Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 52
Þegar farið er yfir stigatöfluna í Form- úlu 1 eftir þrjú fyrstu mótin má glöggt sjá að það eru breyttir tímar í Formúl- unni. Mikill niðurskurður liðanna vegna efnahagsástandsins hefur svo sannarlega fært liðin nær hvort öðru og, það sem meira er, hefur það skot- ið minni liðum fram úr þeim stærri. Það þarf að fara niður í áttunda sæt- ið til að sjá nafn fyrstu ofurstjörn- unnar en þar situr Spánverjinn Fern- ando Alonso á Renault með fjögur stig. Sama stigafjölda hefur heims- meistarinn sjálfur, Lewis Hamilton. Þeir eru sem stendur sextán stigum á eftir Bretanum Jenson Button sem leiðir keppnina á Brawn GP. Fast á hæla hans koma Rubens Barrichello, einnig á Brawn, Red Bull-undra- barnið Sebastian Vettel, Timo Glock á Toyota, Mark Webber á Red Bull og svo Jarno Trulli á Toyota. Það sem vekur strax athygli er að þarna má hvergi sjá nafnið Fel- ipe Massa, Kimi Raikkonen eða Ferrari. Ástæðan er einföld. Hvor- ugur ökumannanna hjá þessu fornfræga liði sem hefur borið höf- uð og herðar yfir önnur lið síðustu ár er kominn með stig. Og því liðið ekki heldur. Sigursælastir Ferrari-nafnið eru Formúluáhuga- menn vanir að sjá við toppinn. Síð- an sýningar hófust hér heima hefur þetta verið stórlið og það er engin furða. Það hefur unnið keppni bíla- smiða átta sinnum á síðustu tíu árum, þar af sex sinnum í röð frá ár- unum 1999-2005. Þá hefur ökumað- ur á Ferrari orðið heimsmeistari sex sinnum á síðustu níu árum. Þar af auðvitað Michael Schumacher fimm sinnum. Þessir titlar í bland við aðra tíma gera Scuderia Ferrari-liðið að því sigursælasta frá upphafi. Það hefur unnið flesta titla bílasmiða, alls sex- tán sinnum, þann fyrsta árið 1961. Fyrsti ökumaðurinn til að verða heimsmeistari á Ferrari var Alberto Ascari árið 1952. Allt saman verð- ugar staðreyndir en gera lítið fyrir Ferrari-liði á þessu ári. Tilbúnir í Evrópu Þessi byrjun Ferrari er sú versta hjá liðinu í tuttugu og átta ár. Ferrari er eitt af liðunum sem kærðu Toyota, Williams og Brawn fyrir loftdreifara liðanna aftan á bílnum sem var síðar dæmdur löglegur fyrir áfrýjunarrétti. Flavio Briatore, liðsstjóri Renault, hefur sagt þessi lið einfaldlega hafa forskot á önnur vegna síns loftdreif- ara sem önnur lið héldu að væri ör- ugglega ólöglegur. Ferrari þarf nú að smíða nýjan loftdreifara en festingar við hann tengjast undirvagni og þarf því að smíða nýjan undirvagn. Það tekur tíma og verður Ferrari í eltingarleik þangað til nýr dreifari verður smíð- aður. Stefano Domenicali, liðsstjóri Ferrari, segir: „Vegna dóms áfrýj- unarréttarnis verðum við að breyta bílnum. Ef okkur tekst vel upp gæt- um við verið tilbúnir og samkeppn- ishæfari þegar við komumst til Evr- ópu í Spánarkappaksturinn.“ Hann fer fram 10. maí. Búist við miklu af Brawn Mikil rigning hefur verið á síðustu tveimur mótum en sú verður alls ekki raunin í Barein um helgina. Eng- inn möguleiki er á rigningu en þvert á móti verður steikjandi hiti, um 37° C. Hætta er einnig á sandstormi en Kimi Raikkonen á Ferrari gat ekki nýtt fyrsta æfingatímann sinn þar sem hann beið eftir að sandstormur liði hjá. Sandstormar geta verið stór- hættulegir en fínn sandurinn getur auðveldlega smogið inn í vélar bíl- anna og valdið stórskaða. Ross Brawn, hönnuður og eigandi Brawn GP, býst við að hans menn geti gert vel í hitanum um helgina. „Aðstæður ættu að henta okkur vel. Á þurri braut getum við virkilega sýnt hvers bíllinn er megnugur. Þá hentar brautin bílnum afar vel og við getum ekki séð að hitinn muni hafa nokkur áhrif á okkur,“ segir Ross Brawn, að- almaðurinn í Formúlunni þessa dag- ana. föstudagur 24. apríl 200952 Sport Baráttan heldur áfram Manchester united og liverpool taka enn eitt skrefið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn um helgina. liverpool getur sett pressu með því að jafna united að stigum en liverpool leikur gegn Hull klukkan 14.00 á laugardeginum. Manchester united tekur á móti tottenham ríflega tveimur tímum síðar en mikill upp- gangur er á tottenham og á liðið mjög raunhæfa möguleika á Evrópusæti eftir afleita byrjun á tímabilinu. Hull aftur á móti er að sogast hægt og rólega niður í fallsvæðið og verður að gera jafnvel og síðast gegn liverpool ætli það sér eitthvað út úr leiknum. fallbaráttan er jafnhörð en Newcastle þarf að horfa á leikina um helgina og vonast eftir góðum úrslitum. Það leikur ekki fyrr en á mánudaginn gegn portsmouth. uMsjóN: tóMas Þór ÞórðarsoN, tomas@dv.is © GRAPHIC NEWSHeimild: FIA, Allianz 4. keppni : 26. apríl 1 H: 5.412km Sakhir-brautin, Manama Heildarlengd: 57 hringir– 308.238km 22042906 1854 802 2545 952 2254 2055 1253 2605 Gír TímatökusvæðiBeygja Mikilvæg sv. 1 2 3 1 km/h 1 3 4 5 7 9 6 10 12 13 14 15 4 216 3 165 6 2956 300 3 1702 102 2 8 11 Mynd: Google TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Stefano Domenicali liðsstjóri ferrari segir að liðið ætti að verða tilbúið fyrir fyrsta Evrópu- kappaksturinn. MYND GETTY Fjórða Formúlumót ársins fer fram í fursta- ríkinu Barein um helg- ina. Loksins fá ökuþór- ar þurra braut en engin hætta er á rigningu í Barein. Nýtt landslag er á toppi Formúlunnar eftir fyrstu þrjú mótin en kóngarnir hingað til hafa verið Brawn GP með Red Bull og Toyota rétt á eftir sér. Sigur- sælasta liðið í sögu Formúlunnar, Ferrari, er hvergi sjáanlegt. hvar er ferrari? Felipe Massa á Ferrari Var einu stigi frá heimsmeistaratitli í fyrra. Hefur ekki eitt stig eftir þrjú mót í ár. MYND GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.