Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 60
Drew Barrymore hefur lengi verið í
sviðsljósinu, lengur en margar stöll-
ur hennar. Hún varð stjarna ung að
aldri er hún lék í kvikmyndinni ET eft-
ir Steven Spielberg. Síðan þá hefur líf
hennar verið ein stór rússibanaferð.
Hún var mikill vandræðaunglingur
og var send ung að aldri í meðferð,
en á undraverðan hátt hefur Drew þó
alltaf tekist að halda lífi í kvikmynda-
ferli sínum og hefur hún ætíð notið
velgengni á því sviði. Drew er einn-
ig þekkt fyrir að vera lífsglöð kona og
það endurspeglast í klæðnaði hennar.
Á tvítugsaldrinum klæddi Drew
sig mjög kasúal og er óhætt að segja
að klæðnaður hennar hafi verið í takt
við lífsstílinn. Á síðustu sex árum hef-
ur fröken Drew heldur betur breytt
um stíl.
Á rauða dreglinum er hún ávallt
mjög vel til höfð og glæsileg. Hún
velur sér ávallt kvenlega kjóla og er
greinilegt að hún hefur gaman af því
að dressa sig upp. Á rauða dreglinum
sést Drew varla án rauða varalitarins
sem löngu er orðinn hennar vöru-
merki. Þegar stúlkan er ekki að pósa
fyrir myndavélarnar er klæðnaður
hennar ávallt mjög kasúal en í senn
trendí.
föstudagur 24. apríl 200960 Lífsstíll
Skreyttar leggingS Á tískuvikunum má
oft sjá skemmtileg lítil trend sem seinna meir verða
sjóðandi heit hjá konum úti um heim allan. tísku-
spekúlantar tóku eftir því að helstu hönnuðir buðu
upp á skreyttar leggings í alls kyns útgáfum. Ekki er
vitað hvaðan þetta trend kemur, en líklegt þykir að
hönnuðir vilji að kúnnarnir fái meira fyrir peninginn
á þessum síðustu og verstu tímum.
Stíll Drew Barrymore:
rauði varaliturinn er möSt
umsjón: hanna Eiríksdóttir, hanna@dv.is
SykurSætir litir
undirbúðu þig fyrir sykursætt sumar.
tyggjókúlulitirnir einkenndu vor/
sumar 2009 á sýningarpöllunum.
Við köllum þá pastelliti og þeir
koma sterkir inn í sumar. í sumar
sjáum við líka mikið af blúndum og
borðum sem passa sérstaklega vel
við sykursætu litina. nú það fallega
við þessa liti er að ef þú vilt ekki vera
of stelpuleg er um að gera að setja á
sig mikið af gullskartgripum eða
fara í flottan mótorhjólaleðurjakka.
hægt er að finna flíkur í þessum
litum í flestum tískuvöruverslunum
því hver hefur efni á dior þetta árið?
taktu til
í fataSkápnum
hitastigið fer hækkandi og vorið er
komið þrátt fyrir rigningarveislu
undanfarna daga. núna er rétti
tíminn til þess að fara í gegnum
fataskápinn og tína til sumardressin.
taktu söngkonuna Beyoncé þér til
fyrirmyndar. hún er í sætum
sumarkjól, háum hælum og með
áberandi hálsmen. Það hefur enginn
efni á því að fara í verslunarferð til
london, en ef þú gramsar vel í
skúffunum þínum ertu vís til þess að
finna fullt af skemmtilegum dressum
fyrir sumarið.
marlene Dietrich-
lúkkið
Það þarf lítið til þess að gjörbreyta
útlitinu. leikkonan marlene dietrich
þekkti þetta trix vel. hún gerði
frönsku alpahúfuna að fylgihlut fyrir
bæði kynin. En áður en marlene kom
þar við sögu voru það einungis
karlmenn sem báru frönsku
alpahúfuna. „Eins og allir góðir hattar
getur franska alpahúfan dregið fram
það besta í hverri manneskju og
með einhverjum hætti gerir hún alla
tignarlegri,“ segir höfuðfatahönnuð-
urinn phillip treacy. Þetta er ódýr og
flott leið til að betrumbæta lúkkið í
sumar.
Níu nemendur sýndu fatahönnun sína á útskriftarsýningu fatahönnuða LHÍ og er
óhætt að segja að sýningin hafi verið hin glæsilegasta. DV var á staðnum og skyggnd-
ist inn í framtíð íslenskrar fatahönnunar.
1. Marcel Marceau-stíllinn í dr. martins skóm með axlabönd og rauðan varalit. 2. Í Giambattista Valli í senjórítuleik. 3. Los
Angeles-töffarinn í hermannajakka, svörtum gallabuxum og í uppáhaldsskónum. 4. Aftur til fortíðar Á frumsýningu greys
garden. 5. Þægilegu fötin joggingbuxur og star Wars-bolur. 6. Rauðar varir rauði varaliturinn er vörumerki drew Barrymore.
fatahönnuðir
framtíðarinnar