Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 38
föstudagur 24. apríl 200938 Helgarblað Evrópu muni hafa hagsmuni Íslands í fyrirrúmi er fáránlegt. En ég tel að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið hafi verið að mörgu leyti góður, þrátt fyrir að hann hafi verið brot á stjórnarskránni á þeim tíma.“ Líst vel á Sigmund Davíð Ungur og óreyndur maður í pólitík, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók við stjórnartaumunum í Fram- sóknarflokknum fyrr á árinu. Stein- grímur kveðst hafa mikið álit á nýja formanninum. „Ég tel hann mjög heiðarleg- an mann og vel menntaðan. Hann er vel lesinn og vel að sér um margt og ég tel hann því að öllu leyti hinn prýðilegasta mann. En það er rétt að hann kemur náttúrlega inn óreynd- ur í pólitík og kannski hefur það áhrif á framkomu hans. Hann er ... ég segi kannski ekki of kurteis en hann er að minnsta kosti hógvær og á erfitt með að standa uppi í hárinu á refum eins og Steingrími J. Það er ekki illa meint en hann hefur ekki þá reynslu sem vanir pólitíkusar hafa í framkomu, debatt og svo framvegis. En mér finnst hann mjög vaxandi og hafa sýnt að honum er treystandi.“ Það var hávær krafa um endur- nýjun í Framsóknarflokknum eins og flestum stjórnmálaflokkum hér á landi eftir hrunið, en hefði samt ekki verið æskilegra fyrir flokkinn að fá aðeins reynslumeiri mann í for- mannsembættið? „Það hefðu eflaust ýmsir komið til greina ef það hefði verið lengri tími til stefnu, ég get ekki neitað því. En ég held að krafan um endurnýjun hafi verið það gífurlega yfirgnæfandi að það varð að koma inn maður sem hafði ekki óhreinkað sínar hendur á því sem gerðist. Svo ég held að þetta hafi verið gott val.“ Guðni borinn rangri sök Guðni Ágústsson hætti fyrirvaralaust sem formaður Framsóknarflokksins í nóvember síðastliðnum. Steingrími fannst það rétt af Guðna að hætta, þó deila megi um hvernig hann fór að því. „Ég kynntist Guðna fyrst þegar hann kom inn á þing á sínum tíma og hann er ákaflega traustur. Hann er drengskaparmaður. Við unnum mjög vel saman og ég fann strax að þar var maður sem var hægt að treysta á. Hann er mjög heiðarlegur og hreinskiptinn, hann Guðni, svo mér fannst hann eiginlega borinn rangri sök þegar hann fann sig knú- inn til þess að hætta. En krafan um endurnýjun var svo gífurleg. Það má lengi deila um það hvort hann átti að hætta eins og hann gerði í miðju kafi eða bíða fram að flokks- þingi og gefa þá ekki kost á sér. En ég held að Guðni hafi gert rétt í því að hætta miðað við þá kröfu sem var gerð um endurnýjun. Hann sýndi þar skynsemi og drengskap.“ Íraksstríðið fatalt Guðmundur, yngsta barn Steingríms, gekk í Framsóknarflokkinn í janúar síðastliðnum eftir að hafa verið vara- þingmaður Samfylkingarinnar frá kosningunum árið 2007. Hann skip- ar nú annað sæti á lista Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjördæmi og er faðir hans afar ánægður með vistaskiptin. „Guðmundur hefur alltaf ver- ið mjög félagslega sinnaður maður, velferðar- og framfarasinnaður, um- hverfissinni og svo framvegis, svo ég er mjög ánægður með hans skoðan- ir í pólitík. Hann var alltaf framsókn- armaður þótt hann væri aldrei í raun flokksbundinn. Guðmundur skildi við flokkinn út af Íraksmálinu. Það mál var náttúrlega hroðaleg mistök. Ég skildi það mætavel. Ef ég hefði ekki verið svona rót- gróinn framsóknarmaður hefði ég líka gengið úr flokknum. Eina skiptið sem ég hef neitað að vera í heiðurs- sæti í kosningum var árið 2003 [ráð- ist var inn í Írak í mars það ár]. Hugs- aðu þér ef Framsóknarflokkurinn hefði slitið stjórnarsamstarfinu frek- ar en að styðja Davíð í Íraksmálinu á sínum tíma. Flokkurinn hefði vænt- anlega komið sterkur út úr kosning- unum sem fylgdu rétt á eftir. Íraksmálið var eitraðra en frjáls- hyggjuvitleysan að mínu mati. Til afsökunar fyrir frjálshyggjuna má segja að hún fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim. Það er alls staðar frjálshyggja, í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og svo framvegis, og því er kannski hægt að segja henni til afsökunar að hún hafi endurspeglað það sem gerðist erlendis. En Íraks- stríðið var algjörlega fatalt.“ Í fótspor föðurins? Í viðtali í DV fyrr á árinu var á Guð- mundi að heyra að hann hefði tölu- verðan áhuga á að verða formaður Framsóknarflokksins einhvern tím- ann í framtíðinni. Finnst þér rétt af honum að stefna að því? „Já, það finnst mér rétt af honum. Ef maður er í pólitík af heilindum þá vill maður leiða. Ef hann finnur stuðning fyrir því þá finnst mér það rétt hjá honum. Og þó ég segi sjálf- ur frá þá held ég að hann gæti orð- ið góður sem formaður. Mér finnst hann vera mjög hugsandi ungur maður, hann er ekki hræddur við að fara ótroðnar slóðir og hann er hrein- skiptinn og einlægur í því sem hann trúir á. Og hann á mjög gott með að starfa með fólki og hefur mikla reynslu af félagsmálum,“ segir Stein- grímur og bendir í því sambandi á að Guðmundur hafi verið formaður Framtíðarinnar, annars nemendafé- lagsins í MR, og Röskvu, samtaka fé- lagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Sérðu hann fyrir þér jafnvel sem forsætisráðherra? Bros færist yfir andlit Steingríms. „Nú ætla ég ekki að spá meiru,“ segir hann og gerir hlé á máli sínu. „Hann myndi vel geta axlað þá byrði ef hann yrði beðinn um það. En ég ætla ekki að spá neinu um það.“ Steingrímur á sex börn, þar af búa þrjú í Bandaríkjunum en hann var áður kvæntur bandarískri konu, Sara Jane Donovan að nafni. „Ég er svo heppinn að eiga mjög indæl börn sem eru öll vel gefin og öll góð á sínu sviði.“ Barnabörnin eru orðin ellefu, fimm þeirra búa vestan- hafs. Steingrímur segist mikið hafa farið vestur að hitta afkomendur sína áður fyrr en núna komi þau frekar til Íslands. Glímdi við krabbamein Veturinn sem nú er að baki er einn sá erfiðasti í sögu þjóðarinnar. Hann var einnig óvenju erfiður fyrir Stein- grím í einkalífinu vegna veikinda sem hann glímdi við. „Það var tekinn úr mér blöðru- hálskirtillinn fyrir níu árum og það gekk allt vel. En síðastliðið haust blossaði svo upp þetta PSA sem kallað er sem bendir til að það sé krabbamein á ferðinni. Þetta bloss- aði upp mjög fljótt og fór upp í mestu hæðir. Það gekk illa að meðhöndla þetta með því meðali sem ég tók í upphafi. Ég var á sjúkrahúsi samtals í einar þrjár vikur, svona af eða á, og þetta leit illa út í stuttan tíma um ára- mótin. En svo var prófað að gefa mér gamalt meðal sem er lítið notað og það hefur reynst mér vel.“ Þeir eru því nokkrir, stjórnmála- mennirnir – starfandi og fyrrver- andi – sem áttu í veikindum í vet- ur. Eins og kunnugt er stigu bæði Geir Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, af pólitíska sviðinu fyrr á árinu af heilsufarsástæðum. Steingrímur, sem varð áttræður á síðasta ári, vill lítið gera úr sínum veikindum og segir þetta bara eins og gengur fyrir menn á hans aldri. „En þetta hefur verið lærdómsríkt, sér- staklega vegna þess að ég hef feng- ið staðfestingu á því hversu ágætis lækna og hjúkrunarfólk við eigum. Þetta er alveg stórkostlegt fólk,“ segir Steingrímur og leggur þunga áherslu á orð sín. „Ég ber mikla, mikla virðingu fyr- ir því. Læknarnir eru á heimsmæli- kvarða, það er ekki nokkur vafi á því, og hjúkrunarkonurnar og -mennirnir sem ég kynntist eru öll til fyrirmynd- ar. Okkur ber að standa vörð um heilbrigðiskerfi okkar því þetta fólk leggur sig svo mikið fram. Það dregur aldrei af sér. Þetta er sú reynsla sem ég tel dýrmætasta í þessum veikind- um mínum.“ Tveir mánuðir án sundsins Steingrímur fær nú lyfjasprautu á þriggja vikna fresti. En það er ekki heiglum hent að glíma við krabba- mein og Steingrímur finnur fyrir minna þreki en áður. „Þetta dró úr mér mikinn kraft. Ég var mikill útivistarmaður, og er það enn, og svo hef ég stundað smíðarn- ar og skógræktina á sumrin. Svo spila ég golf. En þessi meðul eru svo sterk að þau draga úr mér kraft en ég er svona að endurheimta hann. Ég gat ekki farið í sundið í tvo mánuði en ég er nú kominn aftur í það. Þetta er allt á réttri leið.“ Steingrímur vísar þarna til sund- ferðanna sem hann hefur stundað í áratugi. Hann hefur haldið tryggð við Laugardalslaugina allan þann tíma, enda hefur aldrei verið neitt fararsnið á félagsskapnum í „potti þrjú“ sem hittist þar í hádeginu alla virka daga. „Ætlum við séum ekki svona tíu, tólf að jafnaði, allt frábærir einstakling- ar. Á veturna erum við fimm, sex og afklæðumst ávallt í útiskýlinu,“ seg- ir Steingrímur og bætir við aðspurð- ur að hann sé sá eini þeirra pottverja sem hafi verið eitthvað í pólitík. „En þeir eru pólitískir, þeir hafa sínar skoðanir. En ég man ekki eftir neinum allan tímann sem hefur ver- ið virkur í pólitík. En hópurinn hef- ur breyst mikið. Þetta er svo langur tími, menn falla frá en aðrir koma í staðinn.“ Steingrímur fer ekki ein- göngu í laugarnar til að ræða menn og málefni heldur syndir hann alltaf líka eitthvað. Og hann segir sundið ómetanlegt í endurhæfingunni eftir veikindin. Gífurlega auðugur En geta svona veikindi kennt manni á þínum aldri og með þína reynslu eitthvað? „Þau kenna manni að meta það sem maður á og það sem maður hef- ur átt. Og ég er auðugur. Alveg gífur- lega auðugur. Á því er enginn vafi.“ Forsætisráðherrann fyrrverandi er þekktur fyrir áhuga sinn á smíð- um en hann hefur ekkert smíðað frá því veikindin tóku sig upp í vet- ur. „En konan er svo dugleg að mála og ég ramma inn. Ég er orðinn á eftir í því svo ég þarf að ná því upp,“ seg- ir Steingrímur og brosir út í annað. Hann sýnir blaðamanni svo nokkur verk eftir Eddu sem hanga á veggj- unum víða um Mávanesið. Elsti sonur Steingríms, Jón, er líka hallur undir myndlistina og á nokkur verk á veggjunum. Eftir þessa stuttu yfirlitsferð fylgir Steingrímur blaðamanni til dyra þar sem dynjandi regnið tekur á móti honum. Steingrímur fór sjálfur út í rigninguna stuttu seinna því hádegið þennan blauta þriðjudag var hand- an við hornið. Það þýðir ferð niður í Laugardalslaug til fundar við félag- ana í potti þrjú. kristjanh@dv.is „Þýskalandi er að takast það sem Hitler tókst ekki, að leggja undir sig Evrópu. Að einhverjum detti í hug að stórveldi Evrópu muni hafa hagsmuni Íslands í fyrirrúmi er fáránlegt.“ Fyrrverandi formenn steingrímur og kona hans, Edda guðmundsdóttir, ræða við guðna Ágústsson, fyrrverandi formann framsóknar- flokksins, á flokksþingi í janúar. MYND GuNNar GuNNarSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.