Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 10
föstudagur 24. apríl 200910 Fréttir
EINKAÞOTUR, LÚXUSBÍLAR
OG RÁNDÝRIR GOSKÆLAR
Fréttir af 30 milljóna króna styrk FL
Group til Sjálfstæðisflokksins árið
2006 vöktu mikla reiði hjá almenn-
ingi. Sú upphæð er þó lítil í saman-
burði við ýmsan annan kostnað sem
félagið greiddi á árunum 2006 og
2007. Rekstrarkostnaður FL Group
árið 2007 var 6,2 milljarðar króna
en það ár skilaði félagið 67 milljarða
króna tapi. Þar af var lögfræði- og ráð-
gjafarkostnaður 1.300 milljónir króna
og „annar kostnaður“ tveir milljarðar
króna. Þegar Hannes Smárason lét af
störfum sem forstjóri félagsins í lok
árs 2007 lofaði eftirmaður hans, Jón
Sigurðsson, að lækka rekstrarkostn-
aðinn um 35 prósent. Á fyrstu þrem-
ur mánuðum ársins 2008 skilaði fé-
lagið síðan 48 milljarða króna tapi.
Leigðu þotu Hannesar
Meðal þess sem FL Group greiddi var
leiga á einkaþotu Hannesar Smára-
sonar sem félagið hafði afnot af. Árið
2007 greiddi FL Group 94 milljón-
ir króna vegna „flugþjónustu“ við
vél Hannesar. Vélin sem Hannes átti
var af gerðinni Bombardier Chall-
enger 604. Ásett verð hennar á sölu
í Bretlandi var í kringum 20 milljónir
dollara fyrir stuttu. Það er í kringum
2.500 milljónir króna samkvæmt nú-
verandi gengi.
Félagið J-Einnátta ehf. sem Jón
Þór Sigurðsson fór fyrir sá FL Group
fyrir einkabílstjórum. Sá félagið um
að aka starfsmönnum og viðskipta-
mönnum FL eftir þörfum. Sam-
kvæmt ársreikningi J-Einnátta ehf.
var útseld vinna Jóns Þórs á árunum
2006 og 2007 um 140 milljónir króna.
Bílarnir sem félagið hafði til umráða
voru af dýrustu gerð og meðal þeirra
var BMW af 740-gerðinni. Auk þess
að keyra með starfsmenn og við-
skiptavini sá fyrirtæki Jón Þórs um
að bóna bíla starfsmanna FL ef þeir
óskuðu eftir því. Auk þess sótti fé-
lagið mat fyrir starfsmenn. Í dag
hefur sama félag, J-Einnátta ehf.,
fært að minnsta kosti tvær af bif-
reiðum sínum yfir á nafn unn-
ustu Hannesar Smárason-
ar, fyrrverandi forstjóra FL
Group.
Granít og goskælar
FL Group flutti starfsemi
sína að Síðumúla 24 í lok
árs 2007. Leigði félagið þar
húsnæði á þremur hæðum
af Byggingafélagi Gylfa og
Gunnars (BYGG). Kostn-
aður FL við að innrétta hús-
næðið er talinn hafa verið
nálægt milljarði króna. Segja
kunnugir að hvergi hafi verið
eytt jafn miklum fjármunum
í sérsmíðað granít líkt og FL
gerði. Meðal þess sem fyr-
irtækið keypti voru 15 gos-
drykkjakæliskápar sem kost-
uðu nokkur hundruð þúsund
hver. Starfsmenn voru á sama
tíma um það bil þrjátíu talsins
og því að meðaltali tveir starfs-
menn á hvern hinna fínu, dýru gos-
kæla.
Þetta voru ekki einu dýru tækin á
skrifstofunni. Þar var líka að finna tólf
fimmtíu tommu plasmaskjái.
FL Group var með höfuðstöðvar í
Reykjavík en var auk þess með skrif-
stofu í London og í Kaupmannahöfn.
Samkvæmt heimildum DV borgaði
FL Group hæsta fermetraverð fyrir
skrifstofuhúsnæði í London af öllum
fyrirtækjum sem þar störfuðu. Fé-
lagið opnaði skrifstofu í London árið
2006. Um vorið 2007 opnaði FL skrif-
stofu í Kaupmannahöfn. Þá var ekk-
ert til sparað og var 300 manns boðið
í opnunarpartí. Flogið var með mikið
af íslensku fyrirfólki til Kaupmanna-
hafnar og var þar á meðal sjálfur for-
seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son.
Æft fyrir maraþon
Í ársbyrjun 2007 hófu starfsmenn
FL Group að æfa fyrir New York-
maraþonið sem fram fór átta
mánuðum síðar. Ekkert var til
sparað og voru starfsmenn-
irnir fyrst sendir á sex vikna
Bootcamp-námskeið. Eftir
það höfðu þeir hlaupaþjálf-
ara alveg fram að hlaupi.
Meðal þeirra sem tóku þátt
í New York-maraþoninu
2007 voru Hann-
es Smárason, Þor-
steinn M. Jónsson
og Magnús Ármann.
Einnig tók Bjarni Ár-
mannsson þátt í hlaup-
inu en á sama tíma var REI-málið ein-
mitt í hámæli á Íslandi. Starfsmenn FL
fengu allir dýrustu gerð af hlaupagalla
og skóm auk þess sem þeir gistu á
einu dýrasta hóteli New York-borgar.
Meðal þess sem Hannes Smárason
samdi um þegar FL Group seldi Ice-
landair var að fimm af æðstu stjórn-
endum FL Group og makar þeirra
fengju fríar flugferðir með Icelandair
til æviloka. Síðar var þetta ákvæði stytt
niður í fimm ár. Síðan átti FL Group að
yfirtaka skuldbindinguna.
„FL-dagurinn“
FL Group hélt einu sinni á ári svo-
kallaðan „FL-dag“ þar sem flogið var
með alla starfsmenn félagsins í einka-
þotu til útlanda. Þar á meðal til Kaup-
mannahafnar og London.
Þorsteinn Guðmundsson uppi-
standari talaði um kynni sín af FL
Group á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þar
fjallaði hann um það þegar hann var
fenginn sem veislustjóri til London á
skemmtun sem haldin var á vegum
félagsins. Af orðum hans má skilja
það svo að óhóflegur peningaaust-
ur og glamúr hafi einkennt félagið.
Þar lýsti hann því hvernig hann fékk
stærðarinnar hótelherbergi með
tveimur hjónarúmum, tveimur bað-
herbergjum og þremur sturtum að-
eins fyrir sig. Þorsteini brá við herleg-
heitin og lýsti því þannig í þættinum
að honum hefði liðið illa í þessu her-
bergi.
Töpuðu á flestu
FL Group tapaði á flestum fjárfest-
ingum sínum. Þó má ætla að skyn-
samlegasta fjárfestingin hafi verið
í lággjaldaflugfélaginu Easyjet og
Tryggingamiðstöðinni. Hins vegar
tapaði félagið á fjárfestingum sín-
um í Bang & Olufsen, AMR Corp-
oration, móðurfélagi American
Airlines, Finnair, þýska bankanum
Commerzbank, danska drykkjar-
vöruframleiðandanum Royal Un-
ibrew, auk þess sem íslenska ríkið
yfirtók stærstu eign þess sem var
hlutur í Glitni. Síðan átti félagið 40
prósenta hlut í Landic Property en
félagið óskaði eftir greiðslustöðvun í
síðustu viku. Félagið eyddi 792 millj-
ónum í kostnað vegna fyrirhugaðrar
yfirtöku á breska leikjavélafélaginu
Inspired Gaming. Ekkert varð af yf-
irtökunni en FL Group átti 19 pró-
senta hlut í félaginu. Bréf félagsins
lækkuðu um 85 prósent næstu tólf
mánuði eftir að FL tilkynnti um fyr-
irhugaða yfirtöku sína.
„Meðal þess sem fyrir-
tækið keypti voru 15
gosdrykkjakæliskápar
sem kostuðu nokkur
hundruð þúsund hver.“
Hlaupaþjálfari fyrir starfsmenn, fjáraust-
ur í skemmtanir og hundraða milljóna
króna kostnaður við að innrétta leiguhús-
næði eru meðal ástæðnanna fyrir því að
rekstrarkostnaður FL Group nam rúmum
sex milljörðum króna árið 2007. DV skoð-
ar í hvað peningarnir fóru og hversu gott
gat verið að vinna fyrir FL Group.
Veislunni lokið Árið 2008 var ljóst
að 60 milljarða hagnaður hafði snúist
í nær 70 milljarða tap. Nýr forstjóri sór
að lækka rekstrarkostnað um þriðjung.
Skokkhópur FL Group starfsmenn og
velunnarar fl group fengu Bootcamp-nám-
skeið og hlaupaþjálfara á kostnað félagsins
til að búa þá undir maraþon í New York.
Veislan í algleymingi í stjórnartíð Hannesar
var rekstrarkostnaður himinhár og ekkert
sparað í lúxuslífi hjá fl group. dýr ferðalög og
rándýr skrifstofa bættust á rekstrarreikninginn.
annaS SiGmundSSon
blaðamaður skrifar as@dv.is
Ísköld kók starfs-
menn þurftu ekki
að hafa áhyggjur
af volgu gosi með
15 goskæla á
skrifstofunni.