Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 31
föstudagur 24. apríl 2009 31Fókus Sæmi Rokk kynnist Bobby Fischer 1972 þegar skákmeistarinn sérvitri tekur þátt í því sem kallað hefur verið “einvígi aldarinnar” af skáká- hugamönnum. Þá léku Spassky og Fischer í Laugardalshöll um heims- meistaratitil sem í þessu tilfelli var enn ein vígstöð kalda stríðsins. Sæmi var fylgdarmaður Bobbys og þeir urðu mestu mátar í kjölfarið. En Sæmi hafði ekki séð félaga sinn í 33 ár þegar honum berst hjálparbeiðni frá japönsku fangelsi. Sæmi fer strax í málið og við fylgjumst með bar- áttu hans og fleiri góðra manna fyrir frelsun Bobbys. Myndin er í þeim heimilda- myndastíl sem kenndur er við “flugu á vegg” og það háir henni. Það virð- ist vanta sterkara efni með Bobby til að halda myndinni uppi. Þetta hefði getað verið tæklað með fleiri dýpri viðtölum við fólk sem tengdist hon- um, fræðilegum innskotum og vinna meira með útlit og grafík. Það vantar umræður úr innlend- um/erlendum fjölmiðlum og meiri tilgang. Af hverju er ekki lögð meiri áhersla á umræðuna um hversu mikinn rétt menn hafa til að vera skrýtnir? Vill maður síðan ekki heyra meira um “Random skákaðferðina” sem Bobby var að þróa? Uppbygg- ingin gæti verið hnitmiðaðri eins og með því að magna upp spennu kringum áfangasigrana. Til dæmis þegar hann fær íslenska passann og Alþingi fer að vinna í hans málum. Snilligáfa er oft á kostnað félags- og samskiptaþroska og Bobby er gott dæmi um það. Hann segir rökrétta hluti af krafti og reiði en mengar það síðan með sinni stanslausu vænisýki gagnvart gyðingum. Skrattinn hittir síðan ömmu sína þegar Kári Stefáns og Bobby ræða um genarannsókn- ir og misnotkun á vísindamönn- um. Magnað enda báðir lítið fyrir að hlusta of mikið á hvern annan. Sæmi hinsvegar er jafn rólegur og Bobby er æstur. Magnað þegar hann skilur ekki að Bobby vilji ekki flytja pen- inga sína frá Sviss í Landsbankann sem Björgólfur hefði sagt að væri svo öruggur. Það var hlegið upphátt í salnum. Hápunktar myndarinn- ar eru klárlega þegar Bobby talar en það vantar einmitt meira af því. Ég og Bobby er fín mynd um þann kafla sem snýr að frelsun Bobbys. Nú vantar aðra með meiri fókus á hann sjálfan. Erpur Eyvindarson Bobby vandræðagemsi m æ li r m eð ... Låt den rätte komma in Ekki missa af þessari. Hún er svo miklu meira en hryllings- mynd. Bigger Stronger FaSter Heimild um áhugavert viðfangsefni og lífsviðhorf. drauma- Landið Mögnuð mynd. Kemur á besta tíma þegar uppgjör á sér stað. PiSa við Lækjargötu Ekkert skakkt við pisa. garBage Warrior fróðleg mynd um hugsjóna- manninn og eilífðarhippann Michael reynolds. föstudagur n Friskó og Benni B ruff á Prikinu Það verður VIp-helgi á prikinu um helgina og af því tilefni verða tilboð á barnum alla helgina. Kvöldið byrjar á friskó og á miðnætti tekur Benni B ruff við. n afmælisupphitun Hugarástands á Sjallanum tíu ára afmælisuppitun Hugar- ástands hefst á sjallanum í kvöld. fram koma plötusnúðirnir dj arnar, dj frímann og dj Bensol. Húsið opnað á miðnætti og kostar 400 krónur inn. n dj gunni Stef á Hverfisbarnum Hann er aðalmaðurinn á Hverfis- barnum hann gunni stef. Hann fær stúlkurnar til að hrista rassinn og strákana til að sleppa sér. Það verður stuð á Hvebbanum í kvöld. n Papar á Players Þessir strákar kunna að skemmta fólki. papa-böllin eru þekkt fyrir að vera þau alskemmtilegustu. Ef þú hefur gaman af því að dansa er players í kvöld alveg málið. fjörið byrjar 00.30. Hægt er að kaupa sig inn við innganginn. n dj Casanova á kaffibarnum Hjörtu munu bresta er dj Casanova kveikir á græjunum í kvöld. fjörið byrjar á miðnætti og verður dansað inn í nóttina. laugardagur n X-danni deluxxx á Prikinu VIp-helgi priksins heldur áfram og verða tilboð á barnum. dj gauti hef- ur leikinn klukkan 21 og á miðnætti tekur danni deluxxx við. Það verður dansað á þessari kosninganótt. n Sálin á nasa strákarnir í sálinni eru ballsveit landsins. öll gömlu góðu lögin verða tekin en fáir geta haldið uppi jafngóðri stemningu og þessi sveit. Húsið opnað á miðnætti og er miðaverð 2.200 krónur. aldurstak- mark er 20 ár. n jet Black joe á glóðinni snillingarnir í Jet Black Joe munu koma fram á glóðinni í Keflavík í kvöld. Þessi frábæra sveit hefur ekki spilað í Keflavík í mörg ár og í kvöld mun hún trylla lýðinn eins og strákunum einum er lagið. Miðaverð er 1.500 krónur. n ingó og veðurguðirnir á Players drengirnir sem gerðu allt brjálað síðasta sumar með smellinum Bahama stíga á svið á players í kvöld. Þetta verður ball í lagi. strákarnir byrja að spila klukkan 0.30. n Benni B ruff á kaffibarnum Hann Benni veit hvað hann syngur þegar kemur að skemmtilegri tónlist. stuðið byrjar á miðnætti. Hvað er að GERAST? Ég og BoBBy Fischer Leikstjórn: friðrik guðmundsson kvikmyndir Bobby Það vantar meira efni með karlinum. kannski vanari að vinna með í mín- um skirfum,“ segir Sigtryggur um verkefnið. „Þá er líka skemmtilegt að skrifa fyrir unglinga til tilbreytingar enda hafa aðallega atvinnuleikarar verið í mínum verkum.“ Sigtryggur er meðal annars höf- undur verksins Herjólfur er hættur að elska. Verkið var sýnt í Þjóðleik- húsinu árið 2003 en það var einnig gefið út af Máli og menningu. Í fyrra var verkið svo flutt á nýjan leik á leik- listarhátíð í New York. Sigtryggur skrifaði einnig verk- ið Yfirvofandi sem Bergur Þór Ing- ólfsson leikstýrði en það var frum- sýnt á Listahátíð 2007. „Reyndar var það verk frumsýnt heima hjá mér,“ segir Sigtryggur sem var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir verkið en heldur óvanalegt er að leikverk séu frumsýnd í heimahúsum. Sér- staklega þegar leikararnir eru meðal þeirra þekktustu hér á landi en með aðalhlutverkin fóru Ingvar E. Sig- urðsson, Jörundur Ragnarsson og Edda Arnljótsdóttir. allir unglingar eftir lífið Eins og áður kom fram heitir verk Sigtryggs Eftir lífið. „Verkið byrjar á því að vörubílstjórinn liggur á spít- ala illa haldinn. Hann lætur svo líf- ið skömmu seinna,“ heldur Sigtrygg- ur áfram en vörubílstjórann gat varla órað fyrir því hvar hann myndi enda eftir dauða sinn. „Þegar hann vakn- ar upp eftir lífið er hann 15 ára ungl- ingsstúlka. Hann kemst svo að því að eftir lífið eru allir unglingar í öðrum líkama.“ Á þessum undarlega stað hitt- ir vörubílstjórinn, eða öllu heldur unglingsstúlkan, fyrir fjöldann allan af öðru fólki sem er í sömu sporum. „Verkið fjallar svo um uppgjör hans og þeirra við þessa hluti og undar- legu aðstæður sem þau eru skyndi- lega að takast á við.“ Með verkinu vildi Sigtryggur gera persónusköpun þar sem ungt fólk væri í raun að leika eldra fólk en væri þrátt fyrir allt bara ungling- ar. „Ég hélt það gæti orðið skemmti- leg glíma þarna á milli. Ef ég væri á þessum aldri og hefði áhuga á leiklist væri þetta verðugt verkefni og nokk- uð sem ég myndi hafa áhuga á.“ Hin verkin tvö sem sýnd hafa ver- ið eru með mjög ólíkum efnistökum. Ísvélin eftir Bjarna Jónsson fjall- ar um unglina sem reka sjoppu for- eldra sinna. Bjarni skrifaði verkið fyr- ir kreppu og þurfti því að endurskrifa stóran hluta þess. Þá fékk Þórdís Elva hugmyndina að sínu verki þegar hún var að vinna við gæslustörf á skóla- balli í grunnskóla. Svo gæti farið að Þjóðleikurinn breiðist um land allt en Vigdís Jak- obsdóttir, umsjónarmaður hans, sagði nýlega í viðtali við Morgun- blaðið að mikill áhugi væri fyrir því að vinna svipað verkefni á Vestur- og Norðurlandi. Lítill tími fyrir skrif Eftir að Sigtryggur fór að vinna sem aðstoðarmaður menntamálaráð- herra hefur lítill tími gefist til þess að skrifa. Hann var þó kominn langt á veg með eitt verk þegar hann tók til starfa. „Ég er nánast búinn með eitt leikrit en ég hef ekkert kíkt á það síð- an í janúar,“ segir Sigtryggur og ekk- ert víst hvort tími gefist til þess á næstunni sökum anna. „Verkið fjallar um uppgjör ungs manns sem snýr aftur á heimaslóðir. Hann snýr aftur til þess að endurgera bókstaflega atriði úr lífi sínu sem hafði stórkostleg áhrif á hann. Ungi maðurinn boðar því alla sem voru viðstaddir atburðinn á sínum tíma til að endurgera hann,“ en Sigtryggur segir verkið vera harmleik. gaman með katrínu Sigtryggur segir það hafa verið skemmtilega reynslu að starfa með Katrínu þá þrjá mánuði sem hún hefur starfað sem menntamálaráð- herra. „Hún er sterkur og heiðar- legur stjórnmálamaður og virkilega gaman að vinna með henni. Ég er ánægður með hennar störf og styð hana fullkomlega í því sem hún er að gera.“ Sigtryggur segir það þó hafa ver- ið hægara sagt en gert að koma sér inn í starfið. „Þetta er auðvitað gríð- arlega stórt ráðuneyti sem ég starfa í og það má segja að maður hafi fengið nokkurs konar krasskúrs í opinberri stjórnsýslu.“ Aðspurður segist Sigtryggur vona að samstarf hans og Katrínar haldi áfram eftir kosningarnar sem fara fram um helgina. „Ég vona það nú. En það verður bara að koma í ljós eft- ir helgina. Það væri heiður að því að starfa með henni áfram,“ segir Sig- tryggur að lokum en Katrín ætlar að vera viðstödd hátíðina fyrir austan um helgina sem og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. asgeir@dv.is Vörubílstjóri Verður unglingsstúlka monSterS vS aLienS skemmtileg saga, flott útlit, góður húmor og ferlega flott leikaragengi í miklu stuði. Þjóðleikur Þjóðleikhússins tinna gunnlaugsdóttir, Bjarni Jónsson, Karen Erla Erlingsdóttir, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, Vigdís Jakobsdóttir og sigtryggur. Hundruð ungmenna taka þátt fimm leikhópar setja upp verk sigtryggs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.