Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 17
föstudagur 24. apríl 2009 17Fréttir Áleitnar spurningar um mútubrot Allt að 6 ára fangelsi Í nýju lögunum um fjármál stjórn- málaflokka og einstakra frambjóð- enda eru hörð viðurlög við brotum. Lögð er sú skylda á frambjóðendur í persónukjöri og frambjóðendur í prófkjörum að skila uppgjörum til Ríkisendurskoðunar innan sex mán- aða frá lokum kosningabaráttu. Jafn- framt er kveðið á um að nöfn allra þeirra fyrirtækja sem veita framlög til kosningabaráttu verði gerð op- inber. „Með þessu er leitast við að tryggja gagnsæi framlaga lögaðila til stjórnmálastarfsemi og skapa einfalt og skilvirkt umhverfi um stjórnmála- starfsemina,“ eins og sagði í greinar- gerð með frumvarpinu sem varð að lögum fyrir jólin 2006. Ekki er að sjá að andi þessara laga hafi nein markverð áhrif á þá fram- bjóðendur sem sannanlega tóku við framlögum frá fyrirtækjum árið 2006, jafnvel milljónaframlögum. Viðurlögin í nýju lögunum eru ströng eins og áður segir og benda til þess að löggjafinn líti brot við þeim alvarlegum augum. „Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýt- ur gegn ákvæðum laga þessara skal sæta fésektum, en alvarleg brot geta varðað fangelsi allt að sex árum,“ eins og segir í lögunum um fjármál stjórn- málaflokka og frambjóðenda. Prófkjör voru innleidd hér á landi á áttunda áratug síðustu ald- ar af Sjálfstæðisflokknum að banda- rískri fyrirmynd. Prófkjör í þeirri mynd sem hér þekkjast eru aftur á móti nær óþekkt í flestum lýðræð- isríkjum Evrópu. Margir hafa bent á óheilbrigð tengsl sem myndast geta milli viðskiptablokka, fyrirtækja og auðkýfinga annars vegar og stjórn- málaflokka eða einstakra stjórn- málamanna hins vegar. Í nær öll- um löndum Evrópu hafa um langan tíma verið í gildi lög sem ætlað er að hamla gegn stjórnmálaspillingu líkt og íslensku lögunum frá 2007 er ætl- að að gera. Reyndar var Ísland með- al síðustu landa í Evrópu til þess að reisa skorður við stjórnmálaspillingu af þessu tagi með lagasetningu. Prófkjör liður í hruninu Auður Styrkársdóttir stjórnmála- fræðingur hefur meðal annars bent á að um alla Evrópu séu þingmenn valdir og bornir fram af stjórnmála- flokkunum. Flokkarnir beri ábyrgð á sínum þingmönnum og axli á þeim ábyrgð, til dæmis með því að láta þá fara, verði þeim á í messunni eða geri sig seka um embættisglöp. „Í Banda- ríkjunum – og á Íslandi – eru þing- menn gjarnan valdir í próf- kjörum. Þeir eru sem sagt persónulega kjörnir inn á lista flokkanna og hér á landi stundum af fleirum en stuðnings- mönnum viðkomandi flokks. Verði þeim eitt- hvað á, eða sinnast við flokkssystkini sín, telja þeir sig ekk- ert háða flokknum með eitt eða neitt heldur búa að sínu.“ Auður kveðst þess fullviss, að peningar hafi verið notaðir til þess að „kaupa“ stjórnmálamenn og koma ákveðnum hagsmunum að í pólitíkinni. „Heldur fólk virkilega að peningar og prófkjör hafi ekkert að gera með kreppuna sem nú skekur íslenska þjóðfélagið?“ Birgir Hermannsson stjórn- málafræðingur lagði út af þaulsetu ráð- herra og áhrifum prófkjara í viðtali við DV í byrjun desember síðastliðnum: „Hér segja menn ekki af sér af prinsipp- ástæðum eða neinum ástæðum yf- irhöfuð nema þeir lendi í veruleg- um vandræðum innanflokks. Þetta er ekki sérfræðistarf heldur trúnað- arstarf almennings í umboði Alþing- is og þú hefur bara ákveðinn tíma. Ef tiltrúin fer eða eitthvað gerist sem fellur undir ábyrgð ráðherrans á hann vitanlega að bera þá ábyrgð.“ Hægfara umbætur Stjórnmálaflokkar, þingflokkar þeirra, einstakir þingmenn og borg- ar- og bæjarfulltrúar hafa að undan- förnu lagt sig eftir að siðbæta stjórn- málin. Í borgarstjórn, á þingi og víðar hafa verið lagðar fram tillögur um aukið gagnsæi varðandi fjárreið- ur einstakra kjörinna fulltrúa sem og siðareglur sem taka á hagsmuna- tengslum þeirra og vanhæfistilvik- um. GRECO-nefndin, sem áður er nefnd, skilaði í apríl í fyrra skýrslu um gagnsæi í fjármálum íslenskra stjórnmálaflokka. Þar er lagt mat á lögin um fjárreiður stjórnmála- flokkanna frá árinu 2006. Einnig er í skýrslunni að finna athugasemdir og tilmæli vegna ágalla sem starfs- menn nefndarinnar fundu á íslenska stjórnmálakerfinu. Í skýrslunni er talið að lögin end- urspegli í stórum dráttum kröfur Evr- ópuráðsins eins og þær birtast í til- mælum ráðsins um sameiginlegar reglur gegn spillingu í fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabar- áttu frambjóðenda. Því er þó beint til stjórnvalda að leitað verði leiða til að upplýsa kjósendur um fjármögnun kosningabaráttu frambjóðenda áður en kosningar fara fram. Óskað er eft- ir skýrslu frá íslenskum stjórnvöld- um ekki síðar en 31. október á þessu ári um það hvernig hafi gengið að hrinda tilmælunum í framkvæmd. Samkvæmt upplýsingum innan úr stjórnkerfinu hefur lítið verið aðhafst enn til þess að verða við tilmælum GRECO frá því fyrir ári. Hvað hneykslar almenning? Eftir að upplýst var um 30 milljóna króna framlag FL Group til Sjálfstæð- isflokksins og síðar 30 milljóna króna framlag frá Landsbankanum varð uppi fótur og fit í forystu Sjálfstæðis- flokksins enda skammt til kosninga. Á örlagavetri í lífi þjóðarinnar virt- ist málið ætla að ná fullri hæð sem stjórnmálahneyksli. Síðan þá hef- ur verið upplýst um framlög frá FL Group og Baugi til einstakra fram- bjóðenda; allt að 4 milljónir króna til þeirra sem tóku við fé frá báðum fyrirtækjunum. Vitað er að margir frambjóðendur tóku við framlögum frá fjölda fyrirtækja árið 2006. Um tíma virtist mjög þrengt að Guðlaugi Þór Þórðarsyni, efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, en hann var meðal þeirra sem hlutuð- ust til um að afla fjár til flokksins. Tveir sænsk- ir fræði- menn, Jakobs- son og Löv- marck, hafa fjallað um hneykslismál og brot gegn siðum og gildum samfé- lagsins í fræðiritinu Acta Sociologica. Þeir telja að opinbert hneyksli geti blasað við frambjóðanda eða stjórn- málamanni brjóti hann gegn fleiri en einni siðareglu sem þeir greina og telja mikilvægar í samfélaginu. Í fyrsta lagi eigi fólk í opinberum virð- ingarstöðum að gæta hófsemi í opin- berum athöfnum sínum. Fólk í op- inberum virðingarstöðum á í öðru lagi að sýna gott fordæmi. Í þriðja lagi á fólk, sem tekur að sér opinber- ar ábyrgðarstöður, að hafa óflekkað mannorð. Loks á fólk í opinberum stöðum að vera heiðarlegt. Refsing kjósenda Jakobsson og Lövmarck, halda því fram að fari saman brot gegn tveim- ur eða fleiri siðareglum sé viðkom- andi frambjóðandi eða stjórnmála- maður í vondum málum. Þeir líta einnig svo á að viðbrögð almennings í hneykslismálum séu í rauninni við- urlög fjöldans við brotum gegn áður- greindum siðareglum samfélagsins. Bankahrun er ekki brot gegn siða- kerfi samfélagsins. Hneyksli sem komið getur upp í kjölfar svo alvar- legra atburða hér á landi getur ver- ið samofið lögbrotum eða brotum á siðareglum samfélagsins. Við blasir við að íslenskir kjósend- ur segja álit sitt í alþingiskosningum á morgun 25. apríl. Augljóst er af nið- urstöðum fylgiskannana að undan- förnu að kjósendur eru reiðubúnir til þess að refsa stjórnmálaflokkum sem þeir telja að hafi brugðist með einhverjum hætti. Ekki er unnt að greina án sérstakrar athugunar hvað það er sem ræður vali kjósandans inni í kjörklefanum. Bankahrun, efnahagshrun, atvinnuleysi, um- hverfismál, velferðarmál eða grun- ur um spillingu stjórnmálamanna og mútuþægni kann allt að skipta máli. Upplýsingarnar um framlög til stjórnmálaflokka og einstakra fram- bjóðenda undanfarna daga og vikur eru að því leyti uppgjör við fortíðina. Lög sem tóku gildi 1. janúar 2007 tak- marka ofurframlög til frambjóðenda og stjórnmálaflokka og auka gagnsæi í stjórnmálum. Lögin geta hins veg- ar ekki komið í veg fyrir mútubrot stjórnmálamanna frekar en í öðrum löndum. Ríkissaksóknari Valtýr sigurðsson segir að ekki dugi að málið líti út fyrir að vera mútubrot. Meira þurfi að koma til. Prófessorinn „Þetta er miklu verra og og yfirgripsmeira en mig óraði fyrir,“ segir svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla íslands, um framlög fyrirtækja og viðskiptajöfra til frambjóðenda og stjórnmálaflokka. Valhöll Kjósendur lýsa reiði og hneykslan með ýmsum hætti. Krafan um heiðarleika, hófsemi í opinberu lífi og gott fordæmi reynist stjórnmálamönnum stundum erfið. MYND Sigtryggur Ari Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.