Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 14
föstudagur 24. apríl 200914 Fréttir 1. febrúar 2009 n Ný ríkisstjórn samfylkingar og vinstri-grænna tekur við. 8. mars 2009 n tryggvi Þór Herbertsson, frambjóðandi sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forstjóri askar Capital, viðurkennir að einkahlutafélag í hans eigu hafi fengið 150 milljóna kúlulán frá askar Capital til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum árið 2007. 2. apríl 2009 n upplýst að Jónmundur guðmarsson, bæjarstjóri á seltjarnarnesi, er hluthafi í einkahlutafélagi sem fékk 2 milljarða kúlulán til að kaupa hlutabréf í Icebank. 9. apríl 2009 n greint frá því að guðlaugur Þór Þórðarson hafi haft forgöngu um að útvega sjálfstæðisflokknum styrki upp á tugi milljóna í árslok 2006 frá fl group og landsbankan- um. guðlaugur neitar. 22. apríl 2009 n dv.is greinir frá því að guðlaugur Þór Þórðarson og steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi hvort um sig fengið 4 milljónir króna í styrki í aðdraganda síðustu alþingiskosn- inga: tvær milljónir hvort frá Baugi og tvær milljónir frá fl group. Einnig er sagt frá styrkjum sem fimmtán aðrir þingmenn þáðu frá Baugi. Tímalína frá Tildrögum bankahrunsins arminum við þessi tíðindi. Sá orðrómur hefur hins vegar gengið fjöllum ofar að hann hafi fengið háan styrk frá Landsbank- anum vegna prófkjörs fyrir þing- kosningarnar árið 2007. Í samtali við blaðamann DV fyr- ir nokkru svaraði Illugi spurningu þess efnis á þá leið að hann hefði ekki sjálfur séð um fjáröflunina fyrir prófkjörsbaráttu sína heldur þriðji aðili og að hann vissi því ekki hversu mikið tilteknir aðilar hefðu gefið í prófkjörssjóð hans. Guð- laugur Þór svaraði þessari spurn- ingu á sama hátt þegar blaðamað- ur innti hann eftir því hvort hann hefði fengið styrki frá Baugi; hann bar því við að hann hefði ekki sjálf- ur séð um fjármögnun prófkjörs- baráttu sinnar og gæti því ekki svarað spurningum þar um. Þetta virðist því vera algengt hjá stjórn- málamönnum þegar þeir eru inn- tir eftir því hver hafi styrkt þá en að sama skapi eru slík svör afar ótrú- verðug. Landsbankinn: Þeir fengu sem hringdu Heimildir DV herma hins veg- ar að afar líklegt sé að bæði Guðlaugur og Illugi hafi fengið prófkjörs- styrki úr bankan- um árið 2006 auk fjölda annarra þingmanna og sveitarstjórnar- manna. Sam- kvæmt heimild- um DV var sá háttur hafður á innan Lands- bankans að þeir þingmenn sem báðu um prófkjörs- styrki fengu þá. „Það er þannig að nær allir einstaklingar sem voru í prófkjöri og óskuðu eftir stuðningi í Landsbankanum fengu hann, al- veg sama hvar í flokki þeir voru,“ segir heimildarmaður DV. Styrk- irnar námu frá 200 þúsund krón- um og upp í milljón samkvæmt heimildum. En heimildarmaður- inn segir að á þessum tíma hafi ein milljón ekki þótt mikil fjárhæð inn- an Landsbankans. Guðlaugur ræddi við Sigurjón Heimildarmaður DV vill ekki nefna nöfn þeirra sem fengu styrkina frá Landsbankanum né hversu háir þeir voru. Hann nefn- ir hins vegar nöfn Guð- laugs Þórs, Illuga, Gísla Marteins Bald- urssonar, Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar og Dags B. Egg- ertssonar án þess að fullyrða að þeir hafi fengið styrki.. En prófkjörsbar- áttur þeirra þriggja síðastnefndu í borgarstjórnar- kosningunum árið 2006 voru afar áberandi. Dagur segir í samtali við DV að hann geti ekki staðfest hvort hann hafi feng- ið prófkjörsstyrk frá Landsbank- anum. Hann segist þó hafa leitað eftir styrkjum en að enginn styrk- ur sem hann fékk hafi verið hærri en 500.000 krónur. Hvorki náðist í Gísla Martein né Vilhjálm Þ. við vinnslu fréttarinnar. Heimildamaður DV segir einn- ig að almennt séð hafi stjórnmála- flokkar ekki fengið hærri styrki en fimm milljónir króna í kosninga- sjóði sína þar til Landsbankinn veitti Sjálfstæðisflokknum 25 millj- óna króna styrkinn í árslok 2006. Hann segir að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi fengið þetta háan styrk frá bankanum vegna þess að FL Group hafi ákveðið að veita Sjálfstæðis- flokknum 25 milljóna króna styrk og að bankinn hafi viljað veita eins háan styrk. Hann segir aðspurð- ur að það sé rétt sem komið hafi fram í fjölmiðlum að Guðlaug- ur Þór hafi hringt í Sigurjón Árna- son, bankastjóra Landsbankans, og beðið bankann um að styrkja flokkinn. Hann segir þó að það sé ólíklegt að Guðlaugur hafi beð- ið um þetta háa fjárhæð; hún hafi líklega verið ákveðin af bankastjór- anum sjálfum. Þrátt fyrir þetta hef- ur verið nokkur pressa á Guðlaug Þór innan úr Sjálfstæðisflokknum að draga framboð sitt til alþingis- kosninganna til baka, flokknum til heilla, samkvæmt heimildum DV. Guðlaugur hefur hins vegar ekki orðið við þessum þrýstingi þó að jafnvel nánir samstarfsmenn hans séu á þeirri skoðun að hann eigi að víkja af lista flokksins í Reykjavík. Glitnir styrkti ekki einstakl- inga Öfugt við Landsbank- ann var það stefna Glitnis að styrkja ekki einstaklinga í prófkjörsbaráttu á þessum tíma, segir heim- ildamað- ur DV úr Glitni. Ein- stakir stjórnmálamenn höfðu þó oft samband við bankann til að fal- ast eftir styrkjum en fengu alltaf svarið þvert nei við beiðnum sín- um. Stjórnmálaflokkarnir fengu þó styrki fyrir kosningarnar 2007 og segir heimildarmaðurinn að það hafi verið vegna þess að flokkarn- ir hafi sóst eftir því. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið 5 milljónir, Samfylkingin 3 eða 3,5 og Framsóknarflokkurinn 2. DV hefur ekki náð að verða sér úti um upplýsingar um hvernig styrkveitingunum frá Kaupþingi var háttað fyrir efnahagshrunið í haust. Styrkjamálin geta leitt til útstrikana Umræðan um styrkjamálin og önn- ur tengsl stjórnmálamanna við at- vinnulífið sem hafa verið tortryggð hafa haft mikil áhrif á kosningabar- áttuna fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn sem og á niðurstöðu kosninganna. Einar Mar Þórð- arson stjórnmálafræðingur seg- ir að umræðan um styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna og stjórn- málamanna hafi haft sérstaklega slæm áhrif á Sjálfstæðis- flokkinn. „Í staðinn fyrir að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi getað einbeitt sér að kosn- ingabarátt- unni og kynnt sín áherslu- mál hafa þeir þurft að vera að svara fyr- ir styrkja- mál,“ segir Einar Mar og bætir því við að þó virðist sem þessi um- ræða hafi í skoð- anakönnunum ekki haft áhrif á kjarnafylgi Sjálf- stæðisflokksins en heldur ekki aukið fylgi flokksins. Einar segir að einnig kunni að koma í ljós í kosningunum um helgina að þeim stjórnmálamönn- um sem hvað mest hafa verið í um- ræðunni varðandi styrkjamálin verði refsað með útstrikunum af listum flokkanna. „Mér þykir það alls ekki ólíklegt að þeir stjórnmála- menn sem verið hafa mest í um- fjölluninni í þessum styrkjamálum verði fyrir barðinu á útstrikunum. Útstrikanir hafa áhrif og kjósend- ur vita það. Það voru tveir stjórn- málamenn sem lækkuðu um sæti vegna útstrikana í síðustu kosn- ingum,“ segir Einar Mar. Hins veg- ar er afar líklegt að þau Guðlaugur Þór Þórðarson sjálfstæðismaður og Steinunn Valdís Óskarsdóttir samfylkingarkona lendi í þessu þar sem þau bæði fengu samtals fjór- ar milljónir króna í styrki frá Baugi og FL Group auk þess sem Guð- laugur var hvatamaðurinn að tug- milljóna styrkveitingum FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðis- flokksins. En hvað sem gerist í kosningun- um á laugardaginn standa núna öll spjót á stjórnmálaflokkum lands- ins og einstökum stjórn- málamönnum um að opna bókhald sitt eftir kosningarn- ar svo það liggi ljóst fyrir hverj- ir hafa þegið styrki og frá hverjum. Það er augljóslega almennur vilji til þess í sam- félaginu að þetta verði gert og ættu allir stjórnmála- flokkarnir sennilega að koma sér saman um þetta til að eyða tortryggni í þeirra garð meðal almenn- ings í landinu. Þeir sem ekki svöruðu spurningum dv arnbjörg sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ármann Kr. Ólafsson, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Birkir J. Jónsson, Bjarni Benediktsson, Björk guðjónsdóttir, Björn Bjarnason, Einar K. guðfinnsson, Einar Már sigurðarson, geir H. Haarde, grétar Mar Jónsson, guðbjartur Hannesson, guðfinna s. Bjarnadóttir, guðjón a Kristjánsson, guðlaugur Þór Þórðarson, Helga sigrún Harðardóttir, Herdís Þórðardóttir, Höskuldur Þórhallsson, Jóhanna sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón gunnarsson, Karl V. Matthíasson, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn H. gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján l. Möller, Magnús stefánsson, Ólöf Nordal, ragnheiður E. Árnadóttir, ragnheiður ríkharðsdóttir, sigurður Kári Kristjánsson, steingrímur J. sigfússon, Þorgerður Katrín gunnarsdóttir, ögmundur Jónasson, össur skarphéðinsson. „Mér þykir það alls ekki ólíklegt að þeir stjórnmálamenn sem verið hafa mest í um- fjölluninni í þessum styrkjamálum verði fyrir barðinu á útstrik- unum.“ Lendir illa í styrkjaumræðunni styrkjaumræðan hefur haft hvað mest áhrif á sjálfstæðisflokkinn að mati stjórnmálafræðings. Bjarni Benediktsson tekur því við sem formaður í miklum mótvindi en tengsl Bjarna sjálfs við atvinnulífið hafa löngum verið tortryggð en hann var stjórnarformaður olíurisans N1 þar til í desember. Fyrirgreiðslupólitík Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi framsóknarflokksins, fékk tvær milljónir í styrk frá Baugi fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Hann hefur einnig hlotið óeðlilega fyrirgreiðslu úr bankakerfinu: 60 milljóna króna kúlulán frá Kaupþingi árið 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.