Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 12
föstudagur 24. apríl 200912 Fréttir Tímalína frá Tildrögum bankahrunsins Snemma árs 2008 n fulltrúar erlendra banka lýstu miklu vantrausti á Kaupþing og glitni á fundum með fulltrúum seðlabanka íslands í lundúnum. davíð Oddsson segist hafa greint forystu- mönnum ríkisstjórnarflokkanna frá þessu, ráðherrum og embættismönnum. 25. júlí 2008 n Þorgerður Katrín gunnarsdóttir gagnrýnir sér- fræðing hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill lynch. Hann sagði andvaraleysi einkenna íslensku ríkisstjórnina og varaði við erfiðri stöðu bankanna. Þorgerður sagðist telja annarleg sjónarmið búa þarna að baki og stakk upp á að maðurinn yrði sér úti um endurmenntun. Sumarið 2008 n Ingibjörg sólrún gísladóttir og geir Haarde ferðast til útlanda, meðal annars danmerkur og Bandaríkjanna, þar sem þau mæra „íslenska efnahagsundrið“. 29. september n glitnir þjóðnýttur. ríkið eignast 75 prósenta hlut í bankanum. 6. október 2008 n Neyðarlögin sett sem heim- ila fjármálaeftirlitinu að taka yfir rekstur bankastofnana. 7. október 2008 n fjármálaeftirlitið fór inn í landsbankann um nóttina og tók yfir reksturinn. öll viðskipti hjá Icesave stöðvast. n davíð Oddsson seðlabankastjóri segir í Kastljós- viðtali að íslendingar ætli „ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna“. n Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, ræðir í síma við fjármálaráðherra Bretlands, alasdair darling. n fjármálaeftirlitið fór inn í glitni um kvöldið og tók yfir reksturinn. Á nýafstöðnu kjörtímabili hefur umræða í samfélaginu um óeðli- lega fyrirgreiðslu frá fyrirtækjum til stjórnmálamanna náð áður óþekkt- um hæðum. Sérstaklega hefur þessi umræða magnast upp í kjölfar bankahrunsins í haust þegar mikil reiði og tortryggni byrjaði að gera vart við sig í garð stjórnmálamanna vegna þátttar þeirra í efnahags- hruninu. Spillingarsögur tengdar góðærinu byrjuðu að koma fram í dagsljósið; það virtist sem eng- inn hefði sérstakan áhuga á þeim á meðan allt lék í lyndi í samfélag- inu og almenningur trúði því að ís- lenska bankakerfið væri traust og útrásarvíkingarnir sem áttu þá og stjórnuðu þeim vissu nákvæmlega hvað þeir væru að gera. Samkrull stjórnmála og viðskiptalífs tortryggt En eftir hrunið hafa Íslendingar byrjað að kalla eftir uppgjöri við það samfélag og þann tíðaranda sem leiddi til efnahagshrunsins; viðkvæðið virðist vera að allt sem áður var hulið og hugsanlega átti þátt í að valda efnahagshruninu skuli leitt fram í dagsljósið. Eitt af þeim atriðum sem almenningur hefur gert kröfu um að komi fram eru tengsl stjórnmálamanna við viðskiptalífið. Þar ber hæst tengsl stjórnmálamanna við fyrirtæki og einkahlutafélög, hvort þeir hafi hlotið próf- kjörsstyrki frá fyrirtækjum og eins hvort þeir hafi hlot- ið óeðlilega fyrirgreiðslu úr bankakerfinu. Hættan við slík tengsl við atvinnulífið hefur þótt vera sú að það geti verið hættulegt að menn úr við- skiptalífinu eigi hönk uppi í bakið á stjórnmálamönn- um því þá geti þeir síðarnefndu hugsanlega talað máli þeirra gegn almannahagsmunum í til- teknum málum. Í þessari umræðu hefur gjarnan verið vísað til orðatil- tækisins að eitthvað sé kaup kaups og að stjórnmálamennirnir hljóti þá að launa fyrirtækjunum greiðann með því að beita sér fyrir þau á ein- hvern hátt. Þrátt fyrir að slík tengsl séu til staðar er hins vegar ekki þar með sagt að stjórnmálamaðurinn hafi beitt sér í þágu einhvers fyrir- tækisins og ekki þurfa að liggja fyr- ir sannanir þess efnis til þess að slík tengsl grafi undan trúðverðugleika stjórnmálamanna. Baugur dældi peningum í stjórnmálamenn Segja má að þrátt fyrir stöðuga um- fjöllun íslenskra fjölmiðla um þessa vafasömu tengingu stjórnmála og viðskipta á liðnum mánuðum má segja að hún hafi náð hámarki með fréttum af 25 milljóna króna styrkj- um frá FL Group og Landsbankan- um til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og nú í vikunni þegar Stöð 2 og DV greindu frá því að nokkrir stjórn- málamenn hefðu hlotið himin- háa prófkjörsstyrki frá Baugi og FL Group. LANDSBANKINN STYRKTI ALLA ÞÁ SEM VILDU IngI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Styrkjamálin varpa skugga á Alþingi umræðan um styrki til stjórn- málaflokka og einstakra frambjóðenda hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið og sett strik í reikninginn í kosningabaráttunni og varpað skugga á trúðverðugleika þingmanna. Þessi umræða mun líklega hafa nokkur áhrif á niðurstöður þingkosninganna um helgina. Styrkjahæst steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona smafylkingarinnar, hlaut hæstu styrkina af þingmönnum samfylkingarinnar: alls fjórar milljónir frá fl group og Baugi. Hún gæti lent í útstrikunum í kosningunum um helgina út af styrkjamálunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.