Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 21
föstudagur 24. apríl 2009 21Fréttir
hvað boða flokkarnir?
Vill að öllum sé tryggður í lögum
réttur til almennrar menntunar
og fræðslu við sitt hæfi. Börnum
skal tryggð í lögum sú vernd og
umönnun sem velferð þeirra krefst.
Vill að allir njóti jafnra tækifæra
til menntunar, óháð efnahag og
búsetu. Vill efla starfs- og verk-
menntun og bæta gæðastjórnun.
Vill efla stuðningsnet skóla. Þá vill
flokkurinn lánshæft sumarnám á
háskólastigi.
leggst gegn skólagjöldum til 1.
prófgráðu í háskóla og leggur
áherslu á að skólamáltíðir í grunn-
skólum verði ókeypis. telur að það
eigi að vera forgangsverkefni að
fólk eigi þess kost að njóta góðrar
almennrar menntunar, verk- og
háskólamenntunar óháð efnahag
og búsetu.
lýðræðishreyfingin hefur enga
sameiginlega stefnu í menntamál-
um en hver og einn frambjóðandi
getur haft sjálfstæðar skoðanir um
einstök mál.
Vill að framboð náms á fram-
haldsskólastigi verði aukið yfir
sumartímann. Vill efla starfs- og
endurmenntun á landsbyggðinni.
Námslán greiðist mánaðarlega,
framfærslugrunnur líN jafnhár
grunnatvinnuleysisbótum og
núverandi ábyrgðarmannakerfi
verði afnumið.
Á landsfundi var ályktað að
íslenskan yrði fest í stjórnarskrá
sem þjóðtunga, lög um gagnsæi
varðandi eignarhald á fjölmiðlum
yrðu sett og efni sem rÚV hefur
safnað gert aðgengilegt. Þá vill
flokkurinn endurskoða lög um
listamannalaun.
Vill ókeypis menntun á öllum
skólastigum og námslaunakerfi
í stað lánskerfis. Vill hækka
námslánagreiðslur til jafns við
atvinnuleysisbætur. Vill fella
niður verðtryggingu námslána. Vill
tryggja öllum innflytjendum góða
íslenskukennslu.
styður að fyrirhuguðu stjórn-
lagaþingi verði komið á. Vill að
þjóðaratkvæðagreiðsla og þingrof
fari fram óski 7% þjóðarinnar þess.
ráðherrar, þingmenn og æðstu
embættismenn framkvæmdavalds-
ins gegni embætti í mesta lagi í
átta ár. Vill endurskoða kjördæma-
skipan.
Vill kosningu til stjórnlagaþings.
stjórnlagaþing skal ekki vera
skipað núverandi eða fyrrverandi
alþingismönnum, ráðherrum eða
formönnum stjórnmálahreyfinga.
Vill breyta kosningalögunum. Vill
skýrari verkaskiptingu í stjórnar-
ráðinu.
styður að fyrirhuguðu stjórnlaga-
þingi verði komið á. Berst fyrir því
að þjóðaratkvæðagreiðsla um
einstök mál fari fram innan þriggja
mánaða krefjist a.m.k. 15% kjós-
enda þess. Berst gegn flokksræði.
telur að ráðherrar eigi aldrei að
gegna þingmennsku.
Vill að allir ríkisborgarar geti lagt
lagafrumvarp fram á alþingi ef það
er stutt undirskriftum 1% þjóðar-
innar. Þingmenn og ráðherrar geti
líka lagt fram frumvörp. Vill nýta
hraðbanka sem kjörklefa og kosið
verði um ný frumvörp tvisvar á ári.
ráðherrar sitji ekki á alþingi.
leggur áherslu á að boðað verði til
stjórnlagaþings. aðhyllist þjóðar-
atkvæðagreiðslur og að vægi allra
atkvæða sé jafnt. Vill endurskoða
lög um ráðherraábyrgð. flokkurinn
vill að valdmörk löggjafarvalds
og framkvæmdavalds verði skýrar
afmörkuð.
Vill breyta stjórnarskránni en
vill þjóðaratkvæðagreiðslu um
breytingar á henni. setti sig á móti
stjórnlagaþingi. segir nauðsynlegt
að kveða skýrar á um stöðu
ráðherra og valdheimildir þeirra.
Vill ekki að auðlindirnar verði í
þjóðareign, heldur ríkiseign.
Vill auðlindirnar í þjóðareign og
að t.d. 20% þjóðarinnar geti krafist
þingrofs og nýrra kosninga. stjórn-
arskrárbreytingar verði útkljáðar
með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá
geti t.d. 1/3 þingmanna krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu um stór
mál. Vill stjórnlagaþing.
Vill bjóða upp á víðtæka aðstoð
við atvinnulausa um allt land.
skuldsett fyrirtæki verði boðin
til sölu og tilboðum aðeins tekið
ef ásættanlegt verð fæst. annars
verði starfsfólkinu leyft að taka yfir
fyrirtæki.
Vill bæta rekstrarumhverfi minni
fyrirtækja, fjölskyldurekstrar og
einyrkja. Vill efla matvælafram-
leiðslu þjóðarinnar í landbúnaði
og sjávarútvegi. flokkurinn vill
fara í sérstakt átak til að bæta
samgöngur og fjarskipti. Vill veita
fyrirtækjum skattaafslátt vegna
rannsókna og þróunarstarfs.
telur að frjálsar handfæraveiðar
skapi hundruð starfa. Vill tryggja
framleiðslufyrirtækjum fjármagn.
Vill að skattar verði ekki hækkaðir á
lægstu launin. Vill að fjárfestingar-
sjóður yfirtaki illa sett framleiðslu-
fyrirtæki, endurreisi þau og selji
síðan.
sumir innan hreyfingarinnar vilja
að valdir verði einstaklingar úr hópi
atvinnulausra sem sendir verði
um allan heim til að laða að erlend
fyrirtæki.
Vill hrinda í framkvæmd áætlunum
ríkisstjórnarinnar um allt að
6000 ný störf í byggingariðnaði,
nýsköpunar- og sprotageirum,
ferðaþjónustu og menningar-
greinum, sjávarútvegi o.fl. Vill efla
minni fyrirtæki með tímabundnum
ráðningum atvinnulausra.
Vill áfram nýta náttúruauðlindir á
sjálfbæran og hagkvæman hátt og
vill bæði álver á Bakka og í Helgu-
vík. Vill draga úr umsvifum hins
opinbera til að auka samkeppni
á markaði. ráðast verði í mann-
aflsfrekar framkvæmdir og skapa
hagstæð skilyrði fyrir rannsóknir
og þróun.
Vill ekki einblína á stóriðju heldur
styðja lítil og meðalstór fyrirtæki.
Beita skattaívilnunum til að
styðja við sprotafyrirtæki. lækka
raforkuverð til stuðnings atvinnu
á landsbyggðinni. Vill stórefla
ferðaþjónustu.
Vill að ný framboð fái sama tíma
í fjölmiðlum og sama stuðning
og aðrir stjórnmálaflokkar. Vill að
réttur allra til grunnlífskjara sem
nauðsynleg eru til verndar heilsu
og lífsviðurværis fjölskyldna verði
tryggður.
Vill útrýma kynbundnum
launamun og launaleynd. Vill jafna
hlut kvenna og karla í stjórnunar-
störfum. Vill tryggja jafna aðkomu
kynjanna að fjölmiðlum. Vill sporna
gegn kynbundnu ofbeldi. Vill lög-
leiða hjónabönd samkynhneigðra
og samþætta kynjasjónarmið.
Vill að hver einstaklingur við-
urkenni rétt annarra til frjálsrar
hugsunar, trúar, tjáningar og
frelsis til að kjósa sér eigin lífsstíl.
flokkurinn berst fyrir samfélagi
umburðarlyndis, réttlætis og
jafnræðis þar sem þegnarnir eru
virkir þátttakendur og bera ábyrgð
á sjálfum sér og samfélaginu.
Vill að landið verði eitt kjördæmi,
þingmönnum verði fækkað í 31.
alþingismenn velji ráðherra á
faglegum forsendum.
Vill að konur og karlar hafi jafnan
rétt að lögum og að kynin hafi jafna
möguleika á að nýta sér rétt sinn.
Vill koma á fullu jafnrétti kvenna og
karla. til þess mun fylkingin sam-
þætta jafnréttissjónarmið á öllum
sviðum og fela forsætisráðherra að
fylgja henni eftir.
Vill tryggja foreldrajafnrétti með
breytingum á barnalögum og
að hæfni, ábyrgð, vinnustaða og
frammistaða launþega endur-
speglist í launum. flokknum finnst
óútskýrður launamunur óafsakan-
legur. Vill tryggja jafnrétti karla og
kvenna og breytt hjúskaparlög.
Vill jafnan rétt allra án tillitis til
kynferðis, kynhneigðar, trúar-
bragða, litarháttar og uppruna. Vill
stórefla kjör og aðstæður öryrkja
og leiðrétta kynbundinn launamun.
Vill afnema sjálfkrafa skráningu
barns í trúfélag móður og vill ein
hjúskaparlög á íslandi.
Vill færa vísitölu verðtryggingar til
þess sem var fyrir hrun hagkerfisins
(janúar 2008). Vill að raunvextir
á verðtryggðum lánum verði að
hámarki 2–3% og afborgunum af
húsnæðislánum megi fresta um tvö
ár með lengingu lána.
Vill lækka höfuðstól húsnæðislána
og lána fyrirtækja um 20% og koma
höndum á óskattlagðar eignir
íslenskra auðmanna erlendis. Vill
koma á fót nýju húsnæðisbótakerfi
og afnema stimpilgjöld. Vill setja
á fót nýja fjármögnunarleið fyrir
ungt fólk.
Hefur lagt til að verðtrygging lána
verði afnumin frá og með síðustu
áramótum. Vill að verðbætur
umfram 5% verði ekki innheimtar
heldur settar inn á biðreikning.
Vill lækka vexti nú þegar niður í
8%. skattar verði ekki hækkaðir á
þau heimili sem glíma við þunga
lánabyrði.
lýðræðishreyfingin hefur enga
sameiginlega stefnu í málefnum
heimilanna en hver og einn
frambjóðandi getur haft sjálfstæðar
skoðanir um einstök mál.
Vill sækja um EsB-aðild og segir að
upptaka evru muni styrkja efnahag
heimilanna og fyrirtækja í landinu,
þar sem gengi krónunnar muni
styrkjast og vextir lækka vegna
bættra lánskjara landsins erlendis,
verð á neysluvörum muni lækka
og verðtrygging leggist af með
upptöku evru.
segir stórhættulegt að leggja nýjar
álögur á heimili og atvinnulíf. létta
þurfi greiðslubyrði lána um 50%
og tryggja eðlilega bankafyrir-
greiðslu fyrir allar atvinnugreinar.
Vill endurskoða gjaldþrotalögin
frekar og auðvelda fólki að nýta
séreignasparnað sinn.
Vill lækka vexti og afnema
verðtryggingu í áföngum. Vill frysta
hækkanir höfuðstóls verðtryggðra
lána og geyma í nokkur ár án vaxta
og verðbóta. Vill að fólk geti fært
erlend lán í krónur. Vaxtabætur
verði hækkaðar um 25%.
atvinna heimilin Jafnréttismál lýðræðismál menntamál