Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 28
Húsbændur og Hjú Úlfaþytur er nú vegna þess að stjórnmálamenn hafa þegið styrki af stórfyrirtækj-um. Fullkomið skilnings- leysi ríkir á því að leyndin er heppi- legri en að hafa upplýsingarnar uppi á borðum. Flestir stjórnmálamenn hafa upplýst það af einlægni að þeir hafi ekki hugmynd um það hverjir hafi styrkt þá til stjórnmálaþátttöku. Þeir séu með fólk í vinnu við að afla styrkja og eldveggur milli þeirra. Þannig hafi þeir ekki hugmynd um það hvort það sé jólasveinninn eða Björgólfur Guð- mundsson sem lagt hafi inn á reikn- ing þeirra nokkrar milljónir króna. Og auðvitað hvarflar ekki að kosninga- smölunum að upplýsa frambjóðanda sinn um það hver var svo rausnarleg- ur eða nískur í hvert skipti. Svarthöfði er einfaldrar manngerðar og trúir á allt það góða í mann-inum. Hann kaupir það hiklaust að frambjóðend- ur séu í kolniðamyrkri með leynistyrki sína. Trúnaðurinn milli húsbænda og hjúa er algjör og engin hætta á því að upplýs- ingaleki sé á milli herbergja á óðali hinna kjörnu. Eftir að DV birti í fyrra- dag upplýsingar um styrki Baugs kom Svarthöfða það þokkalega á óvart að tveir frambjóðendur staðfestu að þeir hefðu fengið fjórar milljónir króna hvor frá Baugi og FL Group. Allt í einu vissu þeir af styrkjunum. Svarthöfði saup hveljur. Hvernig mátti það vera að trúnaðurinn milli þeirra og kosn- ingasmalanna brast með þessum hætti? Fleiri frambjóðendur hafa stig- ið fram og staðfest umrædda styrki. Það getur ekki þýtt annað en trúnað- arbrest milli þeirra og kosningasmal- anna. Húsbændurnir verða nú að hreinsa til í starfsliði sínu og reka þá sem uppvísir eru að lausmælgi. Allt fyrirkomulagið um leynistyrkina sem þingmenn höfðu ekki hugmynd um er hrunið vegna lausmælgi starfs- manna þeirra. Þingmenn og aðrir kjörnir fulltrúar eru ekki hátt laun-aðir af ríki og sveitar- félögum. Því var þessi styrkjavæð- ing þeirra nauðsyn- leg. Ef Landsbankinn, Glitnir, Baugur eða Eimskip greiðir að hluta kostnað þingmanna léttir það á ríkinu við að standa undir rekstri þjóna almenn- ings. Nú er búið að stórskemma þetta fyrirkomulag. Yfirgengileg er sú kröfu- harka almennings að vilja fá upplýs- ingar um leynistyrki til þingmanna í gegnum tíðina. Skilur fólk ekki að vesalings frambjóðendurnir hafa ekki hugmynd um það hver styrkti þá. Ef þeir vissu af framlögum væru þetta ekki leynistyrkir og trúnaður hefði einhvers staðar rofnað. Eina sem hefst upp úr krafsinu með styrkina er að nú verður ríkið að leggja út enn meiri kostnað til að standa undir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Guðlaugi Þór. Svarthöfði leggur til að styrkirnir fái að vera neðanjarðar áfram svo kjörnir fulltrú- ar þurfi ekki að þakka fyrir góð- vildina. föstudagur 24. apríl 200928 Umræða Sandkorn n Flestir álitsgjafar eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn stefni í stærsta ósigur allra tíma. Kann- anir eru þó misjafnar varðandi gengi flokksins. Ein afleitasta útkoman fyrir flokkinn var þó væntanlega í Norðaust- urkjördæmi formanns- kandídats- ins Krist- ­jáns­Þórs­ Júlíussonar. Fréttablaðið mældi flokk- inn þar í hruni og sem fjórða stærsta flokkinn. Kristján Þór er samkvæmt því einn inni. n Margt athyglisvert kemur fram þegar styrkir Baugs til frambjóð- enda árið 2006 eru skoðaðir. Fáum kemur á óvart að Guð- laugur­Þór­ Þórðarson og Stein- unn­Valdís­ Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna hvort. Meiri undr- un vekur að frjálshyggjukonan Sigríður­ Andersen, einn af höfuðfjend- um Baugs í gegnum tíðina, skyldi þiggja 250 þúsund krón- ur. Enn meiri undrun vekur að Guðni­Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skyldi þiggja 300 þúsund krónur en hann hefur ítrekað að Baug- ur hafi reynt að koma honum og flokknum á kné. n Sjálfstæðisflokkurinn, sem þáði risastyrki frá FL Group, er enn drifinn áfram af pening- um sem hann þiggur eða notar í misjöfn- um tilgangi. Ein aðgerð flokksins er sú að láta auglýs- ingastofu afpanta auglýsingar í DV. Ekki verður annað skilið en að það sé vegna umfjöllunar um Guðlaug­ Þór­Þórðarson, einn efnileg- asta son flokksins sem stígur nú krappan dans vegna fjárfram- laga sem hann hefur þegið eða haft milligöngu um. n Vinstri-grænir eiga í hinum mestu vandræðum með að hemja einstaka frambjóðendur sína. Einn harðasti umhverf- issinni landsins er Kolbrún­ Halldórs- dóttir um- hverfisráð- herra sem barist hefur gegn flestu því sem tengist stóriðju. Þegar Kol- brún lýsti andstöðu við áform um olíuvinnslu á Drekasvæð- inu fór hrollur um flokkinn. Í skyndingu var soðin saman yfirlýsing um að VG væri alls ekki andsnúinn svarta gullinu. Stungið var þar með upp í þing- manninn. lyngháls 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þingmenn­eiga­allir­ hjálpartæki.“ n Haukur Haraldsson, frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar, var stjórnandi Pan- hópsins og seldi kynlífshjálpartæki á árum áður. Hann telur þingheim ekki álitilegan markað fyrir slík viðskipti komist hann þangað. – DV „Hann­gaf­í­kjölfarið­grænt­ ljós.“ n Helgi Björns um lögreglustjórann í Berlín sem gaf grænt ljós á auglýsingar hans á leikritinu The Producers eftir Mel Brooks. Mikið hafði verið kvartað yfir þeim en þar sást mynd af Hitler með nasistafána í bakgrunni en í stað hakakross var saltkringla. – Fréttablaðið „Við­tölum­saman­nánast­ á­hverjum­degi.“ n Kristrún Ösp Barkardóttir um samskipti sín við fótboltahetjuna Dwight Yorke sem leikur með Sunderland. – DV „Við­erum­öll­í­losti­hérna.“ n Yngvi Pétursson, rektor MR, um hræðilegt slys sem átti sér stað í árlegum gangaslag skólans. Þar hálsbrotnaði hinn svokallaði hringjari eða inspector platearum í átökunum. – Fréttablaðið „Ég­veit­það­en­ ­þetta­er­mitt­svar.“ n Steinunn Valdís Óskarsdóttir um að hún væri ekki að svara já eða nei spurningu frá blaðamanni DV um það hvort hún hefði þegið styrki frá Baugi eða FL Group. Svar hennar var að hún myndi opna bókhald sitt ef aðrir gerðu það. – DV Spillta Ísland Leiðari Stjórnmálamennirnir halda ennþá að þeir komist upp með að leyna milljóna styrkjum frá stórfyrirtækjum fyrir al-menningi. Þeir reyna hvað þeir geta að villa um fyrir kjósendum, svo kjósendur gangi ekki upplýstir inn í kjörklefann. Það kemur betur í ljós með hverjum deginum hversu spillt íslensk stjórnmál hafa verið og eru enn. DV upplýsti á miðvikudag um þá stjórn- málamenn sem höfðu þegið allt að fjórar millj- ónir á laun í styrki frá stórfyrirtækjunum Baugi og FL Group. Daginn áður höfðu nokkrir þeirra ýmist forðast að svara í símann eða neitað að upplýsa um styrkina. Stjórnmálamennirnir sýna sterkan ásetning um að fela fyrir kjósend- um mikilvægar upplýsingar um gjafir til þeirra frá stórfyrirtækjunum sem þeir áttu að beita aðhaldi fyrir okkar hönd. Þeir samtryggja sig um að fela krosstengslin milli stjórnmála og viðskipta. Það er í slíku samfélagi sem spilling þrífst. En það var samfélagið sem hrundi í októ- ber á síðasta ári. Baráttan gegn spillingu er ekki aðeins hug- sjón. Hún snýst þegar allt kemur til alls um hagkvæmni og velferð samfélagsins í heild. Spillingin gagnast hinum fáu, eins og þing- mönnunum okkar og þeim ríkustu á meðal okkar, en hún kostar almenning. Hún endar alltaf á því að seilast í vasa almennings og færa fé yfir í hendur hinna fáu. Það er ekki bara til- viljun að einmitt þetta er þróunin á Íslandi. Á sama tímabili og hinir auðugu hafa dælt milljónum í vasa stjórnmálamanna hefur hag- ur hinna ríku vænkast snarlega. Árið 1993 fengu 1% ríkustu fjölskyldurnar á Íslandi 4,2% af heildartekjunum. Árið 2007 hafði hlutur hinna fáu aukist í tæp 20%. Árin 2008 og 2009 hefur venjulega fólkið verið markvisst svipt ævisparnaði sínum til að borga misgjörð- ir stjórnmála- og bankamanna. Stjórnmála- mennirnir taka við fé frá stórfyrirtækjum með annarri hendinni og rukka almenning með hinni. Þeir sem gerðu allt rétt þurfa að borga fyrir þá sem gerðu allt rangt. Smám saman myndast samhengi í sýn okk- ar á þjóðfélagið sem hrundi. Vafasöm einka- væðing, leynistyrkir til stjórnmálamanna og hækkandi lán almennings tengjast í vef spill- ingar sem myndar orsakasamhengið um hrun Íslands. Við vitum ekki enn hversu mikið stórfyr- irtækin styrktu stjórnmálamennina, hverjir styrktu þá og hvað peningarnir voru notaðir í. Þannig vilja stjórnmálamennirnir okkar hafa það. En þeir verða að skilja, að þeir komast ekki upp með það. Eftir að efnahagslífið hrundi skyndilega, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnmála- manna um annað, kom á daginn að hér hafði verið komið á þjóðfélagi blekkingar. Ráðherrar stunduðu að afvegaleiða almenning og leyna upplýsingum, enda reyndist aukið upplýs- ingaflæði grafa ofan af ítrekuðum misgjörðum stjórnmálamanna. Stóra kosningamálið í ár er ekki ESB, ekki fiskveiðistjórnunarkerfið og ekki virkjanaframkvæmdir. Stóra spurningin í kosningunum er: Hverjum getum við treyst? Það verður erfitt að treysta þeim þingmönn- um og flokkum sem enn halda leyndarhulu yfir þeim stórfelldu fjárframlögum sem rötuðu í þeirra vasa. Að gefnu tilefni teljast þeir tor- tryggilegir. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Þeir sem gerðu allt rétt þurfa að borga fyrir þá sem gerðu allt rangt. bókStafLega Allir jafnir ... nema sumir Ég hitti alltaf annað veifið fólk sem heldur því fram að til séu vondir, jafnvel illkvittnir stjórnmálamenn – menn sem einungis þrá að ýta sam- félagi okkar í ógöngur. Sumir halda því meira að segja fram að andstæð- ingar þeirra í pólitík vilji féfletta ungt fólk og gamalmenni með óhóflegri skattlagningu. Þessu halda sum- ir fram þegar þeir heyra minnst á að kominn sé tími til að skattleggja hátekjufólk – þá sem stunduðu um árabil sjálftöku launa og óhóf í allri umgengni við annað fólk. Svo hitti ég annað slagið heiðarlegt fólk sem hefur áttað sig á því að til eru stjórn- málamenn sem virkilega vilja að ríkir verði ríkari og fátækir fátækari. Sem sagt: Ef eitthvað er að marka fólk má aðallega skipta þjóðinni í tvo hópa – þá sem vilja jöfnuð og þá sem vilja ójöfnuð. Og kannski er þetta allt svona skelfilega einfalt. Kannski er mað- ur fylgjandi einni stefnu um leið og maður er á móti hinni. Maður er þá á móti þeim sem vilja ójöfnuð ef maður heimtar jöfnuð. Það virð- ist allavega liggja fyrir í dag að eftir 18 ára stjórnartíð þeirra sem vilja ójöfnuð er staðan sú að ójöfnuður hefur aldrei verið meiri á Íslandi en hann er í dag. Og svo virðist degin- um ljósara að flestir séu fylgjandi jöfnuði eftir að kreppan skall á. En kreppan sú arna er, öðrum þræði, bein afleiðing hryllilegrar misskipt- ingar tekna. Já, kæru landsmenn, það var að koma fram í samantekt hagfræðings hjá Háskóla Íslands, að misskipting tekna varð meiri hér á landi en í nokkru öðru vestrænu ríki á árunum 1993 til 2007, það er að segja í langri stjórnartíð Sjálfstæð- isflokksins, þess flokks sem boðar öðrum flokkum fremur ójöfnuð. Já, kæru vinir, kannski er þetta allt svona skelfilega einfalt. Kannski er maður bara á móti einu um leið og maður er fylgjandi einhverju öðru. Sjálfur er ég þannig gerður að ég ber virðingu fyrir skoðunum fólks jafnvel þótt þær skoðanir stangist á við mínar. Ég reyni eftir fremsta megni að sýna því skilning að sumt fólk vilji ójöfnuð. Ég vil sýna öllu fólki jöfnuð þegar kemur að því að sýna skilning. Ég treysti núverandi stjórnarflokkum vel til þeirra verka sem hér þarf að sinna og ég treysti því að það fólk sem velst til starfans hafi jöfnuð að leiðarljósi. Jafnframt treysti ég Sjálfstæðisflokki best allra flokka til að tryggja hér ójöfnuð. Að kjósa það er þraut í senn og þjáning – kæru vinir því jafnan sjást á Jörðu menn jafnari en hinir. kristján hreinsson skáld skrifar „Ég vil sýna öllu fólki jöfnuð þegar kemur að því að sýna skilning.“ SkáLdið Skrifar Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.