Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 33
föstudagur 24. apríl 2009 33Helgarblað Stjórnmálin og lífið Margir þing- Menn í rangri vinnu þór Saari, 1. Sæti fyrir Borgara- hreyfinguna í SuðveSturkjördæMi: í einu orði, hver var orsök hrunsins? „Ónýt (viljandi) löggjöf um fjármálafyrirtæki, siðblindir bankamenn, ónýtt stjórnkerfi og stjórnsýsla og óheiðarlegir stjórnmálamenn.“ hverju myndir þú breyta á íslandi ef þú gætir breytt hverju sem er? „að hér yrði opið, lýðræðislegt og siðlegt samfélag þar sem önnur gildi en græðgi ráða ferðinni.“ Vissir þú fyrir hrun að ríkisábyrgð væri á erlendum innlánum einkabanka? „Nei, og því var haldið leyndu fyrir almenningi.“ hver er besti tími sólarhringsins? „Kvöldið.“ hefur þú villt á þér heimildir á netinu? „Nei.“ hversu lengi hugnast þér að leiða þinn flokk? „Við höfum enga leiðtoga en ég gæti hugsað mér að gæta hagsmuna flokksins og félags- manna eins lengi og þörf er til að ná inn stefnumálunum, upp að því átta ára hámarki á þingsetu sem við viljum innleiða.“ Á þjóðin kvótann? „Já, það er sko alveg skýrt.“ ertu trúaður og hvernig iðkar þú trú þína? „Nei, ekki í hefðbundnum trúarbragðaskilningi. Minn skilningur er svo mitt einkamál.“ hvaða kvikmynd sást þú síðast í bíó? „draumalandið.“ hvað á íslenska krónan langt eftir? „Mjög stutt, því miður, en það er staðreynd.“ hversu hátt hlutfall atkvæða yrði fram- boði þínu ásættanlegt? „Ég yrði mjög ánægður með 11-15% en hreinn meirihluti væri þó allra best.“ Langar þig að biðja einhvern afsökunar? „Nei, og sem betur fer hef ég ekki þurft að gera það mjög lengi.“ hvaða fjölmiðli treystir þú best? „rÚV, þó ekki nægilega vel.“ hefur þú drepið dýr? „Já, ég er áhugamaður um silungsveiði en veiði þó og sleppi mikið.“ er þetta allt útrásarvíkingunum að kenna? „Nei, en mjög margt er það.“ Hvaða íslendingur er skemmtilegastur? „Ómar ragnarsson.“ er einhver þingmaður í röngum flokki? „Kannski ekki en þeir eru margir í rangri vinnu.“ Hversu hratt hefur þú keyrt á íslandi? „Of hratt.“ hvað getum við lært af hruninu? „að aðhald, opin stjórnsýsla og virkt lýðræði eru grundavallarþættir sem við megum ekki vanrækja.“ Hvenær verður botni kreppunnar náð? „sennilega ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár.“ Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda hrunsins? „Já, því miður, nema Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á mbl.is.“ Hefurðu neytt fíkniefna? „Já, en fyrir utan áfengi og tóbak þá mjög lítið og fyrir mjög löngu síðan.“ Þurfa þingmenn aðstoðarmenn? „Veit það ekki ennþá, en þingið þyrfti að þjóða upp á meiri aðstoð held ég.“ skortir pólitíska ábyrgð á íslandi, sbr. banka- hrunið? „Já, algerlega.“ Kemur til greina að breyta þingsköpum til að lágmarka málþóf? „Varla, en það mætti margt betur fara í öðru er varðar þingsköp, svo sem að afleggja yfirstéttartitlatogið hátt- og hæstvirtur og afnema hálsbindaskyldu og stytta fríin svo eitthvað sé nefnt.“ Kanntu á þvottavél? „Já, eitt prógramm.“ SÁtt við guð og Menn jóhanna Sigurðardóttir, forMað- ur SaMfyLkingarinnar: í einu orði, hver var orsök hrunsins? „græðgin.“ hverju myndir þú breyta á íslandi ef þú gætir breytt hverju sem er? „tryggja bætt og jafnari lífskjör allra hópa samfélagsins svo fátækt heyrði sögunni til.“ vissir þú fyrir hrun að ríkisábyrgð væri á erlendum innlánum einkabanka? „ítrekaðar fyrirspurnir mínar um þessi mál og svör fyrrum viðskiptaráðherra framsóknar- manna við þeim gáfu ekki annað til kynna en að tryggingarsjóður innistæðueigenda ætti að standa undir öllum mögulegum áföllum kæmi til greiðslufalls banka.“ hver er besti tími sólarhringsins? „Mér hafa nýst allir tímar sólarhringsins vel.“ Hefur þú villt á þér heimildir á netinu? „Nei.“ hversu lengi hugnast þér að leiða þinn flokk? „Eins lengi og aðstæður mínar leyfa og flokkurinn treystir mér til forystu og telur mig gera gagn.“ Á þjóðin kvótann? „Já, en hefur þurft að horfa upp á þessa eign sína keypta, selda og veðsetta eins og einkaeign nokkurra aðila og nú á að hræða fólk með hótunum um atvinnuleysi ef eignarhald þjóðarinnar verður að veruleika.“ ertu trúuð og hvernig iðkar þú trú þína? „Já, ég á mína trú.“ hvaða kvikmynd sást þú síðast í bíó? „sólskinsdrenginn.“ hvað á íslenska krónan langt eftir? „Hlúum vel að krónunni á meðan þarf en vonandi verður evran tekin við innan 3-5 ára.“ hversu hátt hlutfall atkvæða yrði fram- boði þínu ásættanlegt? „Við þurfum fyrst og fremst nægan styrk til að leiða ríkisstjórn til áframhaldandi verka við að tryggja vinnu og velferð og umboð til að hefja samningaviðræður við EsB svo þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning sem gæti lagt grunn að stöðugleika og bættum lífskjörum.“ Langar þig að biðja einhvern afsökunar? „Nei, ég er sátt við guð og menn.“ hvaða fjölmiðli treystir þú best? „No comment.“ hefur þú drepið dýr? „fiska, flugur.“ er þetta allt útrásarvíkingunum að kenna? „Nei, en þeir bera vissulega mikla ábyrgð.“ hvaða íslendingur er skemmtilegastur? „Margir koma til greina.“ er einhver þingmaður í röngum flokki? „Þeir eru þó nokkrir. Ég hef þá trú að í hjarta sínu sé langstærstur hluti þjóðarinnar jafnaðarfólk. íslendingar vilja sameina athafnafrelsi og ábyrgð, framtak og jöfnuð.“ hversu hratt hefur þú keyrt á íslandi? „90-100.“ hvað getum við lært af hruninu? „að byggja til framtíðar á þeirri samfélagsgerð sem norrænir jafnaðarmenn hafa byggt upp og sameinar vinnu og velferð, samkeppnishæft rekstrarumhverfi og samfélagslega ábyrgð. græðgin má ekki ráða för.“ hvenær verður botni kreppunnar náð? „Ýmislegt bendir til að botni fjármálakreppunnar sé náð en því miður eru líkur á að það taki nokkurn tíma enn og mikið átak að komast upp aftur. Næstu misseri verða erfið, en þau verða uppávið í flestu tilliti.“ Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda hrunsins? „Þeir bera sína ábyrgð en ég vil ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þeir hafi brugðist.“ hefurðu neytt fíkniefna? „Nei.“ þurfa þingmenn aðstoðarmenn? „Nei.“ Skortir pólitíska ábyrgð á íslandi, sbr. bankahrunið? „Já, tvímælalaust – við erum bernsk í þessu tilliti. samfylkingin hefur viljað setja lög um ráðherraábyrgð sem auka og skýra pólitíska ábyrgð þeirra.“ kemur til greina að breyta þingsköpum til að lágmarka málþóf? „Já, það kemur til greina.“ kanntu á þvottavél? „Já.“ þakkar ekki fjÁrgLæfra- MönnuM guðjón arnar kriStjÁnSSon, for- Maður frjÁLSLynda fLokkSinS: í einu orði, hver var orsök hrunsins? „fjárglæfrar án eftirlits.“ hverju myndir þú breyta á íslandi ef þú gætir breytt hverju sem er? „Kvótakerfi fiskveiða, verðtryggingu og gjaldmiðli.“ vissir þú fyrir hrun að ríkisábyrgð væri á erlendum innlánum einkabanka? „Nei. tel óvíst að svo hefði verið, ef hagsmuna okkar hefði verið gætt af stjórnvöldum.“ hver er besti tími sólarhringsins? „Morguninn.“ hefur þú villt á þér heimildir á netinu? „Nei.“ hversu lengi hugnast þér að leiða þinn flokk? „Ekki fram yfir sjötugt.“ Á þjóðin kvótann? „Hann á að vera í þjóðareign, en er það ekki nú í raun, eins og sést í verkum og meðferð kvótans.“ ertu trúaður og hvernig iðkar þú trú þína? „Já, og iðka hana með sjálfum mér.“ hvaða kvikmynd sást þú síðast í bíó? „langt er síðan ég fór í bíó, en líklega var það mynd um mörgæsir sem ég sá í Háskólabíó.“ hvað á íslenska krónan langt eftir? „Einhver ár. Þrjú til sex ár.“ hversu hátt hlutfall atkvæða yrði fram- boði þínu ásættanlegt? „8–12 prósent.“ Langar þig að biðja einhvern afsökunar? „Ég hef oft beðið fólk afsökunar ef ég hef haft það fyrir rangri sök.“ hvaða fjölmiðli treystir þú best? „Engum sérstökum.“ hefur þú drepið dýr? „Já, mjög oft, eins og allir bændasynir og fiskimenn.“ er þetta allt útrásarvíkingunum að kenna? „Ég kann fjárglæframönnum engar þakkir. Þeir bera mikla sök.“ hvaða íslendingur er skemmtilegastur? „laddi.“ er einhver þingmaður í röngum flokki? „örugglega, en þeir sjá það ekki endilega sjálfir.“ hversu hratt hefur þú keyrt á íslandi? „stundum hraðar en lög leyfa, ef greiðfært er.“ hvað getum við lært af hruninu? „fjölmargt. Hófsemi, varfærni og að okkur ber að tryggja velferð fólks.“ hvenær verður botni kreppunnar náð? „2010–2011.“ Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda hrunsins? „Já, þeir voru meðvirkir í æðinu, eins og mjög margir íslendingar.“ hefurðu neytt fíkniefna? „Nei, aldrei. reykti en hætti því. Neyti víns í góðra vina hópi.“ þurfa þingmenn aðstoðarmenn? „Já, að mínu mati.“ Skortir pólitíska ábyrgð á íslandi, sbr. bankahrunið? „Já. Vaktin var ekki staðin af ráðherrum og undirstofnunum þeirra.“ kemur til greina að breyta þingsköpum til að lágmarka málþóf? „Ef til vill. En það er vandasamt að takmarka málfrelsi.“ kanntu á þvottavél? „Já.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.