Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 36
föstudagur 24. apríl 200936 Helgarblað
É
g hef aldrei fyrr geng-
ið til kosninga með
bundið fyrir augun.
Mér finnst mig vanta
upplýsingar,“ segir
Steingrímur þar sem
við sitjum í stofunni
í Mávanesi, á heim-
ili hans og Eddu Guðmundsdóttur
til fjölda ára. Margt fyrirmennið hef-
ur setið í þessari sömu stofu, sérstak-
lega í forsætisráðherratíð Steingríms
sem var forsætisráðherra þjóðarinn-
ar í samtals sjö ár á níunda og tíunda
áratug síðustu aldar. Hann gegndi
einnig nokkrum öðrum ráðherra-
embættum, sat á formannsstóli Fram-
sóknarflokksins í fimmtán ár og var
seðlabankastjóri í nokkur ár undir lok
starfsferilsins. En nú fylgist Steingrím-
ur með pólitíkinni og þjóðmálunum
úr fjarlægð.
„Það er alveg ljóst að skuldastaða
þjóðarbúsins er mjög alvarleg. Það er
búið að gera óskaplegar skissur í því
sambandi en það hefur ekkert verið
gefið upp. Það átti að birta skýrslu um
skuldastöðu bankanna, í síðustu viku
held ég að það hafi verið. En því er
frestað,“ segir Steingrímur með undr-
unartón. Hann er augljóslega afar
hissa á þessu leynimakki stjórnvalda í
landinu síðustu vikur og mánuði.
„Mér finnst einhvern veginn eins
og stjórnarflokkarnir sem halda um
taumana núna, og Sjálfstæðisflokk-
urinn áður, forðist að upplýsa þjóðina
um sannleikann í málinu og hvern-
ig staðan sé. Getum við borgað þess-
ar skuldir? Sú spurning hvílir þungt
á mér að minnsta kosti. Ég er vanur
því að borga mínar skuldir. En ef það
er útilokað að við getum staðið í skil-
um er miklu skynsamlegra að leggja
spilin á borðið og segja: Þetta getum
við greitt, þetta ekki og svo framveg-
is, og ganga til samninga sem fyrst.
Ég trúi ekki að það taki sex mánuði að
gera upp skuldir bankanna og þjóðar-
búsins. Svo mér finnst ég ganga með
bundið fyrir augun til kosninganna
núna í fyrsta sinn.“
Slæm tilfinning
Steingrímur segir hana alls ekki góða,
tilfinninguna sem fylgi því að upplifa
sig svona „blindan“.
„Hún er slæm. Ég er að vísu ánægð-
ur með Framsóknarflokkinn núna, tel
að hann hafi tekið mikinn kipp til hins
betra. Á ný hafi manngildið verið sett
ofar auðgildinu Manngildið týndist í
átján ár og ég fagna því mjög að það er
fundið. Mér sýnist Framsóknarflokk-
urinn eini flokkurinn sem hafi komið
með raunhæfar tillögur til að aðstoða
heimilin og fyrirtækin, sérstaklega
með tillögunni um tuttugu prósenta
niðurfellingu skulda.
Ég settist niður og fór að reikna og
sá þá mjög fljótlega að þetta kæmi vel
út fyrir alla, líka þá sem eiga skuldirn-
ar. Mér finnst í raun alveg ótrúlegt að
skuldheimtumenn fái ekki allt sitt en
skuldunautar þurfi að borga allt sitt.
Af hverju ekki að dreifa þessu á skuld-
heimtumenn og skuldunauta? Ég er
þeirrar skoðunar að sú tillaga hafi ver-
ið mjög skynsamleg og ég bendi líka á
rökstuðning Tryggva Þórs Herberts-
sonar sem hann birti á vefsíðu sinni.
Þar kemur þetta mjög vel fram.“
Þjóðarsáttin stærsti
atburðurinn
Steingrímur sat á þingi fyrir Fram-
sóknarflokkinn í tæpan aldarfjórð-
ung, frá 1971 til 1994, og var formaður
flokksins frá 1979 til 1994. Hann hefur
gagnrýnt ákvarðanir flokksforystunn-
ar í nokkrum málum síðustu ár, og
þá fyrst og síðast í stjóriðjumálum að
ógleymdum stuðningi forystunnar við
innrásina í Írak. Steingrímur er aft-
ur á móti ánægður með þau mál sem
Framsóknarflokkurinn hefur sett á
oddinn fyrir kosningarnar um helg-
ina.
„Mér finnst þessar átján tillögur
sem hann birti í febrúar spor í rétta
átt. Hins vegar veit ég ekki hvort hann
átti að bjóða þennan stuðning við rík-
isstjórnina frekar en að fara í hana og
hafa meiri áhrif þar. Ég er ekki frá því
að það hefði verið skynsamlegra. En
Framsóknarflokkurinn geldur þess
náttúrlega að hafa stutt Sjálfstæð-
isflokkinn ötullega í því að innleiða
frjálshyggjuna. Stundum vill gleymast
að eftir margra ára átök og erfiðleika
tókst að ná þjóðarsátt árið 1990 til að
ná niður verðbólgu. Eflaust er það
stærsti atburðurinn í minni pólitísku
sögu,“ segir forsætisráðherrann fyrr-
verandi.
Einkavæðingin hörmuleg
Steingrími finnst hreint ótrúlegt
hvernig gengið var til verks á Íslandi,
með skipulögðum hætti, við að inn-
leiða „öfgafyllstu frjálshyggjuna“ eins
og hann orðar það.
„Þjóðhagsstofnun er ein besta
stofnun sem ég hef starfað með. Hún
Steingrímur Hermannsson segist nú í fyrsta sinn ganga til kosninga með bundið
fyrir augun. Hann vísar þar meðal annars til leynimakks stjórnvalda með sannleik-
ann um skuldastöðu þjóðarinnar. Veturinn sem nú er að baki er einn sá erfiðasti í
sögu þjóðarinnar og hann var einnig óvenju erfiður fyrir Steingrím í einkalífinu
vegna veikinda sem hann glímdi við. Honum var vart hugað líf á tímabili en
Steingrímur segir líðanina nú á réttri leið, ekki síst með aðstoð sundsins sem
hann hefur stundað samviskusamlega í áratugi. Kristján Hrafn Guðmundsson
heimsótti Steingrím út á Arnarnes á regnvotum degi í vikunni.
Gengur blindur
til kosni ga
var lögð niður. Bankaeftirlit var flutt út
úr Seðlabankanum og gert sjálfstætt
sem Fjármálaeftirlitið. En það verk-
aði aldrei sem slíkt. Það verkaði frek-
ar sem þjónustustofnun fyrir bank-
ana. Bönkunum var leyft að vera hvort
tveggja í senn, fjárfestingabanki og
banki með venjulega bankastarfsemi.
Einkavæðing bankanna var náttúrlega
hörmuleg. Það var talað um það 1991
að tími væri kominn til þess að einka-
væða bankana og þá voru allir sam-
mála um að það ætti að gerast í róleg-
heitum og með dreifðri eignaraðild.
En svo var ótrúlegt hvað menn gengu
blindir til þess verks að skapa frjáls-
hyggjunni sem allra best frjálsræði og
svigrúm.“
Trúði þessu ekki
Enginn vafi er á því í huga Steingríms
að grundvöllurinn fyrir bankahrun-
inu hafi verið lagður í einkavæðingu
bankanna á sínum tíma. „Náttúrlega
má segja að það sé undarlegt að menn
skyldu ekki vakna til umhugsunar um
í hvað stefndi. Ég sem fyrrverandi póli-
tíkus sitjandi hér heima gat ekki ann-
að en furðað mig á því sem var að ger-
Þrír ættliðir steingrímur með syni sínum, guðmundi,
sem gekk til liðs við framsóknarflokkinn fyrr á árinu.
guðmundur heldur á syni sínum, Jóhannesi Hermanni,
sem fæddist í mars og er ellefta barnabarn steingríms.
MYND BraGi Þór JóSEfSSoN