Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 16
„Þetta er miklu verra og og yfirgrips- meira en mig óraði fyrir,“ segir Svan- ur Kristjánsson, stjórnmálafræði- prófessor við Háskóla Íslands, um framlög fyrirtækja og viðskiptajöfra til frambjóðenda og stjórnmála- flokka. „Ég bendi á að Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, seg- ist í sjónvarpi hafa þegið framlög frá fjörutíu aðilum árið 2006 eftir að ljóst er að hann hefur tekið við fjórum milljónum króna frá aðeins tveim- ur fyrirtækjum. Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, hefur upplýst að prófkjör hans hafi kostað um 8 millj- ónir króna fyrir síðustu þingkosning- ar. Athyglisvert er að framlögin tengj- ast í raun og veru ekki lengur því að komast í öruggt sæti á framboðslista, heldur hafa prófkjörin farið að snú- ast æ meir um toppbaráttuna sem ræður úrslitum um möguleika á ráð- herraembætti. Þetta er í samræmi við íslenska ráðherraræðið; þing- menn ráða litlu en ráðherrar miklu. Þetta sást best þegar ráðherrar snið- gengu utanríkismálanefnd og Al- þingi og brutu landslög til þess að tryggja aðild Íslands að Íraksstríðinu árið 2003,“ segir Svanur. Hann segir að af framangreindum ástæðum hafi harkan aukist í próf- kjörunum og kostnaðurinn aukist. „Þessi þróun prófkjaranna beinir jafn- framt sjónum að átökum blokkanna í viðskiptalífinu. Þetta eru átök gömlu og nýju peninganna og átök útrás- arvíkinga og fyr- irtækja þeirra. Þeir virð- ast hafa dælt pen- ing- um gegndarlaust til frambjóðenda og stjórnmálaflokka út árið 2006 í það minnsta.“ Ýtir undir grun um mútubrot Svanur segir að upplýsingar um risa- framlög til stjórnmálaflokka og millj- ónaframlög til einstakra frambjóð- enda ýti undir grunsemdir um mútur og mútuþægni. „Slíkar spurningar verða áleitnari eftir það sem upp- lýst hefur verið að undanförnu. Við verðum að átta okkur á að stórfyrir- tækin eru engar góðgerðarstofnanir. Þetta er býsna hrá hagsmunabarátta og æ sér gjöf til gjalda. Ég hef minnst á sjálfstæðismenn. Það vekur líka at- hygli að til dæmis Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Helgi Hjörvar í Sam- fylkingunni hafa tekið við miklu fé. Mér finnst það ekki boðlegt að fram- bjóendur neiti því að upplýsa hverjir það eru sem rétta þeim pening. Allir sem nú eru í framboði sem fulltrúar almennings eiga að upplýsa hverjir það eru sem leggja þeim til fé. Það á að vera skýlaus krafa til allra sem tóku þátt í prófkjörum árið 2006 að þeir gefi tæmandi upplýsingar um það hvaðan peningarnir koma. Það er gagnsæið sem þarf að vera. Ann- að er beinlínis móðgun við kjósend- ur,“ segir Svanur. Engin mútubrot rannsökuð enn Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að verið sé að kanna styrki og framlög til frambjóðenda og stjórn- málaflokka eftir að ný lög um fjármál þeirra tóku gildi 1. janúar árið 2007. Hann kveðst ekki hafa til rannsókn- ar framlög og greiðslur til frambjóð- enda og flokka fyrir þann tíma. „Það er ekki refsivert að kaupa sér stjórn- málaáhrif og það hefur tíðkast að afla fjár til stjórnmálastarfseminnar. Fyr- irtækin sem við sögu koma að undan- förnu virðast hafa dreift framlögum sínum á marga frambjóðendur. Það nægir ekki að málin líkist mútubrotum, það þarf meira að koma til áður en mál er tek- ið til rannsóknar sem hugsan- legt mútubrot. Þetta er vand- meðfarið og ástæða til að gera mönnum ekki upp sakir út í loftið. Það er munur á að láta fé af hendi rakna gegn endurgjaldi eða styrkja stjórnmálabaráttu með hefðbundnu sniði.“ Valtýr kveðst geta vísað meintum mútubrotum til rannsóknar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eða sérstökum saksóknara. Ekkert slíkt hafi verið gert að svo komnu máli. Vill senda réttarkerfið í endurhæfingu Svanur Kristjánsson kveðst ekki skilja afstöðu ríkissaksóknara. „Það er fá- ránlegt að ganga að því sem gefnu að engin ástæða sé til að rannsaka neitt. Ég skil ekki yfirlýsingar hans. Valda- menn hafa verið að taka við milljón- um frá fyrirtækjum sem einstakling- ar og inn í flokkssjóði og í mörgum tilvikum blasa hagsmunir fyrirtækj- anna við.“ Svanur vísar í þessu sambandi til GRECO-nefndarinnar í Strassborg, en hún er sú stofnun Evrópuráðs- ins sem fylgist með spillingu í aðild- arlöndunum og leggur fram tillögur um umbætur og breytingar. GRECO hefur á einum áratug gefið út nokkr- ar skýrslur um Ísland. Þar koma fram margvísleg- ar viðvaranir og ábending- ar um hættu á spill- ingu, með- al ann- ars í skýrslum frá 2001, 2004 og 2008. „Ummæli Valtýs ríkissaksókn- ara vekja grun um að íslenska rétt- arkerfið hafi ekki enn unnið heima- vinnuna sína. GRECO hefur bent á að hér skorti þjálfun sérfræðinga til að rannsaka, ákæra og dæma í mútubrotum. Nefndin hefur bent á að hér á landi hafi ekki einn einasti maður utan einn verið dæmdur fyr- ir mútuþægni í að minnsta kosti 10 ár. Það var Árni Johnsen, sem með- al annars var dæmdur fyrir að taka við nokkur hundruð þúsund krónum sem formaður framkvæmdanefnd- ar Þjóðleikhússins. Ég held að ýms- ir menn innan réttarvörslukerfisins ættu að drífa sig á endurmenntunar- námskeið í samræmi við ábendingar GRECO. Það eykur kannski líkur á að menn fari að horfa á mútubrot með sama hætti og siðmenntaðar þjóð- ir gera í nágrannalöndunum,“ segir Svanur. föstudagur 24. apríl 200916 Fréttir Áleitnar spurningar um mútubrot „Við verðum að átta okkur á að stórfyrir- tækin eru engar góð- gerðarstofnanir. Þetta er býsna hrá hags- munabarátta og æ sér gjöf til gjalda.“ Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is xxxx xxxxxx Fráleitt er að rannsaka ekki framlög til stjórnmálaflokka eða einstakra frambjóðenda sem möguleg mútubrot segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor. Íslendingum hafi verið bent á að hér á landi sé skortur á þekkingu og þjálfun í réttar- kerfinu til þess að fást við mútubrot. Ríkissaksóknari segir að meira þurfi til en ásakanir til þess að skilgreina mál sem mögu- legt mútubrot. Auk þess sé fjárstuðningur við stjórnmálin göm- ul hefð. Alvarleg brot gegn nýju lögunum um fjármál frambjóð- enda og stjórnmálaflokka geta varðað allt að sex ára fangelsi. Guðlaugur Þór Þórðarson og steinunn Valdís óskarsdóttir Hafa bæði tekið við 4 milljónum króna. Óboðlegt er að gefa ekki allt upp um framlögin segir svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.