Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 3
Svandís Svavarsdóttir, 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður VIÐ SEGJUM FYRIR KOSNINGAR HVAÐ VIÐ VILJUM GERA EFTIR KOSNINGAR GAGNSÆI OG HEIÐARLEIKI Undir forystu Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa hafa Vinstri græn unnið að því að uppræta spillingu og óheiðarlega stjórnarhætti, meðal annars með því að fletta ofan af og stöðva REI-málið svokallaða. Með aðild Vinstri grænna að ríkisstjórn hafa eftirlaunalög æðstu ráðamanna loksins verið afnumin, greint hefur verið frá hagsmunatengslum ráðherra og öflug rannsókn hafin á banka- hruninu undir forystu hinnar heimskunnu Evu Joly. Við viljum halda áfram þessum verkum og leggja þannig grunn að opnu og lýðræðislegu norrænu velferðarsamfélagi. Vinstri græn vilja meðal annars: Kynntu þér stefnu Vinstri grænna á vg.is Ljúka við óháða rannsókn á bankahruninu og rétta yfir þeim sem bera ábyrgð á því. Styrkja upplýsinga- og stjórnsýslulög, efla eftirlitsstofnanir og styðja við frjáls félaga- og neytendasamtök. Tryggja réttindi og sjálfstæði fréttamanna og gagnsætt eignarhald á fjölmiðlum. Tryggja að tiltekinn hluti þjóðarinnar (15-20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.