Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Qupperneq 32
Föstudagur 22. maí 200932 Ferðir innanlands FRÆÐSLA OG FJÖR Á FRAMANDI SLÓÐUM Gljúfursund, hellaferðir og ísklifur er brot af þeim fjölmörgu ferðum sem Arctic Rafting býður upp á. Torfi G. Yngvason, einn af eig- endum Arctic Rafting, segir ferðirnar blöndu af gríðarlegri skemmtun, einstakri upplifun og fræðslu um landið. Ferðirnar eiga það líka sameiginlegt að ferðalangar kynnast stöðum sem örfáir hafa séð. Þ etta er rosalega flott. Al- gjör snilldarferð og al- veg svakalega skemmti- leg. Þetta er mögnuð ferð sem kemur mikið á óvart,“ segir Torfi G. Yngvason, einn af eigendum Arctic Rafting, um gljúfursund, eða snorkeling eins og það er oftast kallað. Þessi skemmtilega ferð fer fram í gjánni Silfru á Þingvöllum. Torfi segir vatnið í Þingvallavatni engu líkt og þreytist hann aldrei á þess- ari ferð þótt hann hafi farið hana hundrað sinnum. „Silfra er einn af þeim stöðum í heiminum þar sem er mest útsýni neðan vatnsyfirborðsins. Snorklar- ar og kafarar eru alltaf að leita að hreinum sæ og hreinu vatni. Vatn- ið í Þingvallavatni er svo ofboðs- lega hreint og er útsýnið svakalega mikið, um 80 til 120 metrar,“ segir Torfi. Engrar sérstakrar þekkingar á snorkeling eða köfun er krafist í ferðinni og nýtir fólk á öllum aldri sér þessa áhugaverðu ferð. „Maður þarf varla að kunna að synda. Það er smá straumur í Silfru þannig að maður líður út sprung- una. Fólk er klætt í dúngalla, þurr- galla yfir hann og neofren-hanska og er líka með froskalappir. Það eru aðallega útlendingar sem fara í þessa ferð en fjöldi Íslendinga eykst jafnt og þétt. Fólk á öllum aldri nýt- ir sér þetta tækifæri – allt frá skóla- hópum og upp í eldri borgara.“ Á Þingvöllum er líka hægt að fara í hellaferð á vegum Arctic Raft- ing og einnig er boðið upp á hella- ferð í Bláfjöllum. „Þetta eru mjög skemmtilegar ferðir. Báðar ferðirnar eru þannig að maður fer ofan í hellinn á ein- um stað og kemur upp á öðrum þannig að maður er að ferðast und- ir jörðinni. Þetta er líka hálfgerð jarðfræðiferð. Það fer mikill tími í að útskýra hvernig Ísland verður til, hvernig hellarnir verða til og hvernig Ísland hefur mótast. Þetta er mjög fræðandi og skemmtilegt. Heimsókn á stað þar sem eiginlega enginn hefur farið áður.“ Aðrar ævintýraferðir sem sam- eina fjör og fræðslu eru jökul- göngu- og ísklifursferðirnar á Sól- heimajökul. Arctic Rafting býður einnig upp á krefjandi jökul- og fjallgöngur á Hvannadalshnjúk, Eyjafjallajökul og Snæfellsjökul. „Þessar ferðir eru þannig hann- aðar að allir sem treysta sér í góða gönguferð geta tekið þátt. Í þessum ferðum er einnig mikil fræðsla um jökla, loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær hafa á jöklana okkar og hvernig jöklar eru að hörfa,“ segir Torfi. Torfi þarf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar blaðamaður spyr hver sé hans uppáhaldsferð hjá Arctic Rafting. „River rafting á Hvítá. Það er búið að vera vinsælasta ferðin um árabil. Maður er varla Ís- lendingur nema mað- ur hafi raftað á Hvítá. Það er svo ofboðslega fal- leg á og stendur okkur nærri. Gullfoss er í Hvítá og þetta er ein af fáum jökulám sem ekki er búið að virkja. Flatt gljúfur, stutt frá borginni, stökkklettur – æðislegur staður.“ liljakatrin@dv.is Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Leyndardómar hyl- dýpisins Útsýnið í Silfru á Þingvöllum er engu líkt. Íslenskt, já takk! Allir Íslendingar ættu að fara í ævintýraferð á jökla landsins. Alltaf vinsælast Rafting trón- ir á toppnum yfir vinsælustu ferðirnar hjá Arctic Rafting og hefur gert um árabil. mYndir ArTic rAfTinG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.