Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 56
föstudagur 24. apríl 200956 Helgarblað HIN HLIÐIN Í megrun síðan 1977 Nafn og aldur? „Gunnar Lárus Hjálmarsson 43 ára.“ Atvinna? „Tónlistarmaður o.s.frv.“ Hjúskaparstaða? „Giftur.“ Fjöldi barna? „Tvö.“ Hefur þú átt gæludýr? „Nokkur hornsíli úr tjörninni hjá Norræna-húsinu. Þau drápust á ógnarhraða. “ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Jónatan Richman á Rósenberg.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Tja, varla. Einu sinni kom löggan þegar við ungl- ingarnir í S.H. draumi vorum að líma upp plaggöt á Laugavegi. Þetta var 1983. Við vorum færðir niður á stöð í skýrslutöku og öll plaggötin og límið tekið af okkur. Þetta er nú allt.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Köflótt peysa frá Mod-merkinu Ben Sherman. Bæði töff og þægileg. “ Hefur þú farið í megrun? „Ég hef verið í megrun síðan 1977.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Stundum hef ég staðið í hópi og hlustað á fólk sem er mikið niðri fyrir. En ég var þögull þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Ég var nú bara í vinnunni eða heima með fjölskyldunni. Maður hefði betur stokk- ið aðeins í þetta og lamið með. Það væri kúl að hafa þetta í ferilskránni.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Nei. En vonandi verður mér komið á óvart með stór- fenglegu eftirlífi. Mér finnst ekkert leiðinlegt að vera ég.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Kannski Smells like teen spirit. Þetta þunglyndisvæl í Kurt þykir mér ógeðslega leiðinlegt í dag en ég fílaði það á sínum tíma.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Það kveikir ekkert lag í mér, bókstaflega, en það væri náttúrlega svakalegt ef maður myndi bara fuðra upp við það eitt að heyra kannski Rehab með Amy Wine- house. Upp á síðkastið hef ég fílað Lady Gaga lagið Poker face af því dóttir mín 2 ára kann það utan að.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til fótsnyrtingar sem ég hef lofað sjálfum mér þegar ákveðinni vinnutörn er lokið.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Engin mynd er nógu góð til þess, en ég get alveg horft á bestu Simpsons þættina oft.“ Afrek vikunnar? „Ég snappaði ekki.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, bassa, gítar og úkúlele einna helst.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Ég vil að minnsta kosti fá að meta það út frá stað- reyndum um samningsatriði en ekki hlusta á enn eina umræðuna þar sem Ragnar Arnalds eða Bjarni Harðarson koma með gömlu frasana á móti þessu. Skrifaðu þig svo á Sammála.is.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að vera almennilegur og vera í góðu skapi.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella full- an og fara á trúnó með? „Biskupinn.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Paul McCartney í sögustund og einkagigg.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ætli það megi ekki kalla það það.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ekkert, en ég er alltaf á leiðinni að kaupa mér gervi- kúk. Sá gamli er týndur.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Dr. Gunna“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég þyki afburðamaður í hniti.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Er ekki upplagt að leyfa gras? Ég segi það fyrir mig að ég myndi alveg vilja kaupa eðal gras í Björk í Bankastræti einu sinni á ári frekar en þennan leiðin- lega vímugjafa áfengi, sem hér er leyfður í hrópandi ófrumleika. Áfengi hefur rústað mun fleiri lífum en gras þótt það megi vitanlega misnota það líka með einbeittum vilja.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Hawaii og aðalbláberjabrekka á Vestfjörðum í end- aðan ágúst.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Horfa á ameríska leikara krukka í plat-líku“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Algjör landhreinsun og gagnger uppræting fávit- isma. Það eða þotan til Kanada.“ Gunnar Lárus HjáLmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, Gaf út á DöGunum breiðskífuna „Dr. Gunni inniHeLDur...“ Doktorinn Hefði ekkert á móti því að Hitta sir PauL mccartney oG fara á trúnó með biskuPnum. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.