Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 30
föstudagur 24. apríl 200930 Fókus um helgina Útskriftartónleikar í salnum Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari heldur útskriftartón- leika sína frá Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudag. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Bach-Busoni, Mendelssohn, Debussy, Liszt og Janácek. Nú í vor útskrifar tón- listardeild LHÍ nítján nemendur. Tónleikarnir eru tólf talsins og standa til 14. maí. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. samið um laxness Erfingjar Halldórs Laxness undirrit- uðu í gær nýjan samning við Vöku- Helgafell um útgáfu verka hans á komandi árum. Til að fagna und- irrituninni kom eitt af smásagna- söfnum skáldsins, Sjöstafakverið, út í kilju. Bókin verður seld á aðeins 499 krónur. Jafnframt verður öllum landsmönnum gert kleift að hala niður án endurgjalds lestri Hall- dórs á Atómstöðinni á vef Forlags- ins á tímabilinu 23. apríl til 1. maí. Hundrað og sjö ár voru í gær liðin frá fæðingu Nóbelsskáldsins. list án landamæra Sjötta hátíð listahátíðarinnar Listar án landamæra var sett í Iðnó í gær. Hátíðin er haldin um allt land og í boði eru leikverk, myndlistarsýningar, handverks- sýningar, tónleikar, trommu- dans, geðveik kaffihús og svo mætti lengi telja. Á hátíðina koma erlendir gestir frá Árós- um í Danmörku og frá Kulusuk á Grænlandi og halda hér mynd- listasýningu, sýna leikgjörning og kynngimagnaðan trommudans. Frítt er á alla viðburði hátíðar- innar en dagskrána má kynna sér nánar á listanlandamaera.blog.is. norrænir glæpahöfundar berjast Jo Nesbø og Lisa Marklund slást um fyrsta sæti metsölulista Eymunds- son þriðju vikuna í röð. Í þetta skipti hafði Nesbø betur og sest nú í annað sinn í hið eftirsótta sæti sem hann átti einnig fyrir tveim vikum. Mark- lund fellur hins vegar úr fyrsta sæti niður í það annað en aðeins sex eintök skilja á milli þessara norsku og sænsku glæpasagnahöfunda sem keppast við að halda vöku fyrir ís- lenskum lesendum. Í þriðja sæti er Dóttir hennar, dóttir mín eftir Dor- othy Koomson, þar á eftir er þriðja glæpasagan á topp fimm, Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson, en í fimmta sæti er svo Stóra mynda- orðabókin. Aldan, eða Die Welle, er byggð á þekktri skáldsögu sem svo byggist á þekktri tilraun. Áhugasamir geta Wikipedað sig í gegnum málið. Hér er hins vegar búið að færa söguna til Þýskalands þar sem hún hefur tölu- vert meira vægi. Ungur og metnaðarfullur kenn- ari nýtir sér nýja aðferð til þess að ná til nemenda sinna á þemaviku í skólanum. Hann á að kenna þeim um einræði og í stað hefðbundinn- ar kennslu, búa nemendurnir til eins konar flokk þar sem kennar- inn er einvaldur. Krakkarnir eru á viðkvæmum aldri, öll að kljást við sín vestrænu unglingavandamál, en innan flokksins, sem fær nafnið Aldan (Die Welle), finna allir nýjan styrk. Smátt og smátt verða þau heill- aðri af þeirri hugmyndafræði sem kennarinn ber á borð og kennarinn sjálfur, Rainer, gleymir sér í hama- ganginum. Án þess að gera sér grein fyrir því hvað nákvæmlega var í húfi, hefst svo æsipennandi atburðarás í kringum nemendurna og kennar- ann. Línan milli þemavikunnar og raunveruleikans verður æ óskýrari, sumir nemendur taka Öldunni of alvarlega á meðan enn aðrir setja sig harkalega upp á móti henni. Die Welle er án nokkurs vafa ein af sterkari kvikmyndum á Græna ljósinu í ár. Sagan er sögð á vand- aðan og yfirvegaðan hátt, stíll sem Þjóðverjar hafa fullkomnað og stytt- ist í að þeir geti kallað sinn eigin. Hér er á ferðinni einhvers konar heiðar- legt uppgjör við meðal annars nas- ismann, sem er eins brothættur og vandmeðfarinn og hugsast getur. En á einhvern lævísan hátt verður þessi hæga og vandaða mynd rosalega áhrifarík. Jurgen Vogel, sem fer með hlutverk kennarans, er magnaður leikari og í raun er ekki feilnóta sleg- in í leiknum alla myndina. Die Welle er toppmynd fyrir toppfólk. Dóri DNA Þýska undiraldan Die Welle Leikstjórn: dennis gansel Aðalhlutverk: Jürgen Vogel, frederick lau, Max riemelt, Jennifer ulrich Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins kvikmyndir Die Welle toppmynd fyrir toppfólk. „Mitt verk fjallar um sextugan vöru- bílstjóra sem vaknar upp sem 15 ára unglingsstelpa eftir að hann deyr,“ segir Sigtryggur Magnason, rithöf- undur, leikskáld og aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur menntamála- ráðherra, um verkið sitt Eftir lífið. Verkið er partur af verkefninu Þjóð- leikur sem Þjóðleikhúsið stendur fyr- ir á Austurlandi. Sigtryggur hefur starfað við fjöl- miðla og skriftir í rúm tíu ár en í byrj- un febrúar ákvað hann að róa al- gjörlega á ný mið. Þá gerðist hann aðstoðarmaður menntamálaráð- herra eftir að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sprakk í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar. Sigtryggi líkar nýja starfið og segir það heiður fái hann að starfa áfram með Katrínu eftir kosningar. Hundruð ungmenna „Þjóðleikur er verkefni sem snýst um leikhús ungs fólks og er byggt á breskri fyrirmynd. Það er að segja fyrirmynd frá Þjóðleikhúsinu þar í landi,“ segir Sigtryggur en það er Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins, sem sér um verkefnið. „Þjóðleikhúsið pantaði þrjú verk. Þar á meðal eft- ir mig,“ útskýrir Sigtryggur frekar en auk hans voru sett upp verkin Ísvél- in eftir Bjarna Jónsson og Dúkku- lísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Verkefnið var svo unnið í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdals- héraðs (miðstöð sviðslista á Austur- landi) og Vaxtarsamning Austurlands veturinn 2008-2009. Verkefnið nær til alls Austurlands, allt frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði. „Það voru svo 13 leikhópar sem tóku þátt í verkefn- inu og þar af eru það fimm sem sýna verkið mitt,“ en flest leikritanna voru frumsýnd í febrúar og mars á þessu ári. „Ég hef reyndar ekki enn fengið tækifæri til þess að sjá uppfærslu á verkinu en það breytist núna á föstu- daginn.“ Um helgina er svo uppskeruhátíð Þjóðleiks og munu leikhóparnir 13 sýna verkin þrjú alls 28 sinnum á Eg- ilsstöðum. Minnst eru átta leikarar í hverjum hópi en þeir eru á aldrinum 13 til 20 ára. Auk þess eru umsjón- armenn, tæknimenn, sviðsmenn og fleiri sem koma að hverri sýningu. Það verða því um 200 ungmenni sem taka þátt í uppskeruhátíðinni sem Þjóðleikhúsið hefur kallað stærstu leiklistarhátíð Íslandssögunnar. Hægt er að kaupa miða á hátíð- ina í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en hann kostar aðeins 2.000 krónur og gildir á allar sýningarnar 28. Lærdómsrík skrif „Fyrir mig var þetta nokkuð lær- dómsríkt. Þetta fékk mig til að fjalla um annað en þær myrku hliðar veruleika fullorðins fólks sem ég er Vörubílstjóri Verður unglingsstúlka Sigtryggur Magnason, leikskáld og að- stoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, á eitt verkanna í Þjóðleik Þjóðleikhússins. Uppskeruhátíð Þjóðleiks er um helgina en þar er um að ræða stærstu leiklistarhátíð Íslandssög- unnar. 13 leikhópar unglinga hafa sýnt þrjú verk um allt Austurland undanfarna mánuði en verkin verða sýnd 28 sinnum um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.