu hf. og stjórn- arformaður Veiðifélags Laxár í Ásum 1972. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Þórhildur Guð- jónsdóttir, f. 1.12. 1925, héraðs- skjalavörður. Hún er dóttir Guð- jóns Hallgrímssonar bónda og Rósu Ívarsdóttur húsmóður Börn Jóns og Þórhildar eru Arn- grímur, f. 10.5. 1952, héraðsdómari, búsettur í Reykjavík, kvæntur Mari- ettu Ísberg kennara og eiga þau þrjú börn; Eggert Þór, f. 18.6. 1953, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Árnadóttur sjúkra- liða og eiga þau tvö börn; Guðbrand- ur Magnús, f. 10.5. 1955, prentari í Kópavogi; Guðjón, f. 14.2. 1957, hag- fræðingur í Danmörku; Jón Ólafur, f. 20.2. 1958, sagnfræðingur í Reykja- vík, kvæntur Oddnýju Ingvadóttur yfirkennara og eiga þau þrjár dætur; Nína Rós, f. 17.2. 1964, mannfræð- ingur og sérkennari, búsett í Reykja- vík. Systkin Jóns: Gerður Ólöf, f. 20.3. 1921, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík; Guðrún Lilja, f. 28.9. 1922, nú látin, hárgreiðslumeistari í Reykja- vík; Ari Guðbrandur, f. 16.9. 1925, lögfræðingur í Reykjavík; Ásta Ingifríður, f. 6.3. 1927, hárgreiðslu- meistari; Nína Sigurlína, f. 22.11. 1929, fyrrv. ritari; Ævar Hrafn, f. 30.4. 1931, fyrrv. vararíkisskatt- stjóri, búsettur í Kópavogi; Arn- grímur Óttar, f. 31.5. 1937, kennari. Foreldrar Jóns voru Guðbrand- ur Magnússon Ísberg, f. 28.5. 1893, d. 13.1. 1984, sýslumaður, og Árn- ína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg, f. 27.1. 1898, d. 3.10. 1941, húsmóð- ir. Svanhildur Guðbjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vestur- bænum. Hún lauk skólaskyldu í Laugarnesskóla. Svanhildur var m.a. starfskona á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í fimmtán ár og starfaði við ræsting- ar í Vogaskóla. Lengst af hefur hún þó verið heimavinnandi. Fjölskylda Svanhildur giftist 19.10. 1957 Kristni Marinó Gunnarssyni, f. 23.8. 1934, d. 17.6. 1979, bifvélavirkja í Reykja- vík. Hann var sonur Gunnars Ferd- inands Guðmundssonar, f. 12.6. 1912, d. 28.5. 1987, bifvélavirkja, búsettur í Kópavogi, og f.k.h., Sigur- jónu Kristinsdóttur, f. 28.10. 1905, d. 22.9. 2000, húsmóður. Börn Svanhildar og Kristins Marinós eru Jón Gunnar Kristins- son, f. 12.11. 1958, verslunarmaður í Reykjavík en kona hans er Steinunn Skúladóttir og eiga þau fjögur börn; Þuríður Ósk Kristinsdóttir, f. 10.10. 1959, talsímavörður í Reykjavík en maður hennar er Theodór Gunn- arsson og eiga þau fjögur börn; Sig- urjóna Kristinsdóttir, f. 28.10. 1960, húsmóðir í Reykjavík og á hún fimm börn; Kristinn Bragi Kristinsson, f. 8.12. 1961, bifvélavirki í Reykjavík, en kona hans er Bryndís Olsen og eiga þau fjögur börn; Brynjar Krist- insson, f. 9.3. 1963, d. 24.3. 1996, hárgreiðslumeistari á Englandi; María Hafdís Kristinsdóttir, f. 17.8. 1965, prentsmiður í Reykjavík, en maður hennar er Birkir Þór Fossdal og eiga þau tvö börn; Bryndís Hug- rún Kristinsdóttir, f. 21.3. 1972, hús- móðir í Reykjavík, en maður henn- ar er Guðbjartur Óli Kristjánsson og eiga þau þrjú börn. Svanhildur giftist 31.12. 1993 seinni manni sínum, Rafni Reyni Bjarnasyni, f. 16.10. 1936, verktaka í Reykjavík. Rafn Reynir er son- ur Bjarna Guðmundssonar, skipa- smiðs í Reykjavík, og k.h., Gestfríð- ar Ólafsdóttur húsmóður. Hálfsystkini Svanhildar, sam- feðra, eru Svanhildur Jónsdótt- ir, lést tíu ára; Svava Hansdóttir, f. 28.12. 1921, búsett á Suðureyri við Súgandafjörð; Bragi Marteinn Jóns- son, f. 29.1. 1927, d. 1960. Foreldrar Svanhildar voru Jón Kristján Einarsson, f. 25.4. 1902, d. 25.2. 1972, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Ósk Þuríður Guðbjartsdóttir, f. 28.4. 1898, d. 31.10. 1951, húsmóð- ir. Svanhildur verður með kaffi- samsæti að heimili sínu í Hafnar- firði, sunnudaginn 26.4. kl. 15.00. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is. 70 ára á mánudag Svanhildur G. Jónsdóttir Húsmóðir Katrín Heiða Jónsdóttir íþróttafræðingur í Reykjavík Katrín fæddist á Egilsstöðum en ólst upp á Breiðdals- vík. Hún var í Grunnskóla Breiðdals- hrepps, stund- aði nám við Fjölbrauta- skólann í Ármúla og lauk þaðan stúdentsprófi 2000, lauk BS-prófi í íþróttafræðum frá Íþróttakennara- háskólanum á Laugarvatni 2006 og stundar nú MS-nám í íþrótta- og heilsufræðum við HÍ. Katrín vann í fiski á Breiðdals- vík á unglingsárunum. Hún þjálf- aði knattspyrnu og frjálsar íþróttir á Breiðdalsvík um skeið og hefur verið einkaþjálfari í Árbæjarþreki frá 2005. Katrín hóf ung að æfa og keppa í knattspyrnu og lék með Leikni, Fáskrúðsfirði, og síðan með Val í Reykjavík en þar lék hún með meist- araflokki 1998-2005. Hún hefur tvisvar orðið bikarmeistari með Val. Fjölskylda Unnusti Katrínar er Bergþór Ólafs- son, f. 29.5. 1971, íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri. Sonur Katrínar og Bergþórs er Fannar Bergþórsson, f. 24.8. 2008. Dóttir Bergþórs er Andrea Berg- þórsdóttir, f. 2.11. 1994. Bróðir Katrínar er Birkir Þór Jónsson, f. 15.9. 1991, nemi. Foreldrar Katrínar eru Jón Elfar Þórðarson, f. 18.7. 1960, verkstjóri hjá Breiðdalshreppi, og Þórdís Ein- arsdóttir, f. 25.6. 1959, leikskóla- kennari á Breiðdalsvík. 30 ára á föstudag Halldór Ingi Kárason framHaldsskólakennari við ví Halldór fæddist á Akureyri og ólst þar upp til tvítugs. Hann var í Lundarskóla, Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og lauk stúdentsprófi frá MA árið 2000. Hann lauk síðan BS- prófi í tölvunarfræði frá HR 2005 og M.Ed.-prófi í stærðfræði frá HR 2007. Halldór starfaði hjá Rafveitu Ak- ureyrar í mörg sumur með námi, vann við pitsubakstur á Akureyri, starfaði hjá Flugfélagi Íslands um skeið, var tæknimaður á Útvarpi Sögu 2004-2005, var tæknimaður í Sóltúni 2005-2006 og hefur kennt tölvunotkun, forritun og stærð- fræði við VÍ frá 2006. Halldór æfði og keppti í blaki með KA á unglingsárunum, hefur keppt í blaki með meistaraflokki Þróttar frá 2004 og er nýbakaður Íslandsmeistari með félaginu. Þá varð hann Íslandsmeistari með 2. flokki KA 1998. Hann hefur setið í stjórn blakdeildar Þróttar í fimm ár. Fjölskylda Unnusta Halldórs er Guðrún Sig- ríður Pálsdóttir, f. 26.9. 1985, nemi í íþróttafræði við HR. Sonur Halldórs og Guðrúnar Sigríðar er Arnar Páll Halldórsson, f. 11.7. 2007. Hálfsystkini Halldórs: Guðný Lára Bragadóttir, f. 3.8. 1986, nemi í hagfræði við HÍ; Brynjar Smári Bragason, f. 20.6. 1990, nemi við VÍ; Arnór Kárason, f. 25.3. 1987, starfsmaður Akureyrarbæjar. Foreldrar Halldórs eru Kári Gíslason, f. 22.11. 1956, sjómaður á Ólafsfirði, og Hafdís M. Magnús- dóttir, f. 1.6. 1961, leikskólakennari í Reykjavík. 30 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.