Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Side 56
föstudagur 24. apríl 200956 Helgarblað HIN HLIÐIN Í megrun síðan 1977 Nafn og aldur? „Gunnar Lárus Hjálmarsson 43 ára.“ Atvinna? „Tónlistarmaður o.s.frv.“ Hjúskaparstaða? „Giftur.“ Fjöldi barna? „Tvö.“ Hefur þú átt gæludýr? „Nokkur hornsíli úr tjörninni hjá Norræna-húsinu. Þau drápust á ógnarhraða. “ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Jónatan Richman á Rósenberg.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Tja, varla. Einu sinni kom löggan þegar við ungl- ingarnir í S.H. draumi vorum að líma upp plaggöt á Laugavegi. Þetta var 1983. Við vorum færðir niður á stöð í skýrslutöku og öll plaggötin og límið tekið af okkur. Þetta er nú allt.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Köflótt peysa frá Mod-merkinu Ben Sherman. Bæði töff og þægileg. “ Hefur þú farið í megrun? „Ég hef verið í megrun síðan 1977.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Stundum hef ég staðið í hópi og hlustað á fólk sem er mikið niðri fyrir. En ég var þögull þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Ég var nú bara í vinnunni eða heima með fjölskyldunni. Maður hefði betur stokk- ið aðeins í þetta og lamið með. Það væri kúl að hafa þetta í ferilskránni.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Nei. En vonandi verður mér komið á óvart með stór- fenglegu eftirlífi. Mér finnst ekkert leiðinlegt að vera ég.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Kannski Smells like teen spirit. Þetta þunglyndisvæl í Kurt þykir mér ógeðslega leiðinlegt í dag en ég fílaði það á sínum tíma.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Það kveikir ekkert lag í mér, bókstaflega, en það væri náttúrlega svakalegt ef maður myndi bara fuðra upp við það eitt að heyra kannski Rehab með Amy Wine- house. Upp á síðkastið hef ég fílað Lady Gaga lagið Poker face af því dóttir mín 2 ára kann það utan að.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til fótsnyrtingar sem ég hef lofað sjálfum mér þegar ákveðinni vinnutörn er lokið.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Engin mynd er nógu góð til þess, en ég get alveg horft á bestu Simpsons þættina oft.“ Afrek vikunnar? „Ég snappaði ekki.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, bassa, gítar og úkúlele einna helst.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Ég vil að minnsta kosti fá að meta það út frá stað- reyndum um samningsatriði en ekki hlusta á enn eina umræðuna þar sem Ragnar Arnalds eða Bjarni Harðarson koma með gömlu frasana á móti þessu. Skrifaðu þig svo á Sammála.is.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að vera almennilegur og vera í góðu skapi.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella full- an og fara á trúnó með? „Biskupinn.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Paul McCartney í sögustund og einkagigg.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ætli það megi ekki kalla það það.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ekkert, en ég er alltaf á leiðinni að kaupa mér gervi- kúk. Sá gamli er týndur.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Dr. Gunna“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég þyki afburðamaður í hniti.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Er ekki upplagt að leyfa gras? Ég segi það fyrir mig að ég myndi alveg vilja kaupa eðal gras í Björk í Bankastræti einu sinni á ári frekar en þennan leiðin- lega vímugjafa áfengi, sem hér er leyfður í hrópandi ófrumleika. Áfengi hefur rústað mun fleiri lífum en gras þótt það megi vitanlega misnota það líka með einbeittum vilja.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Hawaii og aðalbláberjabrekka á Vestfjörðum í end- aðan ágúst.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Horfa á ameríska leikara krukka í plat-líku“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Algjör landhreinsun og gagnger uppræting fávit- isma. Það eða þotan til Kanada.“ Gunnar Lárus HjáLmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, Gaf út á DöGunum breiðskífuna „Dr. Gunni inniHeLDur...“ Doktorinn Hefði ekkert á móti því að Hitta sir PauL mccartney oG fara á trúnó með biskuPnum. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.