Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 4
föstudagur 24. apríl 20094 Fréttir
Sandkorn
n Um helgina munu fram-
bjóðendur bjóða pólitíska
blíðu sína gegn því að hreppa
atkvæði fórnarlamba sinna.
Ýmsar
munn-
mælasögur
eru til um
slíkar veið-
ar. Matthías
Bjarnason,
fyrrverandi
ráðherra og
þingmaður
Vestfirðinga, vék sér eitt sinn
á kosningadag að sjómanni
fyrir vestan og ávarpaði hann:
„Hvað segja hetjur hafsins?“
Sjómaðurinn leit á ráðherr-
ann og svaraði að bragði að
sjómenn væru bara hetjur á
sjómannadaginn. Matthíasi
varð ekki orða vant: „Nei, líka
á kosningadaginn.“
n Meðal þeirra sem nú kveðja
Alþingi eftir langa setu er
Björn Bjarnason, alþingis-
maður Sjálfstæðisflokks. Björn
er með allra
umdeild-
ustu mönn-
um og hefur
gjarnan
markað
mjög um-
ræðuna. Þá
hefur hann
haldið úti
víðlesinni heimasíðu þar sem
gjarnan var vaðið á súðum.
Hann upplýsir á heimasíðu
sinni að óvissa sé um það hvað
hann taki sér fyrir hendur og
einnig með hvaða hætti hann
haldi úti heimasíðunni. Víst er
að tómarúm myndast í lífi ein-
hverra sanntrúaðra við brott-
hvarfið.
n Ýmislegt bendir til þess
að Borgarahreyfingin muni
ná inn nokkrum þingmönn-
um. Hreyfingin á sér rætur í
búsáhaldabyltingunni frægu
en margir
liðsmanna
börðu potta
og pönnur
á Austur-
velli. Þeirra
á meðal er
oddvitinn í
Reykjavík-
urkjördæmi
norður, Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta er dóttir söngvaskálds-
ins Bergþóru Árnadóttur sem
lést fyrir fáum árum. Birgitta
er ekki síður en móðir hennar
full réttlætiskenndar og tíður
gestur á mótmælum. Hún var
um tíma eins konar talsmað-
ur Saving Iceland og því ekki
útilokað að sú hreyfing sé um
það bil að koma sér upp þing-
manni.
Frakkastíg 10 · Sími 551-3160
Margar gerðir
af búningasilfri.
Þetta er ódýrasta
mynstrið.
Allt sem þarf
á upphlutinn,
settið frá 90.530 kr.
Allar upplýsingar um hefð
og gerðir búninga eru
veittar á staðnum.
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir rafmagns- og
bensínbílar í úrvali
Vilt þú fjármálaráðgjöf hjá
óháðum aðila?
Fyrsta viðtal er án
endurgjalds!
Bókaðu viðtal á
www.ghradgjof.is
Það er auðveldara að taka
á vandanum strax!
GH Ráðgjöf
Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík,
Sími 510-3500
Geymdu þessa auglýsingu
– hún getur komið sér vel!
Þrír unglingspiltar eru á útkallslista Slökkviliðs Grindavíkur. Að hafa meirapróf og
iðnmenntun eru á meðal þeirra skilyrða sem slökkviliðsmenn þurfa að uppfylla. Björn
Karlsson brunamálastjóri segir fráleitt að svo ungir menn taki þátt í brunaútköllum
og ætlar að skoða málið.
FIMMTÁN ÁRA Í
SLÖKKVILIÐINU
Þrír 15 og 16 ára drengir, sem eru
fæddir árið 1993, eru á útkallslista
Slökkviliðsins í Grindavík, sam-
kvæmt heimildum DV. Sömu heim-
ildir herma að einn þeirra hafi verið
fyrstur á vettvang í bruna sem varð í
Grindavík fyrir skemmstu. Drengirn-
ir uppfylla ekki skilyrði til að mega
starfa sem slökkviliðsmenn.
„Ekki kallaðir í eldsvoða“
„Þetta er algjörlega fráleitt og verð-
ur að sjálfsögðu skoðað nánar,“ seg-
ir Björn Karlsson brunamálastjóri
þegar DV ber málið undir hann. „Ég
heyrði orðróm um þetta fyrir skömmu
og hringdi strax í slökkviliðsstjórann í
Grindavík. Hann sagði mér að þetta
væri til gamans gert og að drengirn-
ir væru ekki fullgildir meðlimir sveit-
arinnar, heldur væru þeir eins kon-
ar ungliðar og væru ekki kallaðir til í
eldsvoða,“ segir Björn og bætir því við
að þar með hafi hann látið málið falla
niður.
„Ég er í slökkviliði Grindavíkur“
Björn segir að hann muni að sjálf-
sögðu, á grunni samtalsins við DV,
ræða málin betur við slökkviliðsstjór-
ann í Grindavík, Ásmund Jónsson.
Ásmundur sagðist ekki vilja stað-
festa að drengirnir væru á útkallslista
slökkviliðsins og vildi ekkert láta hafa
eftir sér um málið þegar DV hafði
samband við hann.
Blaðið hafði einnig samband við
einn drengjanna. Hann sagði að
honum væri ekki heimilt að tjá sig
um störf sín fyrir slökkviliðið. Á op-
inni Facebook-síðu eins drengjanna
þriggja eru myndir af tveimur þeirra
þar sem þeir eru í fullum skrúða
slökkviliðsmanna. Á bloggsíðu eins
þeirra segir enn fremur: „Ég er í
slökkviliði Grindavíkur.“
Meirapróf og iðnmenntun
Ef mið er tekið af aldri piltanna má
ljóst vera að þeir uppfylla ekki tvö af
þremur skilyrðum sem slökkviliðs-
menn þurfa að fullnægja til að mega
vinna sem slíkir. Björn telur líklegt
að um brot á vinnumálalöggjöf sé
að ræða, óháð því hvort störf drengj-
anna brjóti í bága við lög um bruna-
mál. Ráðningar í slökkviliðið séu hins
vegar á ábyrgð sveitarfélagsins.
Í reglugerð um Brunamálaskól-
ann og réttindi og skyldur slökkvi-
liðsmanna segir að þeir þurfi að full-
nægja eftirtöldum skilyrðum:
1. Hafa góða líkamsburði, vera
andlega og líkamlega heilbrigð-
ir, reglusamir og háttvísir, hafa góða
sjón og heyrn, rétta litaskynjun og
vera ekki haldnir lofthræðslu eða
innilokunarkennd.
2. Hafa að lokinni reynsluráðn-
ingu aukin ökuréttindi til að stjórna:
a) vörubifreið og b) leigubifreið.
3. Hafa iðnmenntun sem nýt-
ist í starfi slökkviliðsmanna eða sam-
bærilega menntun og reynslu.
Björn bendir á að slökkviliðsmenn
þurfi að hefja nám sem slökkviliðs-
menn eftir sex mánuði í starfi. Áður
en þeir byrja á vöktum hjá slökkvilið-
um eru þeir þó skyldugir til að ljúka
80 stunda fornámi. Til að geta kallast
atvinnuslökkviliðsmenn þurfa menn
svo að ljúka 540 stunda skyldunámi.
Mega ekki vinna hættuleg
verkefni
Gróa H. Ágústsdóttir umdæmisstjóri
Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ seg-
ist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en
nú en vísar á lög og reglur um vinnu
barna. Í reglugerð Vinnueftirlitsins
um vinnu barna og unglinga segir að
unglingar, einstaklingar sem séu 15
til 17 ára gamlir, megi yfirleitt vinna
nema við hættulegar vélar, hættu-
leg efni, hættuleg verkefni (mikinn
kulda, hita eða hávaða) og þar sem
lyfta þurfi þungum byrðum. Þá mega
þeir ekki vinna einir þar sem hætta
getur steðjað að.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Þetta er algjörlega frá-
leitt og verður að sjálf-
sögðu skoðað nánar.“
Bruni í Reykjavík slökkviliðsmenn
þurfa meðal annars að hafa meirapróf
og iðnmenntun, eða sambærilega
menntun.
Ungir slökkviliðsmenn
Á opinni facebook-síðu
eins piltanna má finna
myndir af piltunum í
fullum skrúða.