Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 13
föstudagur 24. apríl 2009 13Fréttir Tímalína frá Tildrögum bankahrunsins 8. október 2008 n Bretar beita hryðjuverkalögunum umdeildu. Í kjölfar bankahrunsins n geir Haarde er ítrekað staðinn að því að fara með ósannindi þegar hann er spurður um bankahrunið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. 25. október 2008 n ljóst að Baldur guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, seldi hlutabréf sín í landsbankanum eftir að hann fékk, í gegnum störf sín, innherjaupplýsingar um stöðu landsbankans. 4. nóvember 2008 n Kristján arason, þáverandi yfirmaður hjá Kaupþingi og eiginmaður Þorgerðar Katrínar gunnarsdóttur, þáverandi menntamálaráð- herra, neitar því að lán hans vegna kaupa í bréfum Kaupþings hafi verið strokuð út. Nóvemberlok 2008 n davíð Oddsson segir á fundi Viðskiptaráðs að hann viti af hverju hryðjuverkalögunum var beitt. n Viðskiptanefnd alþingis kallar davíð á fund sinn til að skýra frá því sem hann veit um beitingu hryðjuverkalaganna. davíð mætir en neitar að upplýsa málið. 13. janúar 2009 n tilkynnt að Ólafur Þór Hauksson taki við sem sérstakur saksóknari 1. febrúar. 25. janúar 2009 n Björgvin g. sigurðsson segir af sér sem viðskiptaráðherra. 26. janúar 2009 n ríkisstjórnarslit. sjálfstæð- isflokkur og samfylking slíta samstarfi. 30. janúar 2009 n upplýst að Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán frá KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir króna árið 2005 til að kaupa hluta- bréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. LANDSBANKINN STYRKTI ALLA ÞÁ SEM VILDU Lengi hafði verið hávær orðróm- ur það að Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Ingi Hrafnsson hefðu hlot- ið háa prófkjörsstyrki þannig að sú opinberun DV kom ekki svo mikið á óvart; Guðlaugur fékk tvær millj- ónir frá Baugi og tvær frá FL Group á meðan Björn Ingi fékk tvær frá Baugi. Báðum hefur þeim oft ver- ið legið á hálsi að hafa þegið mun hærri fyrirgreiðslu frá fyrirtækjum tengdum Baugi. Hins vegar vakti það mikla eftir- tekt þegar nafn Steinunnar Valdís- ar Óskarsdóttur kom upp úr kafinu hjá heimildarmanni DV og hafði hún hlotið tvær milljónir frá Baugi og tvær frá FL Group. Að sama skapi kom mörgum á óvart að sjá nafn Helga Hjörvar á listanum sem og nafn Jóhönnu Sigurðardóttur en hún hefur löngum þótt vera með öllu flekklaus stjórnmálamaður. Því er ljóst að styrkveitingar fyrirtækja til stjórnmálamanna hafa verið mjög almennar á Íslandi á liðnum árum og er mikilvægt að allir þing- menn greini skilmerkilega frá því hvað þeir hafa fengið í styrki og frá hverjum. Segjast ekkert vita Þennan sama dag og DV birti styrkjalista Baugs var svo greint frá því á Eyjunni að Illugi Gunnars- son hefði einnig þegið styrk frá FL Group, eina milljón króna, og kom það einnig nokkuð á óvart því Ill- ugi var lengi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og hefur ævinlega ver- ið settur í heimastjórnararm Sjálf- stæðisflokksins sem í eru svarnir andstæðingar Baugsmanna. Líklegt er að Illuga hafi sett nokkuð niður meðal félaga sinna í heimastjórnar- sTjórnmálamaður kosTnaður vegna prófkjörs og úTskýringar upphæð og sTyrkveiTandi Arnbjörg Sveinsdóttir svaraði ekki 250 þúsund frá Baugi Atli Gíslason Kosningabarátta í suðurkjördæmi fyrir eigin reikning. Álfheiður Ingadóttir símakostnaður o.fl. Ármann Kr. Ólafsson svaraði ekki 500 þúsund frá Baugi Árni Páll Árnason 3,4 milljónir króna í prófkjöri (heimild. Mannlíf ) Árni Þór Sigurðsson 30 til 40 þúsund krónur. Ásta R. Jóhannesdóttir 700 – 900 þúsund krónur vegna prófkjörs 200 þúsund frá Baugi Björgvin G. Sigurðsson 2,5 milljónir í prófkjöri 300 þúsund frá Baugi. Kosningastjóri Björgvins kannast ekki við styrkveitinguna. Björn Ingi Hrafnsson Var ekki spurður 2 milljónir frá Baugi Dögg Pálsdóttir Var ekki spurð 200 þúsund krónur frá Baugi Ellert B. Schram allt úr eigin vasa, akstur, sími o.fl. Eygló Harðardóttir um það bil 800 þúsund krónur í prófkjörið Guðfinna S. Bjarnadóttir svaraði ekki spurningum dV Guðlaugur Þór Þórðarson svaraði ekki spurningum dV 2 milljónir frá Baugi og 2 frá fl-group Guðni Ágústsson Var ekki spurður 300 þúsund frá Baugi Gunnar Svavarsson Úr eigin vasa Helga Sigrún Harðardóttir 100 - 150 þúsund krónur, ferðakostnaður og fatnaður. Helgi Hjörvar um 5 milljónir króna 900 þúsund krónur frá Baugi Illugi Gunnarsson um 8 milljónir króna (eftir minni) 1 milljón frá fl-group Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 1,2 millj. (eftir minni) Jóhanna Sigurðardóttir svaraði ekki spurningum dV 200 þúsund frá Baugi Jón Magnússon 200 þúsund kr. auk vinnutaps í tvo mánuði. Katrín Jakobsdóttir Há útgjöld vegna barnapössunar Katrín Júlíusdóttir svaraði ekki spurningum dV 500 þúsund frá Baugi Kjartan Ólafsson greiddi sjálfur 90 prósent vegna prófkjörs Kolbrún Halldórsdóttir Enginn kostnaður Kristinn H. Gunnarsson Óveruleg útgjöld Lúðvík Bergvinsson um 3 milljónir króna, eigin kostnaður auk framlags frá fjölskyldu, skyldmennum og tengdafjölskyldu Pétur H. Blöndal 2,68 milljónir vegna prófkjörs, enginn eigin kostnaður Ragnheiður E. Árnadóttir svaraði ekki spurningum dV 250 þúsund frá Baugi Ragnheiður Ríkharðsdóttir svaraði ekki spurningum dV 500 þúsund frá Baugi Róbert Marshall Var ekki spurður 250 þúsund krónur frá Baugi Sigríður Andersen Var ekki spurð 250 þúsund krónur frá Baugi Siv Friðleifsdóttir Kostnaður ekki mælanlegur í krónum Steinunn Valdís Óskarsdóttir Var ekki spurð 2 milljónir frá Baugi og 2 milljónir frá fl group Þórunn Sveinbjarnardóttir Bar engan beinan kostnað sjálf Þuríður Backman Kostnaður vel innan við 500 þúsund krónur spurningar dv Til sTjórnmálamanna um heildarkosTnað við undirbúning kosninga: „Það er þannig að nær allir einstaklingar sem voru í prófkjöri og ósk- uðu eftir stuðningi í Landsbankanum fengu hann, alveg sama hvar í flokki þeir voru.“ Gæti leitt til útstrikana umræðan um styrkjamálin gæti leitt til þess að einstakir þingmenn verði strikaðir út af listum flokkanna í þingkosningunum á laugardaginn, að sögn stjórmálafræðings. Þar er líklegast að nafn guðlaugs Þórs Þórðarsonar verði strikað út þar sem hann ýtti á eftir háum styrkveitingum til sjálfstæðisflokksins og fékk háa styrki persónulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.