Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 70
Nokkrir þjóðþekktir karlmenn hafa tekið sig til og byrjað að safna skeggi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttar- lögmaður, Björn Hlynur Haraldsson leikari og Haukur Holm fréttamaður skarta allir þrír gríðarlega miklu og villtu skeggi. Sigurður G. kom fram í tímarit- inu Séð og heyrt og sagðist vera að safna skeggi rétt eins og langafi hans og nafni bar. Í lok mánaðarins ætlar Sigurður síðan að láta mynda sig ná- kvæmlega eins og langafi hans gerði forðum. „Það hékk alltaf svona mynd heima af langafa þar sem hann var með svona skegg og ég ætla að verða alveg eins,“ sagði Sigurður í samtali við Séð og heyrt. Það hefur ekki farið framhjá nein- um áhorfendum Stöðvar 2 að Hauk- ur Holm fréttamaður skartar gríð- arlega villtu skeggi. Það fór ekki framhjá neinum á síðasta ári er bart- ar kappans urðu meiri og lengri í hverri sjónvarps- útsendingu. Síð- an tók hann upp á því að safna þessu mikla skeggi og hefur hárið fengið að fylgja með. Á árshátíð 365 á dögunum valsaði Haukur um með sitt mikla skegg og minnti einna helst á Róbinson Krúsó. Margir hafa einnig rekið upp stór augu vegna skeggvaxtar Björns Hlyns Har- aldssonar leikara og leikstjóra og þykir mörgum kappinn vera nánast óþekkjanlegur. Björn Hlynur sagði í samtali við Morgunblaðið á dögun- um að skeggið góða fengi væntan- lega að fjúka með hækkandi sól. Skeggvöxtur félaganna þriggja minnir óneitanlega mikið á skegg- vöxt skákmeistarans furðulega Bobbys Fischer, en kappinn safnaði miklu skeggi er hann sat bakvið lás og slá í Japan. föstudagur 24. apríl 200970 Fólkið n Vindaspá kl. 15 morgun. n Hitaspá kl. 15 morgun. veðurstofa íslands Veður í dag kl. 18 <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Palma Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Róm hiti á bilinu Amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu Marmaris hiti á bilinu Ródos hiti á bilinu San Francisco hiti á bilinu New York hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu Miami 7/15 5/9 7/16 4/9 10/19 10/19 8/18 14/17 11/19 15/20 11/18 11/18 7/18 7/17 14/15 9/17 10/16 23/29 10/14 2/12 4/16 4/10 7/17 10/15 12/21 15/16 12/18 14/19 11/20 9/20 9/19 6/20 15/17 8/18 16/21 22/27 10/16 7/16 7/13 5/10 8/16 8/18 14/21 11/15 10/17 15/19 14/23 8/12 7/13 7/21 16/18 9/19 16/22 22/28 10/16 7/9 6/12 6/10 9/16 9/18 14/22 13/14 10/17 14/18 14/21 9/16 8/17 8/21 16/18 8/15 14/22 23/28 úti í heimi í dag og næstu daga ...og næstu daga á morgun kl. 12 Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 2-4 2/5 2-5 1/4 1-8 1/3 2-4 0/2 4-6 3 2 3/4 3-4 2/3 4-5 2/6 4-6 5/8 2-3 4/8 11-17 2/4 2-4 2/5 5-7 0/6 5-9 1/4 1-4 4/5 3-6 2/5 5 2/3 2-4 1/4 4-6 1-3 0/6 4-6 1/5 2-7 1/6 6-9 6 4-6 4/6 8-16 3/6 1-5 3/5 3-6 3/5 4-7 3/5 4/5 3-5 6/9 4-5 4/7 5 3/4 2-4 3/5 4-6 3/7 2 3/7 7 2/6 2-5 3/8 4-5 7 2-7 5/8 9-10 6/7 2-4 5/7 3-5 5/8 5-7 5/8 7 6 4-8 5/6 7-8 4/5 2-3 4/7 6-7 3/7 2 4/8 5-7 4/7 4-7 5/10 6-7 7 4-8 5/6 11-15 5 5-8 5 8 4/5 9-10 5/6 Þurrt á suðvesturlandi Eftir mikla úrkomu undanfarna daga styttir upp í dag og á að haldast þurrt á suðvesturhorninu. Vindur verður á bilinu sex til níu metrar en fer þó allt upp í 15 suður af landinu. Á Norð- austurlandi má búast við töluverðri úrkomu. Slyddu og rigningu í bland. Vindur í kringum 10 metrar á sek- úndu. Töluverð úrkoma verður einni austanlands en vindur öllu hægari. Búast má við töluverðum vindi og snjókomu á Vestfjörðum. skeggJaðir Hvað eiga Haukur Holm, Sigurður G. Guðjónsson og Björn Hlyn- ur Haraldsson sameiginlegt? Allir þrír tóku sig til og söfnuðu vígalegu skeggi. Fyrstu sumartónleikar ársins verða haldnir á nýja hljómleika- staðnum Sódómu við Tryggvagötu þar sem áður var Gaukur á Stöng í kvöld klukkan níu. Fyrir utan helj- arinnar dagskrá eru tónleikarnir haldnir til að vekja athygli á erfiðri stöðu flóttamanna og hælisleit- enda hér á landi – og annars stað- ar í heiminum. Fjölmargir lista- menn prýða fallega dagskrá þetta kvöld og má þar á meðal nefna: Vicky, Blóð, Megasukk & Ágústu Evu, Tótu & Djassbandið, rappar- ann Nour frá Bagdad, Skorpulifur og AMFJ. Þau Megas og Ágústa Eva munu endurtaka efni sitt frá Lee Hazlewod-minningartónleikun- um sem haldnir voru á Organ fyrir tveimur árum. Þeir sem misstu af þeim ágætu tónleikum fá því ann- að tækifæri til að heyra í dúettin- um flotta. Það má því búast við kynngimögnuðu kvöldi á Sódómu og eru allir hvattir til að mæta. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og einn traustvekjandi fylgir með hverjum seldum miða. megasukk á sódómu TónleikAr Til sTyrkTAr flóTTAmönnum: Nýjasta tískaN: Flott saman Megas og Ágústa eva á minningartónleikum um lee Hazlewod. 3 1 6 9 9 4 1 1 -1 -1 6 9 10 9 3 8 4 5 419 5 4 1 3 4 2 6 9 84 2 2 2 3 2 6 5 3 211 skÖrungar Sigurður G. Guðjónsson safnar skeggi eins og langafi hans. Haukur Hólm eins og róbinson Krúsó. Skeggmeistarinn Bobby fischer skartaði gríðarlegu skeggi á sínum tíma. Joaquin Phoenix skeggtískan nær alla leið til Hollywood. Hér sést leikarinn Joaquin phoenix með gríðarlegt skegg. Skeggjaður leikari Björn Hlynur skartar þessa dagana miklu skeggi. Þessi mynd er þó gömul og er skegg Björns Hlyns mun meira í dag. föstudagur 24. apríl 20094 Fréttir Sandkorn Um helgina munu fram- bjóðendur bjóða pólitíska blíðu sína gegn því að hreppa atkvæði fórnarlamba sinna. Ýmsar munn- mælasögur eru til um slíkar veið- ar. Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vestfirðinga, vék sér eitt sinn á kosningadag að sjómanni fyrir vestan og ávarpaði hann: „Hvað segja hetjur hafsins?“ Sjómaðurinn leit á ráðherr- ann og svaraði að bragði að sjómenn væru bara hetjur á sjómannadaginn. Matthíasi varð ekki orða vant: „Nei, líka á kosningadaginn.“ Meðal þeirra sem nú kveðja Alþingi eftir langa setu er Björn Bjarnason, alþingis- maður Sjálfstæðisflokks. Björn er með allra umdeild- ustu mönn- um og hefur gjarnan markað mjög um- ræðuna. Þá hefur hann haldið úti víðlesinni heimasíðu þar sem gjarnan var vaðið á súðum. Hann upplýsir á heimasíðu sinni að óvissa sé um það hvað hann taki sér fyrir hendur og einnig með hvaða hætti hann haldi úti heimasíðunni. Víst er að tómarúm myndast í lífi ein- hverra sanntrúaðra við brott- hvarfið. Ýmislegt bendir til þess að Borgarahreyfingin muni ná inn nokkrum þingmönn- um. Hreyfingin á sér rætur í búsáhaldabyltingunni frægu en margir liðsmanna börðu potta og pönnur á Austur- velli. Þeirra á meðal er oddvitinn í Reykjavík- urkjördæmi norður, Birgitta Jónsdóttir. Birgitta er dóttir söngvaskálds- ins Bergþóru Árnadóttur sem lést fyrir fáum árum. Birgitta er ekki síður en móðir hennar full réttlætiskenndar og tíður gestur á mótmælum. Hún var um tíma eins konar talsmað- ur Saving Iceland og því ekki útilokað að sú hreyfing sé um það bil að koma sér upp þing- manni. Frakkastíg 10 · Sími 551-3160 Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530 kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali Vilt þú fjármálaráðgjöf hjá óháðum aðila? Fyrsta viðtal er án endurgjalds! Bókaðu viðtal á www.ghradgjof.is Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík, Sími 510-3500 Geymdu þessa auglýsingu – hún getur komið sér vel! Þrír unglingspiltar eru á útkallslista Slökkviliðs Grindavíkur. Að hafa meirapróf og iðnmenntun eru á meðal þeirra skilyrða sem slökkviliðsmenn þurfa að uppfylla. Björn Karlsson brunamálastjóri segir fráleitt að svo ungir menn taki þátt í brunaútköllum og ætlar að skoða málið. FIMMTÁN ÁRA Í SLÖKKVILIÐINU Þrír 15 og 16 ára drengir, sem eru fæddir árið 1993, eru á útkallslista Slökkviliðsins í Grindavík, sam- kvæmt heimildum DV. Sömu heim- ildir herma að einn þeirra hafi verið fyrstur á vettvang í bruna sem varð í Grindavík fyrir skemmstu. Drengirn- ir uppfylla ekki skilyrði til að mega starfa sem slökkviliðsmenn. „Ekki kallaðir í eldsvoða“ „Þetta er algjörlega fráleitt og verð- ur að sjálfsögðu skoðað nánar,“ seg- ir Björn Karlsson brunamálastjóri þegar DV ber málið undir hann. „Ég heyrði orðróm um þetta fyrir skömmu og hringdi strax í slökkviliðsstjórann í Grindavík. Hann sagði mér að þetta væri til gamans gert og að drengirn- ir væru ekki fullgildir meðlimir sveit- arinnar, heldur væru þeir eins kon- ar ungliðar og væru ekki kallaðir til í eldsvoða,“ segir Björn og bætir því við að þar með hafi hann látið málið falla niður. „Ég er í slökkviliði Grindavíkur“ Björn segir að hann muni að sjálf- sögðu, á grunni samtalsins við DV, ræða málin betur við slökkviliðsstjór- ann í Grindavík, Ásmund Jónsson. Ásmundur sagðist ekki vilja stað- festa að drengirnir væru á útkallslista slökkviliðsins og vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar DV hafði samband við hann. Blaðið hafði einnig samband við einn drengjanna. Hann sagði að honum væri ekki heimilt að tjá sig um störf sín fyrir slökkviliðið. Á op- inni Facebook-síðu eins drengjanna þriggja eru myndir af tveimur þeirra þar sem þeir eru í fullum skrúða slökkviliðsmanna. Á bloggsíðu eins þeirra segir enn fremur: „Ég er í slökkviliði Grindavíkur.“ Meirapróf og iðnmenntun Ef mið er tekið af aldri piltanna má ljóst vera að þeir uppfylla ekki tvö af þremur skilyrðum sem slökkviliðs- menn þurfa að fullnægja til að mega vinna sem slíkir. Björn telur líklegt að um brot á vinnumálalöggjöf sé að ræða, óháð því hvort störf drengj- anna brjóti í bága við lög um bruna- mál. Ráðningar í slökkviliðið séu hins vegar á ábyrgð sveitarfélagsins. Í reglugerð um Brunamálaskól- ann og réttindi og skyldur slökkvi- liðsmanna segir að þeir þurfi að full- nægja eftirtöldum skilyrðum: 1. Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigð- ir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. 2. Hafa að lokinni reynsluráðn- ingu aukin ökuréttindi til að stjórna: a) vörubifreið og b) leigubifreið. 3. Hafa iðnmenntun sem nýt- ist í starfi slökkviliðsmanna eða sam- bærilega menntun og reynslu. Björn bendir á að slökkviliðsmenn þurfi að hefja nám sem slökkviliðs- menn eftir sex mánuði í starfi. Áður en þeir byrja á vöktum hjá slökkvilið- um eru þeir þó skyldugir til að ljúka 80 stunda fornámi. Til að geta kallast atvinnuslökkviliðsmenn þurfa menn svo að ljúka 540 stunda skyldunámi. Mega ekki vinna hættuleg verkefni Gróa H. Ágústsdóttir umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ seg- ist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en nú en vísar á lög og reglur um vinnu barna. Í reglugerð Vinnueftirlitsins um vinnu barna og unglinga segir að unglingar, einstaklingar sem séu 15 til 17 ára gamlir, megi yfirleitt vinna nema við hættulegar vélar, hættu- leg efni, hættuleg verkefni (mikinn kulda, hita eða hávaða) og þar sem lyfta þurfi þungum byrðum. Þá mega þeir ekki vinna einir þar sem hætta getur steðjað að. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þetta er algjörlega frá- leitt og verður að sjálf- sögðu skoðað nánar.“ Bruni í Reykjavík slökkviliðsmenn þurfa meðal annars að hafa meirapróf og iðnmenntun, eða sambærilega menntun. Ungir slökkviliðsmenn Á opinni facebook-síðu eins piltanna má finna myndir af piltunum í fullum skrúða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.