Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 22
föstudagur 24. apríl 200922 Fréttir Gaddakylfan 2009 Mannlíf og Hið íslenska glæpafélag óska eftir smásögum til þátttöku í glæpasögusamkeppnina Gaddakylfuna 2009. Höfundar hafa að mestu frjálsar hendur svo lengi sem þeir fást við glæpi af einhverju tagi og halda sig innan 2.500 orða lengdarmarka. Tekið er á móti sögum á netfanginu gaddakylfan@birtingur.is til klukkan 23.59 mmtudaginn 31. apríl. Þriggja manna dómnefnd skipuð fulltrúum Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags velur þær bestu úr. Höfundur sigursögunnar fær 100.000 króna verðlaun og vegleg verðlaun eru fyrir annað og þriðja sæti. Birtíngur áskilur sér rétt til að birta þær sögur sem berast í bók sem fylgir næsta tölublaði Mannlífs. Úrslit verða kunngjörð í tengslum við ráðstefnu Skandinaviska Kriminalsallskapet hér á landi í lok maí. 100.000 króna verðlaun „Ljóti andarunginn“ Susan Boyle kom sá og sigraði í einum þætti Britain’s Got Talent og virtist sem mesta furðu vekti að kona sem ekki féll að staðlaðri hugmynd almennings um fegurð byggi yfir hæfileikum. Sú skoðun er algeng að velgengni og fegurð gangi hönd í hönd og annað þrífist ekki án hins. Ekki er langt síðan Susan Boyle frá Blackburn í Skotlandi var nánast óþekkt nema á sínum heimaslóð- um þar sem hún var af mörgum álit- in skrítin skrúfa. Susan, fjörutíu og sjö ára, býr ein á æskuheimili sínu ásamt ketti sínum, hefur aldrei ver- ið við karlmann kennd og tjáði Sim- on Cow­ell að hún hefði aldrei verið kysst. Nú er öldin önnur því eftir að hafa komið fram í þættinum Britain’s Got Talent hefur stjarna hennar risið víða um lönd. Aðdáunarandköfin, sem ekki enn sér fyrir endann á, vegna frammi- stöðu hennar frammi fyrir fjölda áhorfenda og dómnefnd með Simon Cow­ell í forsvari má túlka á þá vegu að hæfileikar krefjist fegurðar. Erfitt er að gera sér í hugarlund að rithöfundurinn Oscar Wilde eyddi laugardagskvöldum sínum í að fylgj- ast með Britain’s Got Talent ef hann væri á lífi í dag. Hann mun hafa tek- ið fegurðarsamkeppni fram yfir hæfi- leikakeppni og eftir honum er höfð sú fleyga setning: „Betra er að vera fallegur en góður, en það er betra að vera góður en ljótur.“ „Ljóti andarunginn“ Það er erfitt að tjá sig um Susan Boyle án þess að hnjóta um fjölda klisja á borð við „fegurð er ekki í andliti fólg- in“, „fegurð kemur að innan“ og þar fram eftir götunum. Hvað sem því líður má, í ljósi ummæla Wildes, velta fyrir sér hvað honum hefði fundist um hyllingu áhorfenda að loknum söng Susan því henni hefur verið lýst sem „úfnum engli“, „ljóta andarung- anum“, og „Shrek“. Þegar hún birtist á sviðinu hefði mátt ætla að hún væri boðflenna í veislu eða eins og einn sálfræðing- ur komst að orði; eins og raunveru- leg manneskja í brúðusýningu. Það eru engar ýkjur að segja að viðbrögð áhorfenda og dómara voru á svip- uðum nótum. Af svipbrigðunum að dæma mátti ætla að Susan hefði villst; þetta væri hæfileikakeppni og þar sem Susan telst ekki vera augna- yndi samkvæmt kröfum nútímans var engu líkara en hún ætti ekkert er- indi í þáttinn. Raunveruleiki eða leikur Við fyrstu sýn mátti vissulega ætla að um raunveruleika væri að ræða. Við- brögð dómara voru á einn veg. Þeir ranghvolfdu augunum og til að und- irstrika undrun áhorfenda á að full- orðin og ófríð kona teldi sig eiga er- indi í þáttinn beindust tökuvélar að fólki sem sýndi með látbragði sínu að það deildi skoðunum með dóm- urum. Á hliðarlínunni voru Simmi og Jói þeirra bresku og tóku þátt í leiknum. Við nánari íhugun verður að teljast ótrúlegt að dómurum, í það minnsta, hafi verið fullkomlega ókunnugt um það sem koma skyldi. Raunveru- leikaþættir eru ekki mínar ær og kýr en ég geri því skóna að Susan Boyle hafi þurft að fara í áheyrnarprufu áður en stóra stundin rann upp og jafnvel enn frekari niðurskurð. En hvað sem því líður hafði Öskubuska breyst í prinsessu örfáum dögum síðar og þegar nafn þessarar áður óþekktu konu er gúglað koma upp um 22.500.000 niðurstöður. Breytt viðhorf til fegurðar? Ætla mætti að skjótur frami hefði jafn- vel breytt viðhorfum samfélagsins til fegurðar, en Ellis Cashmore, höfund- ur bókarinnar Celebrity/Culture, er ekki þeirrar skoðunar. Ellis segir að í fyrirmyndarveröld hefði frammi- staða Susan Boyle ekki talist frétt- næm því það eina sem skipt hefði máli hefði verið rödd hennar. „Í hvert skipti sem einhver horfir á hana eru viðbrögðin „er það ekki undravert að einhver sem lítur svona út geti hljóma svona?““ sagði Ellis Cashmore, en hann er prófessor í menningu, fjölmiðlun og íþróttum við Staffordshire-háskólann í Bret- landi. Að sögn Cashmores undirstrikar sú furða sem við upplifum þá trú að ekki sé eingöngu til staðar samsvör- un á milli útlits og velgengni, heldur að annað orsaki hitt. „Kvikmynda- iðnaðurinn í Hollyw­ood reiknaði út, upp úr 1940, að þú þarft ekki að vera svo góður leikari ef þú lítur vel út,“ sagði Cashmore. Undir hnífinn Fegurðardýrkun er ekkert nýtt fyrir- bæri, en undanfarna áratugi hefur krafan um fegurð orðið meiri ekki síst með tilliti til sjónvarps og kvik- mynda og samfélagið að drukkna í myndum af fallegu fólki. Skilaboðin má túlka á þá vegu að frægð og frami tengist fegurð órofa böndum og fólk leggst undir hnífinn eða fyllir sig með bótoxi, nema hvort tveggja sé. En það sem telst fegurð á einum stað er ekki eftirsóknarvert á öðrum og sums staðar vill fólk fá brúnan húðlit, en ekki annars staðar. Sums staðar vekja ljóst hár og blá augu öfund og annars staðar eru breiðar mjaðmir og vænn afturendi talin til fegurðarauka. En kannski er ekki undarlegt að fólk tengi gott útlit við frama því tengslin eru þrátt fyrir allt byggð á raunveruleikanum. Margar kannanir renna stoðum undir þá skoðun að vel útlítandi fólk fái betri meðferð en það fólk sem á ekki því láni að fagna og áhrifin eru hærri tekjur, meiri ham- ingja og, eins undarlegt og það kann að virðast, að viðkomandi er líklegri til að verða sýknaður fyrir rétti. Fyrstu áhrif En þrátt fyrir þetta forskot hvílir á við- komandi að sanna sig, og það getur verið þyngri þrautin, að sögn Ingrid Collins, sálfræðiráðgjafa við Lond- on Medical Center, sem álítur að forskot fallega fólksins megi rekja til þróunarinnar. „Þetta er náttúru- legt lögmál meðal dýra hvað varðar val og útlit er fyrsta merkið um góð gen,“ sagði Collins. Judi James er sérfræðingur í lík- amstjáningu og segir hún að í ver- öldinni eins og hún er í dag sé fólk metið samkvæmt líkamstjáningu á einu augnabliki. „Það er hluti af hvöt okkar til lífsafkomu og hefur alltaf verið til staðar. En áður fyrr tók tíu sekúndur að leggja mat á einhvern, en nú tekur það einn tíunda úr sek- úndu,“ sagði Judi James. James sagði að matið byggðist á flóknum upplýs- ingum sem berast heilanum, en fólk sinnti ekki um að greina upplýsing- arnar. „Ef við gerðum það myndum við gera okkur grein fyrir því að þó Susan Boyle plokki ekki á sér auga- brýnnar, þýði það ekki að hún geti ekki sungið,“ sagði Judi James. Þegar upp er staðið stal Susan Boyle kannski fyrst og fremst sen- unni, eins kaldhæðnislegt og það kann að virðast, með því að sýna fólki hvernig á að vera hamingjusamur með sjálfum sér og í því er galdurinn sennilega fólginn. „Betra er að vera falleg- ur en góður, en það er betra að vera góður en ljótur.“ ÁvinningUR góðS útLitS - 12 prósentum hærri tekjur (Kaliforníu-háskóli, 2007) - Jákvæðara mat (langlois, 2000) - talinn hamingjusamari og farsælli (dion, 1972) - líklegri til að vera sýknaður af kviðdómi (sigall & Ostrave, 1975) - stenst fleiri starfsviðtöl (dipboye, arvey & terpstra, 1977) KoLBeinn þoRSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is LeiðiR tiL að þyKjaSt - andaðu út áður en þú gengur inn í herbergi - settu herðarnar aftur - dragðu úr svipbrigðum - Komdu á augnsambandi - Hlustaðu - Ekki vera of vingjarnlegur eða kumpánlegur (Judi James) Susan Boyle á skjánum að mati áhorfenda gaf útlit hennar ekki til kynna að hún byggi yfir hæfileikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.