Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 53
föstudagur 24. apríl 2009 53Sport
umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is
Keane aftur á ferð roy Keane er loks kominn aftur með
vinnu eftir að hafa sagt upp störfum hjá sunderland. Hann hefur
verið ráðinn þjálfari Championship-liðsins Ipswich sem situr í ní-
unda sæti næstefstu deildar á Englandi. Ipswich lék síðast í úrvals-
deild þegar Hermann Hreiðarsson var hjá liðinu en vonast menn
þar á bæ eftir að roy Keane geti beitt sínum töfrum á liðið. þegar
hann tók við sunderland fyrir tveimur árum var það í botnsæti
Championship-deildarinnar en hann kom því samt upp á fyrsta ári
og hélt því í úrvalsdeildinni á fyrsta ári þar.
Birmingham á leið upp Birmingham getur endurheimt sæti
sitt í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en liðið tekur á móti preston
á st. andrews-velli sínum í ensku Championship-deildinni. Birmingham
er í öðru sæti deildarinnar á eftir Úlfunum sem nú þegar eru komnir upp
og hefur fjögurra stiga forskot á sheffield united sem er í þriðja sætinu.
sigur dugar því liðinu til þess að komast upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.
það féll fyrir tveimur árum á lokadegi eftir markalaust jafntefli gegn new-
castle. tvö íslendingalið, reading og Burnley eru frekar örugg með sæti í
umspilinu en Burnley þarf sigur til að tryggja það.
SUMARYOGA
Erum með sér sumartiboð!
Evrópumót fatlaðra í sundi verði haldið hér á landi í október næstkomandi en Íþróttasamband fatlaðra
kynnti mótið með pompi og pragt í vikunni. Gert er ráð fyrir 500-600 keppendum og fá þroskaheftir að vera
með í fyrsta skiptið í níu ár.
Undirbúningur fyrir Evrópumót fatl-
aðra í sundi er þegar vel á veg kom-
ið en það er Íþróttasamband fatlaðra
sem stendur að því. Það fer fram hér
á landi í innilaug sundlaugarinnar í
Laugardal dagana 15.-25. október
næstkomandi. ÍF gerir ráð fyrir því
að á milli 500 og 600 keppendur taki
þátt en skráning er nú þegar hafin.
Endanlegur keppendafjöldi verður
tilkynntur 23. ágúst.
Í tilefni af Evrópumótinu sem
undirrituðu ÍF og Össur hf. með sér
nýjan samstarfs- og styrktarsamning
þar sem Össur hf. verður aðalstyrkt-
araðili Evrópumeistaramótsins en
Össur hf. er einn stærsti samstarfs-
og styrktaraðili Íþróttasambands
fatlaðra í dag. Einnig var undirrit-
aður áframhaldandi samstarfs- og
styrktarsamningur milli ÍF og Össur-
ar hf. þar sem Össur hf. verður áfram
einn stærsti bakhjarl ÍF allt fram til
Ólympíumóts fatlaðra í London árið
2012.
Heimasíða keppninnar er www.
ifsport.is/ec2009 en talsmaður henn-
ar er fjölmiðlastjarnan Heimir Karls-
son sem stýrir útvarpsþættinum Í
bítið á Bylgjunni.
Þroskaheftir verða með
Síðan á Ólympíumóti fatlaðra í Syd-
ney árið 2000 hafa þroskaheftir
íþróttamenn ekki fengið að taka þátt
í mótum á vegum Alþjóðaólymp-
íuhreyfingu fatlaðra (IPC). Sökum
svindlmáls sem kom upp í herbúðum
Spánverja var þroskaheftum mein-
aður aðgangur að mótum IPC en nú
í fyrsta sinn síðan árið 2000 verður
breyting þar á. Evrópumeistaramótið
á Íslandi verður fyrsta skrefið í því að
innleiða að nýju þroskahefta íþrótta-
menn inn í mótahald IPC. Samnor-
ræn samstaða hefur verið allar götur
síðan 2000 um að hafa þroskahefta
íþróttamenn áfram á mótum IPC en
það hefur ekki tekist fyrr en nú og því
hefur mikill áfangasigur verið unninn
í þessum efnum.
Kristín Rós verndari mótsins
Fatlað íslenskt íþróttafólk hefur lát-
ið mikið að sér kveða í gegnum tíð-
ina en þó fáum gengið jafnvel og
sunddrottningunn Kristínu Rós
Hákonardóttur sem státar af fjölda
verðlauna frá heimsmeistara- og Ól-
ympímótum. Kristín Rós er verndari
mótsins.
„Afreksíþróttafólk úr röðum fatl-
aðra á Íslandi hefur um árabil skip-
að sér á sess meðal fremstu íþrótta-
manna heims. Jafnan hafa stærstu
afrekin hjá fötluðu íslensku íþrótta-
fólki verið unnin á erlendum vett-
vangi, svo sem á ólympíumótum,
heimsmeistaramótum og á Evr-
ópumótum. Að þessu sinni er röð-
in komin að okkur Íslendingum að
bjóða velkomna til okkar marga af
fremstu íþróttamönnum heims úr
röðum fatlaðra. Það er mjög ánægju-
legt að þroskaheftir sundmenn muni
taka þátt á mótinu og nú ríður á að
við snúum öll bökum saman og sýn-
um það út á við í verki hvers við erum
megnug,“ segir Kristín Rós Hákonar-
dóttir.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Evrópumót í októbEr
Talsmaðurinn og verndari
fjölmiðlastjarnan Heimir Karlson er
talsmaður Evrópumótsins og Kristín
rós Hákonardóttir afrekssundkona
verndari þess. MyNd ÍF