Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 58
föstudagur 24. apríl 200958 Lífsstíll
Vertu sólarmegin Hleyptu sólskininu í líf þitt með þessum
dásamlega sumarilm frá Mark Jacobs. Ilmurinn ber heitið daisy og er
léttur og ferskur eins og sumarið sjálft. Ilmurinn kemur í einstaklega
fallegri flösku enda er hönnuðurinn ekki þekktur fyrir annað en elegant
og kvenlega hönnun og er engin breyting þar á þegar kemur að daisy.
láttu sumarið ekki framhjá þér fara og nældu þér í glas af þessari ein-
stöku lykt.
Uppskrift: Sigríður Björk Bragadóttir.
Ljósmyndari: Kristinn Magnússon
Þessi einfaldi og létti réttur er úr nýj-
asta tölublaði Gestgjafans og er úr
þætti sem heitir Kjúklingur á heims-
hornaflakki. Í þættinum má finna
marga framandi og skemmtilega
kjúklingarétti.
Uppskrift fyrir 4
6-8 kjúklingabitar
2 dl brauðrasp
2 tsk. salt
1 tsk. paprika
2 -3 tsk. blandaðar kryddjurtir, t.d.
tímían, óreganó, merían
¼ tsk. pipar
30 g smjör, brætt, eða 4 msk. olía
Hitið ofninn í 190°C. Bland-
ið raspi, salti, papriku, kryddjurt-
um og pipar saman í skál. Pensl-
ið kjúklingabitana með smjöri eða
olíu og veltið síðan upp úr raspinu.
Raðið í ofnfast fat. Bakið í 35-40
mín.
Berið fram með hrísgrjónum og
góðu salati.
Í boði Gestgjafans:
KjúKlingabitar með Kryddrasphjúp
uMsJón: kolbrún pálína HelgadóttIr, kolbrun@dv.is
gefðu
sumargjöf
sumarið er komið eða svo segir
dagatalið allavega. Hefð er fyrir
því að börn fái sumargjafir í tilefni
þessara tímamóta og eiga eflaust
flestir góðar minningar um fallegar
sumargjafir. dV tók saman nokkrar
hugmyndir að nokkrum ódýrum en
sumarlegum gjöfum.
Sápukúlur
sápukúlur gleðja alltaf yngri kyn-
slóðina enda fátt skemmtilegra en
að blása sápukúlur á góðviðrisdegi
þegar maður er lítill.
Krítar
götukrítar geta kætt marga káta
krakka og ýtt undir hugmyndaflug
þeirra. gætið þess þó að börnin kríti
þar sem þau mega kríta.
Sippubönd
sippu- og snúsnúbönd eru mjög
vinsæl hjá börnum. gefðu barninu
þínu sippuband í tilefni sumarsins
og það fer hoppandi út í góða
veðrið.
Frisbídiskur
Það getur öll fjölskyldan tekið þátt
í frisbí og því ekkert nema jákvætt
að láta eins og einn frisbídisk fylgja
sumargjöfinni.
Boltar
allt frá skopparaboltum til skotbolta
og fótbolta getur verið góð sumar-
gjöf. boltar ýta undir hreyfingu og
krefjast þess að börnin fái fleiri til
leiks við sig.
Öryggishlutir
Þau börn sem eiga hjól, hlaupahjól,
línuskauta eða fá það jafnvel í
sumargjöf þurfa að vera vel varin.
tilvalið er því að gefa hjálm eða
aðrar hlífar svo barnið sé öruggt að
leik.
Sundföt
Það þarf að endurnýja sundfatnað
barnanna reglulega og er tilvalið
að gera það á þessum tímamótum.
gefðu barninu flott sundföt, sund-
gleraugu og kúta ef þörf er á. gjöfin
ætti að nýtast vel með allt sumarið
fram undan.
Háfur
tilvalið er að gefa ævintýragjörnum
krökkum sem hafa gaman af því að
vera úti í náttúrunni háf. börnin geta
nýtt hann í veiðina í sumar með
þeim sem eldri eru eða dundað sér
við að veiða síli í litlum lækjum.
gott sKipulag
sKiptir sKöpum
Fyrstu sumardagarnir eiga það til að vera kaldir og blautir. Tilvalið er að nota þessa
daga til að fara í gegnum fataskápinn, nokkuð sem við eigum til að fresta þar til skipu-
lagið er farið út um þúfur. Ekki fara í þetta verkefni með hangandi hendi því það gæti
orðið tímafrekt. Settu góða tónlist á fóninn og hafðu gaman af.
Erfitt að byrja
1. Byrjaðu á að taka öll fötin út úr
skápnum. Þetta gæti verið yfir-
þyrmandi í fyrstu en vittu til, þú
verður hissa að komast að því hvað
þú notar lítinn hluta fatanna.
Taktu öll þau föt sem þú getur
hugsað þér að henda og settu í poka,
því næst skaltu taka þau föt sem ekki
passa eða gera ekki mikið fyrir þig
og setja í annan poka. Fötin sem
eftir eru mega svo fara hægt og ró-
lega inn í skáp á ný. Komdu á góðu
skipulagi, sumum finnst þægilegt að
flokka eftir litum, öðrum finnst betra
að hengja kjóla á sama stað, jakka á
sama stað og svo framvegis.
Veturinn víkur fyrir sumrinu
2. Þegar þú ert búin(n) að finna það
skipulag sem hentar þínum fataskáp
eða fataherbergi hvað best skaltu
byrja að raða. Hafðu í huga að sum-
arið er að skella á og hafðu því sumar-
flíkur og léttari fatnað sem þú telur þig
nota meira næstu mánuði á aðgengi-
legum stöðum og leyfðu þykku vetr-
arpeysunum að hvíla aftar í hillunum
eða skápunum. Ekki þó fela þær alveg
því íslenska sumarið getur eins og við
vitum verið með kaldara móti.
Þó svo að gott sé að taka til hend-
inni í skápnum reglulega er engin
skylda að láta allt flakka sem ekki er
notað. Þau föt sem hafa tilfinninga-
legt gildi fyrir þig eða rifja upp góðar
minningar mega að sjálfsögðu eiga
sitt pláss í skápnum. Ef þú neyðist
hins vegar til að losa þig við flíkurnar
sökum plássleysis getur verið sniðugt
að taka mynd af flíkunum og hengja
myndirnar inn í fataskápinn.
Að mörgu að huga
3. Flestum konum fylgir meira en
bara föt. Snyrtivörur, skart, klútar,
belti og fleiri aukahlutir liggja úti
um hvippinn og hvappinn hjá okk-
ur flestum. Ef þú ert með fataskáp
skaltu kaupa litla snaga sem þú get-
ur límt inn á skáphurðarnar og nota
þá undir hálsfestar, belti og fleira í
þeim dúr. Gott er að hengja klútana
alla saman á eitt eða fleiri herðatré,
allt eftir fjölda. Þær sem hafa meira
pláss skulu líka huga að því að setja
upp nokkra smekklega snaga á vegg-
ina, einnig er hægt að nota þá und-
ir töskur. Flestir framleiðendur fata-
skápa í dag bjóða líka upp á einhvers
konar skartgripahengi sem hægt er
að draga út úr skápunum. Mjög snið-
ugt og hentugt.
Þegar þú hefur fundið stað fyrir
alla aukahlutina er komið að snyrti-
vörunum. Ekki hika við að henda
gömlum snyrtivörum, það er engum
hollt að nota gamalt meik, púður eða
varaliti. Þvoðu pensla, svampa og
annað slíkt og kauptu körfur og/eða
snyrtibuddur og flokkaðu snyrtivör-
urnar þínar.
Skiptimarkaður með vinum
4. Láttu vinkonur þínar vita af fram-
takssemi þinni og hvettu þær til að
gera slíkt hið sama. Áður en haldið
er með gömlu fötin í Rauða krossinn
eða í aðrar góðar hendur gæti verið
einstaklega gaman að hitta vinkon-
urnar og fá að gramsa í gömlu fötun-
um og aukahlutunum þeirra og leyfa
þeim að gramsa í þínum. Þið munuð
eflaust finna eitthvað spennandi hjá
hver annari. Gerið ykkur góða kvöld-
stund úr þessu og skemmtið ykkur
við það að máta gömul föt.
Gangi þér vel og gleðilegt sumar...
kolbrun@dv.is
Taktu til hendinni notaðu fyrstu
sumardagana vel og taktu til
hendinni í fataskápnum þínum.