Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 32
Föstudagur 22. maí 200932 Ferðir innanlands FRÆÐSLA OG FJÖR Á FRAMANDI SLÓÐUM Gljúfursund, hellaferðir og ísklifur er brot af þeim fjölmörgu ferðum sem Arctic Rafting býður upp á. Torfi G. Yngvason, einn af eig- endum Arctic Rafting, segir ferðirnar blöndu af gríðarlegri skemmtun, einstakri upplifun og fræðslu um landið. Ferðirnar eiga það líka sameiginlegt að ferðalangar kynnast stöðum sem örfáir hafa séð. Þ etta er rosalega flott. Al- gjör snilldarferð og al- veg svakalega skemmti- leg. Þetta er mögnuð ferð sem kemur mikið á óvart,“ segir Torfi G. Yngvason, einn af eigendum Arctic Rafting, um gljúfursund, eða snorkeling eins og það er oftast kallað. Þessi skemmtilega ferð fer fram í gjánni Silfru á Þingvöllum. Torfi segir vatnið í Þingvallavatni engu líkt og þreytist hann aldrei á þess- ari ferð þótt hann hafi farið hana hundrað sinnum. „Silfra er einn af þeim stöðum í heiminum þar sem er mest útsýni neðan vatnsyfirborðsins. Snorklar- ar og kafarar eru alltaf að leita að hreinum sæ og hreinu vatni. Vatn- ið í Þingvallavatni er svo ofboðs- lega hreint og er útsýnið svakalega mikið, um 80 til 120 metrar,“ segir Torfi. Engrar sérstakrar þekkingar á snorkeling eða köfun er krafist í ferðinni og nýtir fólk á öllum aldri sér þessa áhugaverðu ferð. „Maður þarf varla að kunna að synda. Það er smá straumur í Silfru þannig að maður líður út sprung- una. Fólk er klætt í dúngalla, þurr- galla yfir hann og neofren-hanska og er líka með froskalappir. Það eru aðallega útlendingar sem fara í þessa ferð en fjöldi Íslendinga eykst jafnt og þétt. Fólk á öllum aldri nýt- ir sér þetta tækifæri – allt frá skóla- hópum og upp í eldri borgara.“ Á Þingvöllum er líka hægt að fara í hellaferð á vegum Arctic Raft- ing og einnig er boðið upp á hella- ferð í Bláfjöllum. „Þetta eru mjög skemmtilegar ferðir. Báðar ferðirnar eru þannig að maður fer ofan í hellinn á ein- um stað og kemur upp á öðrum þannig að maður er að ferðast und- ir jörðinni. Þetta er líka hálfgerð jarðfræðiferð. Það fer mikill tími í að útskýra hvernig Ísland verður til, hvernig hellarnir verða til og hvernig Ísland hefur mótast. Þetta er mjög fræðandi og skemmtilegt. Heimsókn á stað þar sem eiginlega enginn hefur farið áður.“ Aðrar ævintýraferðir sem sam- eina fjör og fræðslu eru jökul- göngu- og ísklifursferðirnar á Sól- heimajökul. Arctic Rafting býður einnig upp á krefjandi jökul- og fjallgöngur á Hvannadalshnjúk, Eyjafjallajökul og Snæfellsjökul. „Þessar ferðir eru þannig hann- aðar að allir sem treysta sér í góða gönguferð geta tekið þátt. Í þessum ferðum er einnig mikil fræðsla um jökla, loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær hafa á jöklana okkar og hvernig jöklar eru að hörfa,“ segir Torfi. Torfi þarf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar blaðamaður spyr hver sé hans uppáhaldsferð hjá Arctic Rafting. „River rafting á Hvítá. Það er búið að vera vinsælasta ferðin um árabil. Maður er varla Ís- lendingur nema mað- ur hafi raftað á Hvítá. Það er svo ofboðslega fal- leg á og stendur okkur nærri. Gullfoss er í Hvítá og þetta er ein af fáum jökulám sem ekki er búið að virkja. Flatt gljúfur, stutt frá borginni, stökkklettur – æðislegur staður.“ liljakatrin@dv.is Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Leyndardómar hyl- dýpisins Útsýnið í Silfru á Þingvöllum er engu líkt. Íslenskt, já takk! Allir Íslendingar ættu að fara í ævintýraferð á jökla landsins. Alltaf vinsælast Rafting trón- ir á toppnum yfir vinsælustu ferðirnar hjá Arctic Rafting og hefur gert um árabil. mYndir ArTic rAfTinG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.