Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 26
föstudagur 24. apríl 200926 Fréttir nesja. En í gögnum einkavæðingar- nefndar er skjal sem sýnir fram á það að eiginfjárstaða Geysis Green var bágbornari en hinna níu félaganna sem sýndu því áhuga að kaupa hlut- inn í Hitaveitunni: eigið fé fyrirtækis- ins var 1,2 milljarðar þegar fyrirtækið lýsti yfir áhuga á að kaupa hlutinn í Hitaveitunni í byrjun apríl. Í yfirlýs- ingunni frá Geysi Green til einka- væðingarnefndar kemur hins vegar fram að stjórn félagsins sé heimilt að hækka hlutafé fyrirtækisins og var það gert á árinu 2007 því samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins var hluta- féð aukið um rúmlega 17 milljarða á árinu. Ásgeir Margeirsson segir hins vegar að um þessar mundir sé Ís- landsbanki, áður Glitnir, eini lánar- drottinn fyrirtækisins og því hefur bankinn séð alfarið um fjármögn- un kaupanna í hlutnum í Hitaveit- unni en Íslandsbanki á auk þess 40 prósenta hlut í Geysi í gegnum félag sem heitir Glacier Renewable Energy Fund. Stefndu á 5 til 8 milljarða dollara eignir Eftir að Geysir Green Energy hafði eignast hlutinn í Hitaveitu Suður- nesja og sameinast REI undir nafni hins síðarnefnda héldu REI-menn- irnir Bjarni og Hannes fræga glæru- kynningu í London um framtíð hins nýja sameinaða félags. Þar kom fram að REI ætti að verða stærsta fyrirtæki í heimi á sviði jarðvarma og bar ein glæran yfirskriftina „Heimurinn er ostran okkar“. Þar kom meðal annars fram að fyrirtækið stefndi að því að eignir þess yrðu 5 til 8 milljarða doll- ara virði, eða um 650 til 1.000 millj- arða virði samkvæmt gengi íslensku krónunnar nú. En þessi spá um framtíðarhorfur fyrirtækisins var byggð á því að sam- eining REI yrði staðfest af borgarráði líkt og kemur fram í glærukynning- unni. Árið 2009 átti svo að skrá hluta- bréf í fyrirtækinu til sölu á almennum hlutabréfamarkaði. Þetta gekk hins vegar ekki eftir þar sem framtíð fyr- irtækisins var drepin í fæðingu þeg- ar borgarráð Reykjavíkur samþykkti ekki samruna Geysis Green og REI. Í kjölfarið hætti Bjarni Ármannsson hjá fyrirtækinu því forsendurnar fyrir aðkomu hans að því virðast hafa ver- ið brostnar og fyrirtækið gat ekki vax- ið eins og hann og Hannes gerðu ráð fyrir. Þegar borgarráð samþykkti ekki samrunann sagði Bjarni: „Ég er ekki í pólitík en mér virðist sem það sé ver- ið að kasta verulegum fjármunum á glæ með þessari ákvörðun.“ Bjarni hafði þá fengið að kaupa hlutabréf í REI fyrir hálfan milljarð króna á genginu einum og má áætla að þessi hlutabréf hefðu margfaldast í verði ef framtíðarsýn Bjarna og Hannesar hefði orðið að veruleika og má búast við því að hann persónulega hefði hagnast um marga milljarða króna. Líklegt að ríkið tapi miklu Ef svo fer að Íslandsbanki þurfi að ganga að Geysi Green Energy og setja það í þrot til þess að ná í útistandandi kröfur sínar í fyrirtækinu er líklegt að eignarhluti Geysis Green í Hitaveitu Suðurnesja færist yfir til Íslands- banka og þar með íslenska ríkisins sem þá mun þurfa að selja hlutinn til að eiga upp í kröfuna að hluta. Þá mun 15,2 prósenta hlutur íslenska ríkisins í Hitaveitunni aftur verða kominn yfir til íslenska ríkisins auk hluta þeirra sveitarfélaga sem seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Afar ólíklegt er hins vegar að Íslandsbanki muni geta selt hlut Geysis Green í Hitaveitunni á því verði sem Geysir Green keypti hann á þar sem hann var keypt- ur á slíku yfirverði. Yfirverð Geys- is Green sést meðal annars á því að 15,2 prósenta hlutur íslenska ríkisins í fyrirtækinu var rúmur milljarður að nafnvirði en Geysir Green bauð 7,6 milljarða í hann, næsthæsta til- boðið í hlutinn var hins veg- ar frá einkahlutafélaginu Suðurnesjamönn- um og var það upp á rúma 4,7 millj- arða. Afar líklegt er því að íslenska ríkið muni tapa gríðarlegum fjár- munum því eign- arhlutur Geysis Green í Hitaveitu Suðurnesja er nú metinn á um tvo milljarða króna samkvæmt heimild- um DV. Eftir einkavæð- ingar- ferlið á hlut ríkisins í Hitaveitu Suð- urnesja, mislukkaða sameiningu Geysis Green og REI, virðist því sem hringurinn í þeirri atburðarás sem hófst með bréfi Bjarna Ármannsson- ar til einkavæðingarnefndar, þar sem hann falaðist eft- ir hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja, sé senn að lokast því segja má að hluturinn sé nú þegar aft- ur kominn í vörslu ríkisins þar sem Ís- landsbanki á stóran hlut í Geysi Green og er auk þess eini kröfuhafi þess. „Við erum að vinna okkur í gegnum storminn.“ Ekki í vanskilum Ásgeir Margeirsson, forstjóri geysis green Energy, segir að fyrirtækið skuldi lægri upphæð en 25 til 30 milljarða króna en vill ekki gefa skuldastöðuna upp. Íslensk gæðaframleiðsla í 25 ár Okkar verð – betra verð Yfir 10.000 ánægðir notendur á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.