Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Side 52
Þegar farið er yfir stigatöfluna í Form- úlu 1 eftir þrjú fyrstu mótin má glöggt sjá að það eru breyttir tímar í Formúl- unni. Mikill niðurskurður liðanna vegna efnahagsástandsins hefur svo sannarlega fært liðin nær hvort öðru og, það sem meira er, hefur það skot- ið minni liðum fram úr þeim stærri. Það þarf að fara niður í áttunda sæt- ið til að sjá nafn fyrstu ofurstjörn- unnar en þar situr Spánverjinn Fern- ando Alonso á Renault með fjögur stig. Sama stigafjölda hefur heims- meistarinn sjálfur, Lewis Hamilton. Þeir eru sem stendur sextán stigum á eftir Bretanum Jenson Button sem leiðir keppnina á Brawn GP. Fast á hæla hans koma Rubens Barrichello, einnig á Brawn, Red Bull-undra- barnið Sebastian Vettel, Timo Glock á Toyota, Mark Webber á Red Bull og svo Jarno Trulli á Toyota. Það sem vekur strax athygli er að þarna má hvergi sjá nafnið Fel- ipe Massa, Kimi Raikkonen eða Ferrari. Ástæðan er einföld. Hvor- ugur ökumannanna hjá þessu fornfræga liði sem hefur borið höf- uð og herðar yfir önnur lið síðustu ár er kominn með stig. Og því liðið ekki heldur. Sigursælastir Ferrari-nafnið eru Formúluáhuga- menn vanir að sjá við toppinn. Síð- an sýningar hófust hér heima hefur þetta verið stórlið og það er engin furða. Það hefur unnið keppni bíla- smiða átta sinnum á síðustu tíu árum, þar af sex sinnum í röð frá ár- unum 1999-2005. Þá hefur ökumað- ur á Ferrari orðið heimsmeistari sex sinnum á síðustu níu árum. Þar af auðvitað Michael Schumacher fimm sinnum. Þessir titlar í bland við aðra tíma gera Scuderia Ferrari-liðið að því sigursælasta frá upphafi. Það hefur unnið flesta titla bílasmiða, alls sex- tán sinnum, þann fyrsta árið 1961. Fyrsti ökumaðurinn til að verða heimsmeistari á Ferrari var Alberto Ascari árið 1952. Allt saman verð- ugar staðreyndir en gera lítið fyrir Ferrari-liði á þessu ári. Tilbúnir í Evrópu Þessi byrjun Ferrari er sú versta hjá liðinu í tuttugu og átta ár. Ferrari er eitt af liðunum sem kærðu Toyota, Williams og Brawn fyrir loftdreifara liðanna aftan á bílnum sem var síðar dæmdur löglegur fyrir áfrýjunarrétti. Flavio Briatore, liðsstjóri Renault, hefur sagt þessi lið einfaldlega hafa forskot á önnur vegna síns loftdreif- ara sem önnur lið héldu að væri ör- ugglega ólöglegur. Ferrari þarf nú að smíða nýjan loftdreifara en festingar við hann tengjast undirvagni og þarf því að smíða nýjan undirvagn. Það tekur tíma og verður Ferrari í eltingarleik þangað til nýr dreifari verður smíð- aður. Stefano Domenicali, liðsstjóri Ferrari, segir: „Vegna dóms áfrýj- unarréttarnis verðum við að breyta bílnum. Ef okkur tekst vel upp gæt- um við verið tilbúnir og samkeppn- ishæfari þegar við komumst til Evr- ópu í Spánarkappaksturinn.“ Hann fer fram 10. maí. Búist við miklu af Brawn Mikil rigning hefur verið á síðustu tveimur mótum en sú verður alls ekki raunin í Barein um helgina. Eng- inn möguleiki er á rigningu en þvert á móti verður steikjandi hiti, um 37° C. Hætta er einnig á sandstormi en Kimi Raikkonen á Ferrari gat ekki nýtt fyrsta æfingatímann sinn þar sem hann beið eftir að sandstormur liði hjá. Sandstormar geta verið stór- hættulegir en fínn sandurinn getur auðveldlega smogið inn í vélar bíl- anna og valdið stórskaða. Ross Brawn, hönnuður og eigandi Brawn GP, býst við að hans menn geti gert vel í hitanum um helgina. „Aðstæður ættu að henta okkur vel. Á þurri braut getum við virkilega sýnt hvers bíllinn er megnugur. Þá hentar brautin bílnum afar vel og við getum ekki séð að hitinn muni hafa nokkur áhrif á okkur,“ segir Ross Brawn, að- almaðurinn í Formúlunni þessa dag- ana. föstudagur 24. apríl 200952 Sport Baráttan heldur áfram Manchester united og liverpool taka enn eitt skrefið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn um helgina. liverpool getur sett pressu með því að jafna united að stigum en liverpool leikur gegn Hull klukkan 14.00 á laugardeginum. Manchester united tekur á móti tottenham ríflega tveimur tímum síðar en mikill upp- gangur er á tottenham og á liðið mjög raunhæfa möguleika á Evrópusæti eftir afleita byrjun á tímabilinu. Hull aftur á móti er að sogast hægt og rólega niður í fallsvæðið og verður að gera jafnvel og síðast gegn liverpool ætli það sér eitthvað út úr leiknum. fallbaráttan er jafnhörð en Newcastle þarf að horfa á leikina um helgina og vonast eftir góðum úrslitum. Það leikur ekki fyrr en á mánudaginn gegn portsmouth. uMsjóN: tóMas Þór ÞórðarsoN, tomas@dv.is © GRAPHIC NEWSHeimild: FIA, Allianz 4. keppni : 26. apríl 1 H: 5.412km Sakhir-brautin, Manama Heildarlengd: 57 hringir– 308.238km 22042906 1854 802 2545 952 2254 2055 1253 2605 Gír TímatökusvæðiBeygja Mikilvæg sv. 1 2 3 1 km/h 1 3 4 5 7 9 6 10 12 13 14 15 4 216 3 165 6 2956 300 3 1702 102 2 8 11 Mynd: Google TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Stefano Domenicali liðsstjóri ferrari segir að liðið ætti að verða tilbúið fyrir fyrsta Evrópu- kappaksturinn. MYND GETTY Fjórða Formúlumót ársins fer fram í fursta- ríkinu Barein um helg- ina. Loksins fá ökuþór- ar þurra braut en engin hætta er á rigningu í Barein. Nýtt landslag er á toppi Formúlunnar eftir fyrstu þrjú mótin en kóngarnir hingað til hafa verið Brawn GP með Red Bull og Toyota rétt á eftir sér. Sigur- sælasta liðið í sögu Formúlunnar, Ferrari, er hvergi sjáanlegt. hvar er ferrari? Felipe Massa á Ferrari Var einu stigi frá heimsmeistaratitli í fyrra. Hefur ekki eitt stig eftir þrjú mót í ár. MYND GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.