Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 41
föstudagur 24. apríl 2009 41Helgarblað „Þegar ég skoða myndir af mér frá því að ég var ungur sé ég að ég var spengilegur og flottur strákur og bara alls ekki feitur, en ég upplifði mig hins vegar alltaf stóran,“ segir Guð- jón Sigmarsson, betur þekktur sem Gaui litli, um holdafar sitt sem barn en eins og alþjóð veit hefur Gaui litli átt í erfiðri baráttu við aukakílóin. Gaui er fæddur árið 1957 og er einn fjögurra systkina. Hann á einn eldri bróður, einn yngri og eina yngri systur. „Ég er annar í röðinni og þeg- ar ég var að alast upp tíðkaðist það að systkini notuðu föt hvert af öðru. Stóri bróðir var svo grannur að hann blotnaði varla í sturtu en svo kom ég svona ögn þreknari eins og pabbi og þar af leiðandi þurfti að kaupa á mig ný föt eða breyta fötunum hans. Litli bróðir var svo með sama vaxtarlag og sá eldri þannig að það má segja að strax á mínum yngri árum hafi ég fundið fyrir því að ég var ekki eins og ég átti að vera en ég var samt alls ekki feitur. Hvort það hefur haft þau áhrif að ég hef alltaf haft þessa feitu ímynd af sjálfum mér er hins vegar ómögulegt að segja. Leit ekki á sig sem óheilbrigðan Þrettán ár eru nú liðin frá því að Gaui litli opinberaði sig fyrir alþjóð en þá var hann með sjónvarps-innslög um heilsu og heilbrigðan lífsstíl í þættin- um Dagsljós. „Ég sat í makindum mínum að gæða mér á einni franskri súkkulaði- kökusneið, tvöföldum kaffi og koní- aki þegar vinur minn mikill og pró- dúsent, Marteinn St. Þórsson, sem ég vann með kom til mín og sagði að upp hefði komið hugmynd að þessum tiltekna sjónvarpsþætti, eða innslögum öllu heldur. Við rædd- um þetta fram og til baka og köst- uðum fram augljósum hugmyndum um einhverja heilsubolta til að sjá um innslögin. Báðir erum við van- ir að fara ótroðnar slóðir og höfð- um gert margt óhefðbundið saman og því datt okkur einnig í hug að það gæti verið sniðugt að fá mann í verk- ið sem væri í raun andstæða heilsu og heilbrigðis. Vinur minn horfði á mig og sagði: „Vilt þú ekki bara sjá um þetta?“ Í fyrstu var ég móðgaður því ég leit alls ekki á mig sem óheil- brigðan einstakling.“ Eftir að hafa hugsað málið betur ákvað Gaui litli að slá til, hugmyndin var því borin undir stjórnendur Dagsljóss og sam- þykkt. Missti fimmtíu og þrjú kíló á sjö mánuðum Gaui litli sló í gegn á skjánum og undu hlutirnir því hratt upp á sig. Áður en hann vissi af stóð hann á nærfötunum einum klæða á for- síðum blaðanna og var farinn af stað í allsherjarátak með þjóðina sér við hlið. Gaui hafði lengið iðkað jóga en þurfti nú á meiri hreyfingu að halda. Úr varð að hann byrjaði í spinning en fannst það fullmikið brjálæði fyr- ir sig. Fór hann því þá leið að blanda saman spinning, hathajógaæfing- um og öndun. Yoga-spinning eins og Gaui kallaði þessa nýstárlegu lík- amsrækt kenndi hann í líkamsrækt- arstöðinni World Class við miklar vinsældir. „Hugmyndin er að fara af stað með þessa stórskemmtilegu tíma aftur í haust. Allir sem einhverja þekkingu höfðu á líkamsræktarbransanum bentu mér á að það þýddi lítið að fara af stað með átaksnámskeið um vor. Þrátt fyrir það fylltust öll námskeið- in hjá mér í byrjun sumars. Þörfin var mikil og hefur örugglega aukist og þess vegna byrjum við aftur núna í vor. Nokkrir sem skráðu sig á nám- skeiðin létu ekki sjá sig og hringdi ég því í það fólk. Í ljós kom að þessir að- ilar höfðu mætt en ekki þorað inn í sal. Þetta fannst mér slæmt að heyra og ákvað í kjölfarið að opna Heilsu- garð Gauja litla. Heilsugarðinn hugs- aði ég sem aðsetur fyrir þetta fólk til að koma saman og ræða málin.“ Um leið og einn hópur puðaði í ræktinni hjá Gauja litla hittist annar hópur reglulega í Heilsugarðinum og tók til í toppstykkinu, eins og Gaui orð- ar það, og þau sáu sjálf um að hreyfa sig. „Hópurinn sem hittist í Heilsu- garðinum og vann í andlegu hlið- inni samferða því að hreyfa sig náði betri og varanlegri árangri en fólkið á átaksnámskeiðinu.“ Sjálfur missti Gaui litli 53 kíló á einungis sjö mán- aða tímabili. „Það er náttúrulega allt of mikið,“ segir hann. Harður heimur barna Eftir að hafa náð þessum ótrúlega árangri fór Gaui aðeins að slaka á eins og gengur og gerist. „Rann- sóknir sýna að um níutíu og sex pró- sent þeirra sem ná að grennast falla. Hlutfallið er svipað hjá alkóhólistun- um. Ég féll og það skrítna við það var að það hafði enginn sagt neitt. Það verða allir svolítið meðvirkir og segja ekkert fyrr en maður tekur sig á aftur. Þá fékk ég að heyra að ég hefði verið orðinn allt of feitur. Merkilegt!“ Gaui viðurkennir að hann hafi farið allt of geyst í átakinu mikla og þá geti fallið oft verið hátt. Gaui hélt áfram að starfa í heilsugeiranum og fór að einbeita sér að forvarnarstarfi og námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga með góðum árangri. „Það er ekkert grín að vera feitt barn, því fylgir áreiti, stríðni, vina- leysi og jafnvel einelti. Eins og gef- ur að skilja geta þessir krakkar ekki tekið þátt í mörgum leikjum og ver- ið virkir félagslega og fara þess vegna á mis við svo margt. Ég tel að leggja þurfi miklu meira í forvarnir barna og unglinga þegar kemur að heilsu og heilbrigðum lífsstíl.“ Gaui rak sig strax á það að ekki dugði að vinna eingöngu með börnunum heldur þurfti hann að fá foreldra þeirra í lið með sér. „Það var ekki nóg að vinna bara með börnin og predika yfir þeim hvað má og ekki má. Það eru for- eldrarnir sem versla í matinn, keyra börnin á alla staði og það eru foreldr- arnir sem planta börnunum sínum fyrir framan sjónvarpið og fara sjálfir út að ganga með hundinn á meðan. Þar af leiðandi verða foreldrarnir að vera meðvitaðir og taka virkan þátt svo að börnin nái árangri. Tímamót Fyrir tveimur árum stóð Gaui á mikl- um tímamótum í lífinu. Hann fagn- aði hálfrar aldar afmæli sínu og því fylgdi svolítil naflaskoðun. „Þegar ég varð fimmtugur hugsaði ég með mér: Nú er meirihluti ævi minnar búinn. Ég á kannski þrjátíu ár eftir og hvernig vil ég eyða þessum þrjátíu árum?“ Gaui var ekki í góðu líkam- legu ástandi á þessum tímamótum, hann hafði snúið sér að sjónvarps- bransanum á ný á meðan góðær- ið stóð sem hæst. Hann hafði bætt umtalsverðum kílóafjölda á sig og var kominn með áunna sykursýki, svo fátt eitt sé nefnt. Hann rifjar upp ástand sitt áður en hann fór að huga að heilsunni. „Í fimmtán ár gat ég ekki klætt mig í skó eða sokka sjálfur og það er engin óskastaða fyrir mann á besta aldri.“ Af skömm klæddist Gaui þó alltaf lokuðum skóm, í stað þess að renna sér í klossa því hann vildi ekki að neinn gerði sér grein fyrir ástandi hans. „Ég var orðinn hættulegur sjálfum mér en var svo heppinn að vera vel giftur maður og fékk því góða hjálp við að klæða mig á morgnana,“ segir Gaui og glottir. Frá og með fimmtugsafmælinu góða var Gaui staðráðinn í að taka heilsuna í sínar hendur og hleypa sér ekki í þetta ástand á ný. Hófst þá ró- legt og skynsamlegt ferli í átt að betra lífi ólíkt síðasta átaki. Á eigin forsendum Gaui viðurkennir að reynslan hafi kennt honum mikið og að núna geri hann hlutina á sínum hraða og sín- um forsendum. „Ég ætla að gera þetta í gleði og vellíðan núna.“ Gaui byrjaði á mataræðinu og tók þrjá mánuði í að taka það í gegn. „Ég gerði engar róttækar breytingar held- ur tók út eina og eina fæðutegund í einu, skipti þeim út fyrir eitthvað annað og fór að borða aðeins minna í hvert mál. Reglan hjá mér er í raun sú að ég neita mér ekki um neitt. Ég borða það bara sjaldnar og minna af því. Til þess að ná raunhæfum ár- angri verður maður að hafa raunhæf markmið.“ Því næst fór Gaui að huga að hreyfingunni. Í framhaldi af þessu nýja formi til að betrumbæta lífsstílinn, sem Gauja finnst svo mikilvægt að miðla til þeirra sem á þurfa að halda, ákvað hann að opna Heilsugarð Gauja litla á ný. „Það hefur vissulega jákvæð áhrif á mitt líf að hjálpa fólki. Það er ekki bara ég sem hjálpa þeim heldur hjálpa þau mér. Einnig hef ég upplif- að það eftir hrunið að fólk hafi meiri þörf fyrir að leita inn á við og sinna heilsunni, jafnt andlegri sem og lík- amlegri. Þar af leiðandi fannst mér tilvalið að hefjast handa á ný og ég hef nú opnað Heilsugarðinn við frá- bærar aðstæður hérna í Álafosskvos- inni í Mosó. Fólk spyr sig kannski af hverju það ætti að koma til mín núna þar sem ég hætti á sínum tíma og ég tel það eðlilegt en svar mitt við þeirri spurningu er að ég er reynslunni rík- ari, búinn að brenna mig og veit hvað virkar ekki.“ Vefsmíðin Ásamt því að vera farinn að vinna að bættri heilsu bæði barna og fullorð- inna á ný hefur Gaui unnið hörðum höndum að því í nokkra mánuði að smíða glæsilegan vef, gauilitli.is. Á vefnum er hægt að skrá sig í sam- félag í anda Facebook þar sem fólk getur talað saman, hvatt hvert ann- að áfram og skipst á reynslusögum, áhrifaríkum leiðum og hverju því sem tilheyrir þessum málaflokki. Einnig má þar finna margskonar fróðleik um hamingju, hreyfingu og heilsu, uppskriftir að hollum réttum, matardagbók, kennslugögn og margt fleira áhugavert. „Vefurinn hefur farið vel af stað og er að reynast fólki vel. Ég er enn að vinna í honum og þróa hann. Þetta er frábær vettvangur fyrir fólk til að nálgast annað fólk í sömu sporum. Við erum líka sérstaklega ánægð með að í gegnum netið náum við til fólks úti á landi sem oft hefur litla sem enga valkosti. Einnig erum við með reglulegar göngur og þær aug- lýsum við inni á vefnum, og eru all- ir hjartanlega velkomnir í þær, stórir sem smáir, hundar og kettir.“ Óttast heilsumissi Gaui er búinn að missa þó nokk- ur kíló undanfarna mánuði, jafnt og þétt og á eðlilegum hraða. Hann segir það þó ekki meginatriðið. „Fólk þarf að líta á hvert andartak sem hlekk á milli sín og heilbrigðs lífs. Sjálfur hef ég lent í því að missa heilsuna oftar en einu sinni og það er eitthvað sem ég óttast hvað mest að lenda í aftur. Fótunum er kippt undan manni og áður en maður veit af liggur mað- ur í sjúkrarúmi, síma- og tölvulaus, orðinn sjúklingur. Þá hugsar maður með sér: Ég vildi að ég hefði hlustað á sjálfan mig og gert eitthvað í mál- unum fyrr.“ Gaui ítrekar að margir geti komið í veg fyrir heilsumissi með heilbrigð- um lífsstíl. „Ef fólk gerir hlutina á sínum hraða með jákvæðu hugarfari ætti þetta ekki að reynast því erfitt,“ segir Gaui sem lætur sér greinilega annt um heilsu sína sem og annarra. kolbrun@dv.is Fyrir og eftir gaui litli veturinn 1996 áður en átakið hófst og svo um vorið 1997, rúmum fimmtíu kílóum léttari. síðan þá hefur þyngdin rokkað mikið. Á sólríkum degi gaui ásamt tinnu Björt dóttur sinni á spáni sumarið 2008. Sumarið 2003 gaui litli við Vambar- púkann í feitalundi í Átvaglaskógi á akureyri sumarið 2003. Desember 2008 Þessi mynd er tekin í desember 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.